„Blik 1969/Uppboðið í Fjarðarfirði, saga“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
 
Ekkert breytingarágrip
 
(9 millibreytingar ekki sýndar frá 2 notendum)
Lína 1: Lína 1:
Sólin gyllti Þrælatindinn um dagmálabilið og hellti geislum sínum yfir Súluna breiða og bunguvaxna. Að undanförnu hafði sólin verið að hænufeta sig niður hæðardrögin. Loks náði hún að skína á gluggana í Höfn, sem er margbýli yzt við hinn mjóa og langa Fjarðarfjörð, sem skerst inn í miðbik Austurlandsins.
[[Blik 1969|Efnisyfirlit Bliks 1969]]


Fólkið í Höfn hafði gert sér dagamun við komu sólarinnar á gluggana, svo sem venja var, - hafði drukkið lummukaffi. Aðeins ein húsfreyja af fimm þarna á Hafnarbæjunum hafði þótzt hafa efni á því að sáldra sykri út á lummurnar handa heimilisfólkinu. Það var húsfreyjan Sigríður, kona Sæmundar bónda í Innri-Norðurbænum.


Grímur bóndi á Nyrðri-Útpartinum steig út úr bæjardyrunum sínum, út í tært morgunloftið. Hann snéri sér þegar gegn austri og signdi sig, eins og amma hans hafði kennt honum. Síðan rölti gamli maðurinn upp að lambhúsinu sínu með pokaskjatta í handarkrikanum. - „Blíðviðri í dag, - sléttur sjór, mari í lofti, svo að þeyjar snjór um jörð“. Grímur bóndi fann til þægindakenndar við þessar hugsanir. Marinn vakti honum þær vonir, að ekki þyrfti hann á þessum vetri að leita til sambýlismanna sinna um hey handa bústofninu fyrr en seint á einmánuði, ef hlákan héldist um sinn. - „Já, rétt er nú það, þeir koma í dag,“ kom Grími bónda í hug. „Alltaf er heppnin með þeim ríku og valdamiklu“.


Þessir þeir voru kaupmaðurinn og hreppstjórinn, sem áttu nú yfir fjörðinn að sækja úr þorpinu út að Höfn til þess að halda þar uppboð á allri búslóð og öllum bústofni eins bóndans til greiðslu á verzlunarskuld við Sigurð kaupmann. Uppboðið hafði verið undirbúið og auglýst með löglegum fyrirvara, og í dag var sem sé uppboðsdagurinn.
<center>[[Þorsteinn Þ. Víglundsson|ÞORSTEINN Þ. VÍGLUNDSSON]]:</center>


Þegar Grímur bóndi hafði lokið við að hára fénu, rölti hann inn í Syðri-Útpartinn til þess að fá sér morgunkaffið hjá nágrannanum. Það hafði hann gert öðru hvoru um árabil að vetrinum að minnsta kosti. Það sparaði kaffidreitilinn og sykurögnina hjá honum heima og drap tímann, því að þarna dvaldist honum oft lengi morguns við skraf og skeggræður í baðstofunni hjá gömlu konunum, meðan karlmenn þar voru að störfum úti við.


„Jæja, þá koma þeir í dag,“ sagði Grímur bóndi og nuddaði niður á botninn í tóbakskyllinum nokkur tóbakskorn úr börmum hans. „Tóbakslaus, kaffilaus, sykurlaus, allslaus“, hugsaði hann, „ekki skal það á mig bíta“.
<big><big><big><big><center>Uppboðið í Fjarðarfirði</center></big></big></big></big>
<center>''(Saga)''</center>


