„Blik 1960/Hugvekja“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
m (Verndaði „Blik 1960/Hugvekja“ [edit=sysop:move=sysop])
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 5: Lína 5:




[[Þorsteinn Þ. Víglundsson|ÞORSTEINN Þ. VÍGLUNDSSON]]
<center>[[Þorsteinn Þ. Víglundsson|ÞORSTEINN Þ. VÍGLUNDSSON]]:</center>
 
 
<big><big><big><big><center>HUGVEKJA</center></big></big></big>
 
<center>''flutt í Gagnfræðaskólanum í Vestmannaeyjum haustið 1959''</center>
 


=HUGVEKJA=
<big>''flutt í Gagnfræðaskólanum haustið 1959</big>
<br>
<br>
Móðirin: „Hvað get ég sagt? Þetta geri ég sjálf.“  <br>
Móðirin: „Hvað get ég sagt? Þetta geri ég sjálf.“  <br>
„Reykur, sumbl og refskák rangar lýð á húsgang“ (G.F.). <br>
„Reykur, sumbl og refskák rangar lýð á húsgang“ (G.F.). <br>
Lína 29: Lína 31:
Trúað gæti ég, að margir foreldrar gerðu sér of litla grein fyrir því, hve heimilin eru áhrifaríkur aðili til ills eða góðs um allt uppeldi æskulýðsins. Það er sanni næst, að uppalandinn gegni ábyrgðarmestu stöðu þjóðfélagsins, hvort sem starf hans á sér stað innan veggja heimilisins eða annarra stofnana.  Framtíð  þjóðfélagsins veltur á því, hvernig honum tekst yfirleitt að inna það starf af hendi. Þar fer saman hin sanna gæfa og hið sanna gengi uppalandans sjálfs og þjóðfélagsins. <br>
Trúað gæti ég, að margir foreldrar gerðu sér of litla grein fyrir því, hve heimilin eru áhrifaríkur aðili til ills eða góðs um allt uppeldi æskulýðsins. Það er sanni næst, að uppalandinn gegni ábyrgðarmestu stöðu þjóðfélagsins, hvort sem starf hans á sér stað innan veggja heimilisins eða annarra stofnana.  Framtíð  þjóðfélagsins veltur á því, hvernig honum tekst yfirleitt að inna það starf af hendi. Þar fer saman hin sanna gæfa og hið sanna gengi uppalandans sjálfs og þjóðfélagsins. <br>


