„Blik 1939, 5. tbl./Starfið í skólanum okkar“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
m (Verndaði „Blik 1939, 5.tbl./Starfið í skólanum okkar“ [edit=sysop:move=sysop])
Ekkert breytingarágrip
 
(2 millibreytingar ekki sýndar frá 2 notendum)
Lína 1: Lína 1:
[[Árni Guðjónsson (Oddsstöðum)|Árni Guðjónsson]]:
[[Blik 1939|Efnisyfirlit 1939]]


:'''''Starfið í skólanum okkar'''''.<br>
 
 
<big>[[Árni Guðjónsson (Oddsstöðum)|Árni Guðjónsson]]:
 
:<big><big>'''''Starfið í skólanum okkar'''''.</big></big><br>


Starfið hér í skólanum hefir verið mjög mikið og ánægjulegt. Kennararnir og nemendur þeirra hafa starfað sem ein heild að lærdómnum og svo líka að öðrum málefnum innan skólans og utan, sem bæði varðar þá, sem í skólanum eru og einnig þá, sem ekki eru þar. Auk þess sem kennslustundirnar eru afar fræðandi, þá eru þær líka oft skemmtilegar, svo að það liggur vel á öllum og með því verður allt starf léttara og skemmtilegra. Á margan hátt hafa kennararnir reynt að gera námið hjá nemendunum eins auðvelt og þeim hefir unnt verið, t.d. með því að fá bækur handa skólanum, sem svo ávallt hafa verið til taks á lestrarstofunni, sem alltaf er opin, og þangað geta því nemendurnir komið á hvaða tíma sem er, og lært þar saman. — Einnig hafa nemendurnir mátt koma til kennara sinna og spyrja þá að því, sem þeir geta ekki sjálfir ráðið fram úr og eru þá kennararnir alltaf fúsir til að svara því. Þetta sýnir, að kennararnir  vilja  gera  eins mikið og þeim er unnt, til þess að koma nemendunum áfram. Yfir skólatímann fara kennararnir í nokkrar gönguferðir út á Eyjuna, og þó að hún sé ekki stór, má margt sjá og læra af ferðum þessum. Í frístundunum milli kennslustundanna gera nemendurnir ýmislegt sér til skemmtunar, fara í margs konar leiki, iðka íþróttir, sem þeir fá tilsögn í hjá kennurum sínum, sem einnig taka þátt í þessu með nemendunum. Innan skólans hafa verið stofnuð nokkur félög, þar á meðal bindindisfélag,sem hinir ágætu og reglusömu kennarar hafa komið á stofn. Í félagi þessu eru allir nemendurnir og gerir það sitt í því að setja fagran blæ á skólastarfið.<br>
Starfið hér í skólanum hefir verið mjög mikið og ánægjulegt. Kennararnir og nemendur þeirra hafa starfað sem ein heild að lærdómnum og svo líka að öðrum málefnum innan skólans og utan, sem bæði varðar þá, sem í skólanum eru og einnig þá, sem ekki eru þar. Auk þess sem kennslustundirnar eru afar fræðandi, þá eru þær líka oft skemmtilegar, svo að það liggur vel á öllum og með því verður allt starf léttara og skemmtilegra. Á margan hátt hafa kennararnir reynt að gera námið hjá nemendunum eins auðvelt og þeim hefir unnt verið, t.d. með því að fá bækur handa skólanum, sem svo ávallt hafa verið til taks á lestrarstofunni, sem alltaf er opin, og þangað geta því nemendurnir komið á hvaða tíma sem er, og lært þar saman. — Einnig hafa nemendurnir mátt koma til kennara sinna og spyrja þá að því, sem þeir geta ekki sjálfir ráðið fram úr og eru þá kennararnir alltaf fúsir til að svara því. Þetta sýnir, að kennararnir  vilja  gera  eins mikið og þeim er unnt, til þess að koma nemendunum áfram. Yfir skólatímann fara kennararnir í nokkrar gönguferðir út á Eyjuna, og þó að hún sé ekki stór, má margt sjá og læra af ferðum þessum. Í frístundunum milli kennslustundanna gera nemendurnir ýmislegt sér til skemmtunar, fara í margs konar leiki, iðka íþróttir, sem þeir fá tilsögn í hjá kennurum sínum, sem einnig taka þátt í þessu með nemendunum. Innan skólans hafa verið stofnuð nokkur félög, þar á meðal bindindisfélag,sem hinir ágætu og reglusömu kennarar hafa komið á stofn. Í félagi þessu eru allir nemendurnir og gerir það sitt í því að setja fagran blæ á skólastarfið.<br>
Lína 7: Lína 11:
til þess að rífa ykkur niður í glötun og tortímingu. Með því að eyða  unglingsárunum til þess að læra eitthvað, þótt ekki sé nema lítilsháttar, getur það orðið að ómetanlegu gagni, er út í lífið kemur.<br>
til þess að rífa ykkur niður í glötun og tortímingu. Með því að eyða  unglingsárunum til þess að læra eitthvað, þótt ekki sé nema lítilsháttar, getur það orðið að ómetanlegu gagni, er út í lífið kemur.<br>
::::[[Árni Guðjónsson (Oddsstöðum)|'''Á. G.]]''' II. b.
::::[[Árni Guðjónsson (Oddsstöðum)|'''Á. G.]]''' II. b.
{{Blik}}