„Alltaf hafa kaupmenn og aðrir valdamenn og ríkisbubbar byr, hvert sem þeir óska að sisla“, sagði Grímur og saug síðustu tóbakskornin upp í hana mjónu sína.
„Ójá, það hefði svo gjarnan mátt vera stólparok í dag og næstu daga til þess að varna þessum gestum hingað út eftir. Þeir verða hér engir aufúsugestir, kaupmaðurinn og hreppstjórinn“. Það var Halldóra gamla á níræðisaldrinum, sem varð fyrir svörunum.
„Hvað verður svo um blessunina hana Sigríði mína og hann Sæmund og öll börnin, þegar búslóðin er seld og bústofninn horfinn?“ spurði Katrín húsfreyja döpur í bragði. „Sveitarstjórninni ber skylda til að ráðstafa þeim öllum saman,“ sagði Grímur bóndi. „Hún dreifir þeim út um hvippinn og hvappinn. - En hver mundi treysta sér til að hýsa Sigríði, þann herjans svark?“ sagði Grímur, um leið og hann hvolfdi í sig síðustu lögginni úr stóra kaffibollanum.
Halldóra gamla réri fram í gráðið þungbúin og þegjandi.
„Þyngst veitist okkur mannskepnunum að setja okkur í spor meðbræðranna,“ sagði Katrín húsfreyja hugsandi.
„Læt ég það nú vera,“ sagði Grímur, „flestir vita það orðið, að þeim ber skylda til að hjálpa náunganum, séu þeir aflögufærir, en það er ég ekki, svo að ég tali fyrir mig. En ekki eru allar syndir guði að kenna, leyfi ég mér að fullyrða. Það veit ég. Og þeim í koll kemur, sem brjóta blessuð boðorðin og syndga gegn guðs og manna lögum. Illur fengur illa forgengur, stendur þar, og margt handtakið hefur Sæmundur nágranni okkar tekið á sunnudögum og öðrum helgidögum, þegar við eigum að hvíla samkvæmt boðum helgra rita. Því segi ég það, að nú er komið að
skuldadögum hjá þeim hjónum. Enda er mér það enn í fersku minni, er ég í fyrra sá og vissi Sigríði sitja við prjóna allan síðari hluta föstudagsins langa. Slík háðung á helgum degi hlýtur að ala sín eftirköst og stýrir ekki góðri lukku, ef ég veit rétt.“
Strokan stóð úr Grími bónda eins og tappi væri tekinn úr keraldi, þar sem þrýstingurinn er nógur inni fyrir. Og Grímur bóndi hélt áfram að hella úr skálunum: „Síðan þau Sæmundur og Sigríður fluttu hingað, hefi ég veitt búskaparháttum þeirra athygli. Eyðslan og óráðsían á heimilinu er alveg gengdarlaus. Þar eru t. d. Notuð tvö pund af kaffi frá veturnóttum til nýjárs, þegar við Jórunn látum eitt nægja. Svo er það einnig um sykurinn. Í þeim efnum tvöföld eyðsla á við okkur. Á sama tíma eyðist hjá þeim þrír eldspýtnastokkar, þegar okkur dugar einn. Og ég verð rétt að segja það, að ég sé enga þörf á því, að kona, sem alltaf dvelur innan bæjarveggjanna, gangi í tveim pilsum. Skyldi ekki ytra pilsið vera harla nóg? Hnjáskjólin eru þá alveg eins óþarfaflíkur, að ég nú ekki tali um geirabrækurnar. Allt er þetta eyðsla umfram þarfir. Þið vitið það, að ég hefi aldrei leyft Jórunni slíkt bruðl í daglega lífinu, enda búum við skuldlaus að kalla, óttalaus og frjáls gagnvart valdi kaupmannsins. Frelsi met ég meira en föt. Og svo er það þessi eina hók, sem til er á heimilinu þeirra og þau liggja í sýknt og heilagt, þessi Gísla saga Súrssonar, sá béaður bóklestur, meðan við hin lesum heilagt guðsorð í ritningunni, hugvekjum og húspostillum með sálmasöng og sætum versum. Er nokkur furða, þótt slíkt fólk fái að súpa beizkt seyðið af sjálfu sér og verkum sínum?“