:::::::::::::::●
:::::::::::::●


Margt hefur á þessu hausti verið rætt um æskulýðinn í bænum, óknytti hans, setur á ölkránum og eiturlyfjanautnir. Vitaskuld er aðeins lítill hluti unglinga hér í bæ bendlaður við þennan ósóma og ánetjaður þessum ófögnuði. Ég hef í tilefni þessa látið nemendur í 4. bekk og 3. bekkjardeildum semja heimaritgerðir um „Ölkrárnar í bænum og æskulýðinn.“ Ég leyfi mér að birta meginið af ritgerð [[Brynja Hlíðar|Brynju Hlíðar]], nemanda í 4. bekk. Sú ritgerð er einskonar þverskurður af ritgerðum flestra hinna nemendanna. Þarna er litið á hlutina af sjónarhóli ungmennis, sem heyrir, skilur og veit, en er þó sjálft aðeins áhorfandi, en ekki þátttakandi í hinu hörmulega og þjóðhættulega sjónarspili. Sjónarmið æskumannsins er okkur ávallt nauðsynlegt að vita, ef gagnkvæmur skilningur á að koma til greina. Án hans verða vandamál þessi naumast leidd farsællega til lykta. <br>
Margt hefur á þessu hausti verið rætt um æskulýðinn í bænum, óknytti hans, setur á ölkránum og eiturlyfjanautnir. Vitaskuld er aðeins lítill hluti unglinga hér í bæ bendlaður við þennan ósóma og ánetjaður þessum ófögnuði. Ég hef í tilefni þessa látið nemendur í 4. bekk og 3. bekkjardeildum semja heimaritgerðir um „Ölkrárnar í bænum og æskulýðinn.“ Ég leyfi mér að birta meginið af ritgerð [[Brynja Hlíðar|Brynju Hlíðar]], nemanda í 4. bekk. Sú ritgerð er einskonar þverskurður af ritgerðum flestra hinna nemendanna. Þarna er litið á hlutina af sjónarhóli ungmennis, sem heyrir, skilur og veit, en er þó sjálft aðeins áhorfandi, en ekki þátttakandi í hinu hörmulega og þjóðhættulega sjónarspili. Sjónarmið æskumannsins er okkur ávallt nauðsynlegt að vita, ef gagnkvæmur skilningur á að koma til greina. Án hans verða vandamál þessi naumast leidd farsællega til lykta. <br>
Lína 47: Lína 49:
Ég hygg, að fjölmargir foreldrar hér í bæ hugleiði meir þessi mál nú en oft áður. Ég leyfi mér að draga þá ályktun af foreldrafundi þeim, sem Gagnfræðaskólinn boðaði til og hélt 26. nóv. s.1. Það var með bréfi gert vitanlegt öllum heimilum í bænum, sem stóðu á einhvern hátt að nemendum í skólanum, að erindi skólans við foreldrana væri fyrst og fremst það, að stofna til samvinnu og samstöðu heimilanna og skólans í bindindismálum æskulýðsins og öðrum velferðarmálum hans. Um 160 foreldrar mættu til viðtals í skólanum þennan dag, flest mæður. Ég gat ekki annað en fundið, að velvilji til skólans og samhugur ríkti gagnvart þessum málum og ríkur skilningur á því, hve óreglan í alls kyns myndum á ríkan þátt í að tortíma barnaláni foreldra og lífshamingju. En þá vil ég vinsamlegast biðja foreldra að íhuga það vandlega, að sjálfsafneitun okkar sjálfra um eiturlyfjanautnir er fyrsta skilyrðið til að skapa okkur sterka áhrifaaðstöðu í þessum sem öðrum þætti uppeldisstarfsins. Ég finn bezt sjálfur, hve höllum fæti ég stæði um þessi mál, ef ég neytti sjálfur þessara eiturlyfja.  Þá  neyddist ég til að segja eins og móðirin, sem reykti með 13 ára stúlkubarninu sínu, þegar kunnugan gest bar að garði. „Ertu að reykja með 13 ára barninu þínu?“ sagði gesturinn undrandi. „Þetta geri ég sjálf,“ sagði móðirin, „þess vegna get ég ekkert sagt ?“ <br>
Ég hygg, að fjölmargir foreldrar hér í bæ hugleiði meir þessi mál nú en oft áður. Ég leyfi mér að draga þá ályktun af foreldrafundi þeim, sem Gagnfræðaskólinn boðaði til og hélt 26. nóv. s.1. Það var með bréfi gert vitanlegt öllum heimilum í bænum, sem stóðu á einhvern hátt að nemendum í skólanum, að erindi skólans við foreldrana væri fyrst og fremst það, að stofna til samvinnu og samstöðu heimilanna og skólans í bindindismálum æskulýðsins og öðrum velferðarmálum hans. Um 160 foreldrar mættu til viðtals í skólanum þennan dag, flest mæður. Ég gat ekki annað en fundið, að velvilji til skólans og samhugur ríkti gagnvart þessum málum og ríkur skilningur á því, hve óreglan í alls kyns myndum á ríkan þátt í að tortíma barnaláni foreldra og lífshamingju. En þá vil ég vinsamlegast biðja foreldra að íhuga það vandlega, að sjálfsafneitun okkar sjálfra um eiturlyfjanautnir er fyrsta skilyrðið til að skapa okkur sterka áhrifaaðstöðu í þessum sem öðrum þætti uppeldisstarfsins. Ég finn bezt sjálfur, hve höllum fæti ég stæði um þessi mál, ef ég neytti sjálfur þessara eiturlyfja.  Þá  neyddist ég til að segja eins og móðirin, sem reykti með 13 ára stúlkubarninu sínu, þegar kunnugan gest bar að garði. „Ertu að reykja með 13 ára barninu þínu?“ sagði gesturinn undrandi. „Þetta geri ég sjálf,“ sagði móðirin, „þess vegna get ég ekkert sagt ?“ <br>
Er ekki þessi hugsun móðurinnar og svar hennar tímanna tákn? Er hún ekki í þessum efnum allt of sönn og skilgetin dóttir sinnar tíðar, þegar yfir er litið af háum sjónarhól?<br>
Er ekki þessi hugsun móðurinnar og svar hennar tímanna tákn? Er hún ekki í þessum efnum allt of sönn og skilgetin dóttir sinnar tíðar, þegar yfir er litið af háum sjónarhól?<br>
::::::[[Þorsteinn Þ. Víglundsson|''Þorsteinn Þ. Víglundsson'']].
:::::::::::::::[[Þorsteinn Þ. Víglundsson|''Þorsteinn Þ. Víglundsson'']].