Núverandi breyting frá og með 24. maí 2010 kl. 16:07

Efnisyfirlit 1939


Árni Guðjónsson:

Starfið í skólanum okkar.

Starfið hér í skólanum hefir verið mjög mikið og ánægjulegt. Kennararnir og nemendur þeirra hafa starfað sem ein heild að lærdómnum og svo líka að öðrum málefnum innan skólans og utan, sem bæði varðar þá, sem í skólanum eru og einnig þá, sem ekki eru þar. Auk þess sem kennslustundirnar eru afar fræðandi, þá eru þær líka oft skemmtilegar, svo að það liggur vel á öllum og með því verður allt starf léttara og skemmtilegra. Á margan hátt hafa kennararnir reynt að gera námið hjá nemendunum eins auðvelt og þeim hefir unnt verið, t.d. með því að fá bækur handa skólanum, sem svo ávallt hafa verið til taks á lestrarstofunni, sem alltaf er opin, og þangað geta því nemendurnir komið á hvaða tíma sem er, og lært þar saman. — Einnig hafa nemendurnir mátt koma til kennara sinna og spyrja þá að því, sem þeir geta ekki sjálfir ráðið fram úr og eru þá kennararnir alltaf fúsir til að svara því. Þetta sýnir, að kennararnir vilja gera eins mikið og þeim er unnt, til þess að koma nemendunum áfram. Yfir skólatímann fara kennararnir í nokkrar gönguferðir út á Eyjuna, og þó að hún sé ekki stór, má margt sjá og læra af ferðum þessum. Í frístundunum milli kennslustundanna gera nemendurnir ýmislegt sér til skemmtunar, fara í margs konar leiki, iðka íþróttir, sem þeir fá tilsögn í hjá kennurum sínum, sem einnig taka þátt í þessu með nemendunum. Innan skólans hafa verið stofnuð nokkur félög, þar á meðal bindindisfélag,sem hinir ágætu og reglusömu kennarar hafa komið á stofn. Í félagi þessu eru allir nemendurnir og gerir það sitt í því að setja fagran blæ á skólastarfið.
Unglingar, eyðið ekki tímanum til einskis, því með iðjuleysi og slæpingshætti kemur það oft fyrir, að menn lenda út í ýmiskonar óreglu, og verða þá oft svo langt leiddir, að þeir eiga enga uppreisnarvon aftur, og þá er illa farið. Eyðið unglingsárunum ykkar til þess að búa ykkur undir lífið, en ekki til þess að rífa ykkur niður í glötun og tortímingu. Með því að eyða unglingsárunum til þess að læra eitthvað, þótt ekki sé nema lítilsháttar, getur það orðið að ómetanlegu gagni, er út í lífið kemur.

Á. G. II. b.