Katrín húsfreyja gekk þegjandi út úr baðstofunni. Hún óskaði ekki nú að eyða orðum á Grím bónda. Hún þekkti hann svo vel eftir langt sambýli í Höfn. Hún hafði fundið til með Jórunni konu hans, þeirri öðlingskonu. Jafnan hafði hún lánað Jórunni kaffi í könnuna og sykur með, þegar flest var gengið til þurrðar hjá henni og lánsreikningurinn hjá kaupmanninum lokaður. Jórunn skuldaði því kaffiögnina og sykurlúsina, þegar Grímur þandi sig hvað mest og státaði af sparseminni og nægjuseminni og prédikaði hvort tveggja af sæld og sjálfumgleði. Friður nábýlisins hafði til þessa verið Katrínu húsfreyju og fólki hennar fyrir öllu, - en fátt leynist fyrir nágrönnum í löngu sambýli.
Þessi andi Gríms bónda var einnig ógeðfelldur Halldóru gömlu. Hún tók að andæfa: „Ég hefi aldrei annað heyrt", sagði hún, „en syndlaust væri að halda á prjónum á föstudaginn langa. Ástæðan er fyrst og fremst sú, að Kristur klæddist sjálfur prjónakufli.“ Gamla konan var fastmælt. „Eyðslulíf Sæmundar og Sigríðar annars vegar og heimilislíf þitt hins vegar óska ég ekki að ræða við þig að þessu sinni, Grímur minn. Ég get þó ekki varizt þönkum og þrálátri hugsun um menn, sem sí og æ í orðum og æði minna mann á Fariseann, - eða þá söguna um bjálkann og flísina.“"
„Nei, nú kannaðist Grímur bóndi við „allt sitt heimafólk“. Hann óskaði þess því ekki að halda þessu tali áfram, fyrst kerlingin var í þessu essinu. - Þó væri það ef til vill ómaksins vert að demba á hana eilitilli tilvitnun í guðsorð, því að jafnan hafði hún verið viðkvæm fyrir því: „Ekki óska ég að munnhöggvast við þig, Halldóra mín“, sagði Grímur mjúkur í máli við gömlu konuna, „en minna vil ég þig á orð hins helga rits: „Varðveit þú hvíldardaginn að þú helgir hann. Ekkert verk skaltu á honum vinna.“ Og væri þá ekki úr vegi að minna þig á boðskap meistara Jóns, sem segir: „Það er hrópandi synd að brjóta hvíldardaginn með ónauðsynlegu erfiði. Sú synd bytnar á afkomendum okkar í þriðja og fjórða lið““. Nú fannst Grími bónda, að hann hefði pálmann í höndunum, fyrst honum hugkvæmdust þessi orð hinna helgu rita og postillunnar. „Á, komdu þar, karlinn“, anzaði gamla konan og brýndi röddina. Ekki kann ég annað betur en þessi orð meistara Jóns Vídalíns: „Haf alltíð eitthvað að sýsla, svo að djöfullinn hitti þig ekki iðjulausan, því að iðjuleysi færir með sér lestina, menn læra illt að gjöra að gjöra ekkert“, segir meistarinn sá, og mundu þér hollt að hafa þessi orð í huga, Grímur Gestsson, er þú slærð slöku við bjargfræðisöflunina“.
Grímur bóndi rölti hugsandi heim í kot sitt. Aldrei tókst honum að stinga upp í skass þetta með tilvitnun í sjálft guðsorðið, hugleiddi hann.