   
   
{{Blik}}
{{Blik}}

Núverandi breyting frá og með 15. júlí 2010 kl. 19:56

Efnisyfirlit 1960



ÞORSTEINN Þ. VÍGLUNDSSON:


HUGVEKJA
flutt í Gagnfræðaskólanum í Vestmannaeyjum haustið 1959


Móðirin: „Hvað get ég sagt? Þetta geri ég sjálf.“
„Reykur, sumbl og refskák rangar lýð á húsgang“ (G.F.).
Ýmsar tölur benda til þess, að drykkjuskapur fari nú æ vaxandi með íslenzku þjóðinni. Og hinir kunnu fylgifiskar hans leynast ekki almenningi, ef hann vill veita þeim athygli.
Íslenzkum heimilum virðist fara fjölgandi ár frá ári, sem eru gagnsýrð af eiturlyfjanautnum, tóbaks- og áfengisnautn.
Með almennum reykingum húsmóðurinnar og móðurinnar verða nautnir þessar snar þáttur og áberandi í heimilislífinu. Um aldir áður var almennt bindindi „móður, konu, meyju“ í þessu landi hin blessunarríka fyrirmynd æskulýðsins, gæfa þjóðarinnar og heillalind. — Nú er öldin önnur. Áfengisnautn kvenna, yngri og eldri, fer sífellt í vöxt. Þar láta nú alltof margar íslenzkar mæður ekki sinn slæma hlut eftir liggja. Það er hin mesta þjóðarógæfa.
Áhrif þessara neikvæðu siðgæðishátta hinna ábyrgu kynslóða þjóðfélagsins og fjölmargra heimila leynast ekki þeim, sem starfa að uppeldismálum æskulýðsins og fræðslumálum. Hugur barna og unglinga verður meira og minna tekinn hugsuninni og meðvitundinni um eiturlyfjanautnir pabba og mömmu, sem njóta og eiga að njóta hins barnslega trúnaðartrausts og ástar sonarins og dótturinnar.
„Það höfðingjarnir hafast að, hinir ætla sér leyfist það,“ segir gamla orðtækið. Skyldi það ekki verða eitthvað svipað þessu með barnið og unglinginn, sem getur ekki skilið, að þeir „ávextir“, sem pabbi og mamma neyta daglega eða vikulega, séu forboðnir börnunum þeirra.
Eiturlyfjanautnir foreldra deyfa siðgæðisvitund heimilisins og seiða eða draga æskufólkið, sem þar elst upp, til eiturlyfjanautnanna. Þegar foreldrar þessir greina svo allt í einu hið gínandi gap ógæfunnar, svelginn mikla, sem gleypir barnalán þeirra og lífshamingju, þá opnast oft fyrst augu þeirra fyrir því, hvert stefnir fyrir börnum þeirra og þeim sjálfum. En þá gagnar hvorki grátur né gnístran tanna. Sjaldnast verður þá feigum forðað. — Þannig má fjöldi foreldra í þessu landi kenna sjálfum sér um ógæfu sína og ófarnað eða unglinganna í sambandi við nautn tóbaks og áfengra drykkja. Þetta er hin sorglega staðreynd.
Mér er einn af mörgum unglingum hér í bæ minnisstæður. Þetta var mikill efnispiltur, reglusamur, skyldurækinn og prúður. Hann starfaði með okkur nokkur ár í stúkunni Báru nr. 2. Þar var hann virkur félagi og áhugasamur. Ég mat þennan pilt mikils og taldi stúkunni sóma að honum. Svo var það dag einn, að ég þurfti að hafa tal af piltinum og gekk því heim til hans. Þá var aðeins faðirinn einn heima. Ekki hafði ég fyrr spurt eftir piltinum, en faðirinn tók að hrakyrða stúkurnar og bindindisstarfsemina. Hann hafði einhvern veginn fengið hugboð um, að erindi mitt til piltsins væri í þágu bindindismálanna. Í þessu tilviki ályktaði ég, að mörg varnarorð væru fánýt, enda þekkti ég föðurinn persónulega og hefi alltaf borið virðingu fyrir friðhelgi heimila. Þó undraðist ég stórlega þann anda og þá andúð, sem þetta heimili virtist gagnsýrt af gegn heilbrigðum áhugamálum og göfugu starfi piltsins, sem þar ólst upp.