<big>Sólin gyllti Þrælatindinn um dagmálabilið og hellti geislum sínum yfir Súluna breiða og bunguvaxna. Að undanförnu hafði sólin verið að hænufeta sig niður hæðardrögin. Loks náði hún að skína á gluggana í Höfn, sem er margbýli yzt við hinn mjóa og langa Fjarðarfjörð, sem skerst inn í miðbik Austurlandsins. <br>
Fólkið í Höfn hafði gert sér dagamun við komu sólarinnar á gluggana, svo sem venja var, - hafði drukkið lummukaffi. Aðeins ein húsfreyja af fimm þarna á Hafnarbæjunum hafði þótzt hafa efni á því að sáldra sykri út á lummurnar handa heimilisfólkinu. Það var húsfreyjan Sigríður, kona Sæmundar bónda í Innri-Norðurbænum.<br>
Grímur bóndi á Nyrðri-Útpartinum steig út úr bæjardyrunum sínum, út í tært morgunloftið. Hann snéri sér þegar gegn austri og signdi sig, eins og amma hans hafði kennt honum. Síðan rölti gamli maðurinn upp að lambhúsinu sínu með pokaskjatta í handarkrikanum. - „Blíðviðri í dag, - sléttur sjór, mari í lofti, svo að þeyjar snjór um jörð.“ Grímur bóndi fann til þægindakenndar við þessar hugsanir. Marinn vakti honum þær vonir, að ekki þyrfti hann á þessum vetri að leita til sambýlismanna sinna um hey handa bústofninu fyrr en seint á einmánuði, ef hlákan héldist um sinn. - „Já, rétt er nú það, þeir koma í dag,“ kom Grími bónda í hug. „Alltaf er heppnin með þeim ríku og valdamiklu.“<br>
Þessir ''þeir'' voru kaupmaðurinn og hreppstjórinn, sem áttu nú yfir fjörðinn að sækja úr þorpinu út að Höfn til þess að halda þar uppboð á allri búslóð og öllum bústofni eins bóndans til greiðslu á verzlunarskuld við Sigurð kaupmann. Uppboðið hafði verið undirbúið og auglýst með löglegum fyrirvara, og í dag var sem sé uppboðsdagurinn.<br>
Þegar Grímur bóndi hafði lokið við að hára fénu, rölti hann inn í Syðri-Útpartinn til þess að fá sér morgunkaffið hjá nágrannanum. Það hafði hann gert öðru hvoru um árabil að vetrinum að minnsta kosti. Það sparaði kaffidreitilinn og sykurögnina hjá honum heima og drap tímann, því að þarna dvaldist honum oft lengi morguns við skraf og skeggræður í baðstofunni hjá gömlu konunum, meðan karlmenn þar voru að störfum úti við.<br>
„Jæja, þá koma þeir í dag,“ sagði Grímur bóndi og nuddaði niður á botninn í tóbakskyllinum nokkur tóbakskorn úr börmum hans. „Tóbakslaus, kaffilaus, sykurlaus, allslaus,“ hugsaði hann, „ekki skal það á mig bíta.“<br>
„Alltaf hafa kaupmenn og aðrir valdamenn og ríkisbubbar byr, hvert sem þeir óska að sisa,“ sagði Grímur og saug síðustu tóbakskornin upp í hana mjónu sína.<br>
„Ójá, það hefði svo gjarnan mátt vera stólparok í dag og næstu daga til þess að varna þessum gestum hingað út eftir. Þeir verða hér engir aufúsugestir, kaupmaðurinn og hreppstjórinn.“ Það var Halldóra gamla á níræðisaldrinum, sem varð fyrir svörunum.<br>
„Hvað verður svo um blessunina hana Sigríði mína og hann Sæmund og öll börnin, þegar búslóðin er seld og bústofninn horfinn?“ spurði Katrín húsfreyja döpur í bragði. „Sveitarstjórninni ber skylda til að ráðstafa þeim öllum saman,“ sagði Grímur bóndi. „Hún dreifir þeim út um hvippinn og hvappinn. - En hver mundi treysta sér til að hýsa Sigríði, þann herjans svark?“ sagði Grímur, um leið og hann hvolfdi í sig síðustu lögginni úr stóra kaffibollanum.<br>
Halldóra gamla réri fram í gráðið þungbúin og þegjandi.<br>
„Þyngst veitist okkur mannskepnunum að setja okkur í spor meðbræðranna,“ sagði Katrín húsfreyja hugsandi.<br>
„Læt ég það nú vera,“ sagði Grímur, „flestir vita það orðið, að þeim ber skylda til að hjálpa náunganum, séu þeir aflögufærir, en það er ég ekki, svo að ég tali fyrir mig. En ekki eru allar syndir guði að kenna, leyfi ég mér að fullyrða. Það veit ég. Og þeim í koll kemur, sem brjóta blessuð boðorðin og syndga gegn guðs og manna lögum. Illur fengur illa forgengur, stendur þar, og margt handtakið hefur Sæmundur nágranni okkar tekið á sunnudögum og öðrum helgidögum, þegar við eigum að hvíla samkvæmt boðum helgra rita. Því segi ég það, að nú er komið að skuldadögum hjá þeim hjónum. Enda er mér það enn í fersku minni, er ég í fyrra sá og vissi Sigríði sitja við prjóna allan síðari hluta föstudagsins langa. Slík háðung á helgum degi hlýtur að ala sín eftirköst og stýrir ekki góðri lukku, ef ég veit rétt.“<br>