Nokkru síðar hætti ungmenni þetta þátttöku í bindindisstörfunum í bænum. Andi föðurins hafði þar borið sigur úr býtum.
Ekki leið svo ýkjalangur tími, þar til ég fékk vissu fyrir því, að pilturinn var tekinn að neyta áfengis. Mundi hann ekki í þeim efnum einnig vera að þjóna vilja föðurins? Hvað gat ég ályktað annað eftir hrakyrðin?
Nokkru síðar fékk þessi ungi maður góða stöðu hér í bænum. Um það bil giftist hann gæða- og myndarstúlku. Þessi ungu hjón þekkti ég bæði vel. Þau höfðu verið nemendur mínir.
Drykkjuskapur unga heimilisföðurins fór í vöxt. Síðast var hann sviptur stöðunni sökum drykkjuskapar. Hjónabandið var líka að fara út um þúfur, þegar hann hröklaðist héðan úr bænum. Engir liðu nú meiri sálarkvalir sökum ógæfu hins unga heimilisföður en foreldrarnir, sem þó höfðu kallað þetta fjölskylduböl yfir sig. Síðan hefur þessi ungi maður, sem nú er brátt miðaldra, aldrei borið barr sitt. Skyldi ekki saga fjölda ungra manna og kvenna í þessu landi nú vera eitthvað áþekk sögu þessa Vestmannaeyings, þar sem orð og gjörðir í sjálfu föðurtúninu, heimilinu, virðast án efa eiga upptök að ógæfunni.
Þá verða mér skólaslitin í fyrra lengi minnisstæð. Skólaárið 1958—1959 gekk í skólann nokkur hópur barna, sem neytt hafði tóbaks frá blautu barnsbeini, ef svo mætti segja, og voru þrælar þeirrar nautnar. Þessir nemendur voru allir á 13—14 ára aldrinum. Fylgifiskar tóbaksnautnarinnar leyndu sér aldrei í fari þessara ungmenna allan veturinn. Kæruleysið, skeytingarleysið, sljóleikinn, deyfðin, og truflanir á starfsemi taugakerfisins voru varanleg einkenni þessara unglinga. Svo kom skólaslitadagurinn. Þá komu í skólann um 220 ungmenni prúðbúin og mannvænleg, en 10 unglingum vísaði ég frá skólaslitum vegna þess, hversu klæðnaður þeirra var ósamrýmanlegur athöfninni, kæruleysislegur, sóðalegur. Allt voru þetta unglingar eiturlyfjanautnarinnar. En lítum svo á prófskírteini þessara sömu unglinga. Við athugun kom í ljós, að 7 af þeim eða 70% höfðu ekki staðizt prófið. Þessir unglingar höfðu varið flestum tómstundum sínum í ölkránum í bænum og svo þeim stundum, sem þeim bar að nota til heimanáms. Ég segi frá þessu hér nemendum mínum og foreldrum til íhugunar. Í þessum efnum sem svo mörgum öðrum verður ekki tveim herrum þjónað á sama tíma.
„Reykur, sumbl og refskák rangar lýð á húsgang,“ segir skáldið.
Trúað gæti ég, að margir foreldrar gerðu sér of litla grein fyrir því, hve heimilin eru áhrifaríkur aðili til ills eða góðs um allt uppeldi æskulýðsins. Það er sanni næst, að uppalandinn gegni ábyrgðarmestu stöðu þjóðfélagsins, hvort sem starf hans á sér stað innan veggja heimilisins eða annarra stofnana. Framtíð þjóðfélagsins veltur á því, hvernig honum tekst yfirleitt að inna það starf af hendi. Þar fer saman hin sanna gæfa og hið sanna gengi uppalandans sjálfs og þjóðfélagsins.

Margt hefur á þessu hausti verið rætt um æskulýðinn í bænum, óknytti hans, setur á ölkránum og eiturlyfjanautnir. Vitaskuld er aðeins lítill hluti unglinga hér í bæ bendlaður við þennan ósóma og ánetjaður þessum ófögnuði. Ég hef í tilefni þessa látið nemendur í 4. bekk og 3. bekkjardeildum semja heimaritgerðir um „Ölkrárnar í bænum og æskulýðinn.“ Ég leyfi mér að birta meginið af ritgerð Brynju Hlíðar, nemanda í 4. bekk. Sú ritgerð er einskonar þverskurður af ritgerðum flestra hinna nemendanna. Þarna er litið á hlutina af sjónarhóli ungmennis, sem heyrir, skilur og veit, en er þó sjálft aðeins áhorfandi, en ekki þátttakandi í hinu hörmulega og þjóðhættulega sjónarspili. Sjónarmið æskumannsins er okkur ávallt nauðsynlegt að vita, ef gagnkvæmur skilningur á að koma til greina. Án hans verða vandamál þessi naumast leidd farsællega til lykta.

Brynja Hlíðar skrifar á þessa leið um „Ölkrárnar og æskulýðinn“:
„Á þessu máli eru að minnsta kosti tvær hliðar. Önnur snýr að æskulýðnum, hin að heimilunum. Æskulýðurinn er félagslyndur. Það er ekki eðli hans að fara einförum. Æskumaðurinn leitar jafnaldra sinna og vill vera þar, sem eitthvað skeður og eitthvert líf er. Æskulýðurinn og fullorðna fólkið eiga ekki vel samleið í þessum efnum.
Þetta eru m.a. ástæðurnar til þess, að unga fólkið sækir út. Það fer í kvikmyndahús. Það sækir út á götuna á kvöldin. Og síðast en ekki sízt leggur það leið sína inn í ölkrárnar. Er það nokkuð óeðlilegt? — Þar geta unglingarnir safnazt saman. Þar geta þeir talað um allt milli himins og jarðar. Og þar geta þeir skemmt sér í návist hvers annars. En svo á það sér einnig stað, að æskumaðurinn leiðist út á verri brautir, fer t.d. að reykja og drekka.
Hér í bæ gera of margir unglingar mikið að því að sitja inni á ölkránum við reyk. En hvers vegna fara þeir að reykja? Jú, það er mannalegt og freistandi að fylgja hinum eldri eftir, gera eins og fullorðna fólkið. Það er mannleg tilhneiging. Það sannast bezt í leikjum barna. Þetta vil ég láta fullorðna fólkið athuga vel og hugsa um, ekki sízt foreldra, ef þeir vilja ekki verða fordæmi til skaðræðis börnum sínum og öðrum æskulýð.
Auðvitað er það af veiklyndi og viljasljóleik, þegar æskumaðurinn byrjar að reykja og bragða áfengi. Langar þessa unglinga til að verða að vesalingum? Nei, vissulega ekki. Það eru freistingaröflin, sem yfirbuga alla skynsemi. Flest virðist leyfilegt til þess að freista æskulýðsins, ná af honum peningum, þó að það kosti hann gæfusama framtíð og þjóðfélagið nýta þegna og farsælt þjóðlíf.
Mér er ekki hugleikið að mæla ölkránum bót, þó að ég viti, að þær uppfylla vissar þarfir æskulýðsins, meðan bærinn setur ekki á stofn tómstundaheimili handa honum. Svo er og hitt staðreynd, að hinir miklu peningar, sem æskulýðurinn hér hefur daglega handa á milli, virðast slæva alla dómgreind um velsæmi og freistingar og veikla viljann, svo að ekkert má að lokum láta á móti sér. Allt skal veitt, fyrst að peningar eru til þess. Er þetta nokkuð annað en það, sem á sér stað hjá mörgum fullorðnum?
En svo er það hliðin, sem að heimilunum snýr. Þar er ýmislegt athugunarvert. Fyrst er það, að mjög algengt er, að móðirin „vinni úti“ í svartasta skammdeginu, eða á vetrarvertíð, þ.e.a.s. vinni utan heimilisins. Faðirinn vinnur auðvitað líka úti, fyrirvinna heimilisins. Þegar nú mamma er líka farin að vinna úti, er helzta aðhald heimilisins horfið. Tómleikinn í heimilinu sverfur að. Barnið og unglingurinn leitar út á götuna, síðan inn á ölkrárnar. Þar vitum við af reynslu, hvað við tekur. Þannig má segja á einn hátt, að velferð æskulýðsins sé fórnað fyrir peninga og það, að geta fullnægt næstum óseðjandi kaupahneigð.
Svo er það líka algengt, að setustofan er of fín til þess að unglingarnir megi koma þangað inn með vini sína eða félaga.
Stundum eru unglingar látnir búa í herbergi með yngri systkinum. Þar er þetta fólk hvað fyrir öðru, svo að leiðindi hljótast af eða ófriður. Enginn friður þar til þess að skipta geði við jafnaldra sína. Þá vaknar hugsunin: „Ég fer bara út. Hvergi friður, hvergi má maður vera.“ Er þetta ekki ofureðlilegt? Nú, dagskrá útvarpsins hefur heldur ekki verið upp á marga fiska handa unglingum. Ef þar hafa verið þættir, sem unglingar gætu haft áhuga fyrir, þá eru þeir með seinustu dagskrárliðum. Þá hugsar unglingurinn: ,,Það er hægt að vera úti þangað til.“
Á sumum heimilum eru svo þeir, sem unglingarnir eiga að taka sér til fyrirmyndar, alls ekki þess verðir. Jafnvel foreldrarnir sjálfir. Faðirinn reykir og drekkur. Ekki er það góð fyrirmynd. Móðirin reykir, og ekki er það heldur til fyrirmyndar. Ef til vill staupar hún sig stundum líka. Þetta veit unglingurinn. Geta foreldrarnir gert kröfu til þess, að börnin sýni meiri þroska og sjálfsafneitun en þeir sjálfir? Hverjir eiga að vera þeim til fyrirmyndar, ef ekki foreldrarnir? Ef til vill neyta líka eldri systkini þessara eiturlyfja. En svona er ekki ástatt um öll heimili og foreldra, sem betur fer. Þannig er aðeins nokkur hluti þeirra. Mikill meiri hluti foreldranna er enn myndarfólk, sem skilur og veit hið ábyrgðarmikla hlutverk sitt varðandi uppeldi barnanna og unglinganna. Heimilin þeirra eru styrkustu stoðir þjóðfélagsins. Framtíð þess byggist á þeim.“