Strokan stóð úr Grími bónda eins og tappi væri tekinn úr keraldi, þar sem þrýstingurinn er nógur inni fyrir. Og Grímur bóndi hélt áfram að hella úr skálunum: „Síðan þau Sæmundur og Sigríður fluttu hingað, hefi ég veitt búskaparháttum þeirra athygli. Eyðslan og óráðsían á heimilinu er alveg gegndarlaus. Þar eru t.d. notuð tvö pund af kaffi frá veturnóttum til nýjárs, þegar við Jórunn látum eitt nægja. Svo er það einnig um sykurinn. Í þeim efnum tvöföld eyðsla á við okkur. Á sama tíma eyðist hjá þeim þrír eldspýtnastokkar, þegar okkur dugar einn. Og ég verð rétt að segja það, að ég sé enga þörf á því, að kona, sem alltaf dvelur innan bæjarveggjanna, gangi í tveim pilsum. Skyldi ekki ytra pilsið vera harla nóg? Hnjáskjólin eru þá alveg eins óþarfaflíkur, að ég nú ekki tali um geirabrækurnar. Allt er þetta eyðsla umfram þarfir. Þið vitið það, að ég hefi aldrei leyft Jórunni slíkt bruðl í daglega lífinu, enda búum við skuldlaus að kalla, óttalaus og frjáls gagnvart valdi kaupmannsins. Frelsi met ég meira en föt. Og svo er það þessi eina bók, sem til er á heimilinu þeirra og þau liggja í sýknt og heilagt, þessi Gísla saga Súrssonar, sá béaður bóklestur, meðan við hin lesum heilagt guðsorð í ritningunni, hugvekjum og húspostillum með sálmasöng og sætum versum. Er nokkur furða, þótt slíkt fólk fái að súpa beiskt seyðið af sjálfu sér og verkum sínum?“<br>
Katrín húsfreyja gekk þegjandi út úr baðstofunni. Hún óskaði ekki nú að eyða orðum á Grím bónda. Hún þekkti hann svo vel eftir langt sambýli í Höfn. Hún hafði fundið til með Jórunni konu hans, þeirri öðlingskonu. Jafnan hafði hún lánað Jórunni kaffi í könnuna og sykur með, þegar flest var gengið til þurrðar hjá henni og lánsreikningurinn hjá kaupmanninum lokaður. Jórunn skuldaði því kaffiögnina og sykurlúsina, þegar Grímur þandi sig hvað mest og státaði af sparseminni og nægjuseminni og prédikaði hvort tveggja af sæld og sjálfumgleði. Friður nábýlisins hafði til þessa verið Katrínu húsfreyju og fólki hennar fyrir öllu, - en fátt leynist fyrir nágrönnum í löngu sambýli.<br>
Þessi andi Gríms bónda var einnig ógeðfelldur Halldóru gömlu. Hún tók að andæfa: „Ég hefi aldrei annað heyrt,“ sagði hún, „en syndlaust væri að halda á prjónum á föstudaginn langa. Ástæðan er fyrst og fremst sú, að Kristur klæddist sjálfur prjónakufli.“ Gamla konan var fastmælt. „Eyðslulíf Sæmundar og Sigríðar annars vegar og heimilislíf þitt hins vegar óska ég ekki að ræða við þig að þessu sinni, Grímur minn. Ég get þó ekki varizt þönkum og þrálátri hugsun um menn, sem sí og æ í orðum og æði minna mann á Fariseann, - eða þá söguna um bjálkann og flísina.“<br>
Nei, nú kannaðist Grímur bóndi við „allt sitt heimafólk“. Hann óskaði þess því ekki að halda þessu tali áfram, fyrst kerlingin var í þessu essinu. - Þó væri það ef til vill ómaksins vert að demba á hana eilitilli tilvitnun í guðsorð, því að jafnan hafði hún verið viðkvæm fyrir því: <br>
„Ekki óska ég að munnhöggvast við þig, Halldóra mín,“ sagði Grímur mjúkur í máli við gömlu konuna, „en minna vil ég þig á orð hins helga rits: „Varðveit þú hvíldardaginn að þú helgir hann. Ekkert verk skaltu á honum vinna.“ Og væri þá ekki úr vegi að minna þig á boðskap meistara Jóns, sem segir: „Það er hrópandi synd að brjóta hvíldardaginn með ónauðsynlegu erfiði. Sú synd bitnar á afkomendum okkar í þriðja og fjórða lið.“ Nú fannst Grími bónda, að hann hefði pálmann í höndunum, fyrst honum hugkvæmdust þessi orð hinna helgu rita og postillunnar. „Á, komdu þar, karlinn,“ anzaði gamla konan og brýndi röddina. „Ekki kann ég annað betur en þessi orð meistara Jóns Vídalíns: „Haf alltíð eitthvað að sýsla, svo að djöfullinn hitti þig ekki iðjulausan, því að iðjuleysi færir með sér lestina, menn læra illt að gjöra að gjöra ekkert,“ segir meistarinn sá, og mundi þér hollt að hafa þessi orð í huga, Grímur Gestsson, er þú slærð slöku við bjargræðisöflunina.“<br>
Grímur bóndi rölti hugsandi heim í kot sitt. Aldrei tókst honum að stinga upp í skass þetta með tilvitnun í sjálft guðsorðið, hugleiddi hann.<br>
Upp úr hádegi komu menn auga á dökkan depil innarlega á spegilsléttum firðinum. Allir á Hafnarbæjunum vissu, hvað það var. Þó gat helzt enginn stillt sig um að ganga út og skyggnast eftir deplinum. Hugsunin um komu valdsmannanna gagntók
Upp úr hádegi komu menn auga á dökkan depil innarlega á spegilsléttum firðinum. Allir á Hafnarbæjunum vissu, hvað það var. Þó gat helzt enginn stillt sig um að ganga út og skyggnast eftir deplinum. Hugsunin um komu valdsmannanna gagntók
hugi allra. Depillinn stækkaði brátt og skýrðist og hætti þá að vera það sem hann var í fyrstu. Þetta reyndist vera stór árabátur með nokkrum mönnum á.
hugi allra. Depillinn stækkaði brátt og skýrðist og hætti þá að vera það sem hann var í fyrstu. Þetta reyndist vera stór árabátur með nokkrum mönnum á.<br>
 
Grímur bóndi tók einn á móti gestunum í vörinni og brýndi með þeim bátnum. Aðrir bændur og búaliðar á Hafnarbæjunum héldu kyrru fyrir innan bæja, - létu sem þeir hefðu enga hugmynd um gestkomu í Hafnarvör. Þeir stungu hendi í eigin barm, - Sæmundur í dag, ef til vill þeir sjálfir á morgun. <br>
Grimur bóndi tók einn á móti gestunum í vörinni og brýndi með þeim bátnum. Aðrir bændur og búaliðar á Hafnarbæjunum héldu kyrru fyrir innan bæja, - létu sem þeir hefðu enga hugmynd um gestkomu í Hafnarvör. Þeir stungu hendi í eigin barm,
Menn komu á tveim öðrum bátum handan yfir fjörðinn til uppboðsins. Meðal þeirra var Þórður bóndi í Hlíð. Hann var gildur bóndi og útgerðarmaður og þótti vita lengra nefi sínu, meira að segja ýmislegt, sem öðrum var með öllu hulið.<br>
- Sæmundur í dag, ef til vill þeir sjálfir á morgun.  
Þórður bóndi tók þegar Sæmund bónda tali afsíðis og ræddust þeir við drykklanga stund.<br>
 
Hinn aldraði hreppstjóri afréð, að uppboðið skyldi fram fara í hinu tæmda hlöðurúmi Sæmundar bónda. Þangað skyldi búslóðin borin. <br>
Menn komu á tveim öðrum bátum handan yfir fjörðinn til uppboðsins. Meðal þeirra var Þórður bóndi í Hlíð. Hann var gildur bóndi og útgerðarmaður og þótti vita lengra nefi sínu, meira að segja ýmislegt, sem öðrum var með öllu hulið.
Umboðsmaður sýslumannsins og ríkisvaldsins tók upp úr tösku sinni hreppstjórahúfuna og setti á höfuð sér. Þá handlék hann lítinn tréhamar með myndugleik. Síðan náði hann sér í kassa, sem hann kaus að standa á úti í horni. Uppboðsritarinn varð að láta sér nægja tunnu undir bókina, en stól fékk hann til að sitja á.<br>
 