Þetta var þá kjarninn í ritgerð eins nemanda Gagnfræðaskólans um þessi æskulýðsmál. Og eins og fram er tekið, þá tjáir Brynja Hlíðar hér hugsanir fjölmargra jafnaldra sinna í skólanum, þeirra, sem annars gera sér nokkra grein fyrir þessum málum.
Ég hygg, að fjölmargir foreldrar hér í bæ hugleiði meir þessi mál nú en oft áður. Ég leyfi mér að draga þá ályktun af foreldrafundi þeim, sem Gagnfræðaskólinn boðaði til og hélt 26. nóv. s.1. Það var með bréfi gert vitanlegt öllum heimilum í bænum, sem stóðu á einhvern hátt að nemendum í skólanum, að erindi skólans við foreldrana væri fyrst og fremst það, að stofna til samvinnu og samstöðu heimilanna og skólans í bindindismálum æskulýðsins og öðrum velferðarmálum hans. Um 160 foreldrar mættu til viðtals í skólanum þennan dag, flest mæður. Ég gat ekki annað en fundið, að velvilji til skólans og samhugur ríkti gagnvart þessum málum og ríkur skilningur á því, hve óreglan í alls kyns myndum á ríkan þátt í að tortíma barnaláni foreldra og lífshamingju. En þá vil ég vinsamlegast biðja foreldra að íhuga það vandlega, að sjálfsafneitun okkar sjálfra um eiturlyfjanautnir er fyrsta skilyrðið til að skapa okkur sterka áhrifaaðstöðu í þessum sem öðrum þætti uppeldisstarfsins. Ég finn bezt sjálfur, hve höllum fæti ég stæði um þessi mál, ef ég neytti sjálfur þessara eiturlyfja. Þá neyddist ég til að segja eins og móðirin, sem reykti með 13 ára stúlkubarninu sínu, þegar kunnugan gest bar að garði. „Ertu að reykja með 13 ára barninu þínu?“ sagði gesturinn undrandi. „Þetta geri ég sjálf,“ sagði móðirin, „þess vegna get ég ekkert sagt ?“
Er ekki þessi hugsun móðurinnar og svar hennar tímanna tákn? Er hún ekki í þessum efnum allt of sönn og skilgetin dóttir sinnar tíðar, þegar yfir er litið af háum sjónarhól?

Þorsteinn Þ. Víglundsson.