Þórður bóndi tók þegar Sæmund bónda tali afsíðis og ræddust þeir við drykklanga stund.
 
Hinn aldraði hreppstjóri afréð, að uppboðið skyldi fram fara í hinu tæmda hlöðurúmi Sæmundar bónda. Þangað skyldi búslóðin borin.  
 
Umboðsmaður sýslumannsins og ríkisvaldsins tók upp úr tösku sinni hreppstjórahúfuna og setti á höfuð sér. Þá handlék hann lítinn tréhamar með myndugleik. Síðan náði hann sér í kassa, sem hann kaus að standa á úti í horni. Uppboðsritarinn varð að láta sér nægja tunnu undir bókina, en stól fékk hann til að sitja á.
 
Öll börnin á Hafnarbæjunum, sem vettlingi gátu valdið, höfðu safnazt saman uppi á heystabbanum, sem eftir var þarna í hlöðu Sæmundar bónda. Þar datt hvorki af þeim né draup, þó að þau væru hart nær tuttugu talsins. Þessi samkunda gagntók
Öll börnin á Hafnarbæjunum, sem vettlingi gátu valdið, höfðu safnazt saman uppi á heystabbanum, sem eftir var þarna í hlöðu Sæmundar bónda. Þar datt hvorki af þeim né draup, þó að þau væru hart nær tuttugu talsins. Þessi samkunda gagntók
hug þeirra allra.  
hug þeirra allra. <br>
 
Inn í hlöðuna söfnuðust koffort og kistur, kirnur og koppar. Þar gat að líta gamla, skælda dragkistu úr stofu hjónanna og borð. Þarna voru kassar og amboð og fleiri áhöld.<br>
Inn í hlöðuna söfnuðust koffort og kistur, kirnur og koppar. Þar gat að líta gamla, skælda dragkistu úr stofu hjónanna og borð. Þarna voru kassar og amboð og fleiri áhöld.
Brátt hafði nær öll búslóð þeirra hjóna verið borin inn í hlöðuna, og svo nær gengið, sem lög frekast leyfðu.<br>
Lítill slægur virtist uppboðsgestum í munum þessum. Sigurður kaupmaður keypti flesta þessa hluti eða aðrir honum handgengir. <br>
Enginn sá Sæmundi bónda brugðið, meðan búslóðin var boðin upp, enda var hann hæglætismaður og skapdeigur sögðu þeir, sem bezt þekktu hann. Sigríður húsfreyja var hins vegar gustmikil, svo að pils fuku, og sýndist nú barmurinn bústnari en venjulega. Var sem gneistaði úr augum hennar.<br>
Óeirð leyndi sér ekki með Sigurði kaupmanni. Hann var meðalmaður á hæð, gildvaxinn nokkuð og sköllóttur aftur á hnakka. Yfirvararskeggið var svart, mikið og vel hirt, - snúið við vanga beggja vegna. Hökutopp hafði hann að fyrirmannasið. Þarna stóð hann í hlöðunni með harða hattinn sinn í annarri hendinni og silfurbúna göngustafinn í hinni. Lotinn var hann nokkuð og ellilegur virtist hann, - kominn fast að sextugu.<br>
Þegar hefja skyldi uppboðið á bústofninum, sem var ein kýr, 42 ær og 8 lömb, snaraðist Sigríður húsfreyja inn í hlöðuna með asa miklum. Bregður hún þegar trékollu undan svuntu sinni, hvolfir henni yfir höfuð Sigurði kaupmanni og þrýstir að: „Skaltu það muna, mannskratti, meðan þú lifir, að kona hefur krýnt þig kollu þessari.“ Það var sem húsfreyjan skyrpti þessum orðum út úr sér.
[[Mynd: Skaltu það muna.jpg|left|thumb|500px|
''„Skaltu það muna, meðan þú lifir, mannskratti, að kona hefur krýnt þig kollu þessari.“'']]
„Hvert skauð á sína kerling, stendur þar,“ sagði Sigurður kaupmaður, laut höfði og hugðist láta kolluna falla af skalla sér. En hún reyndist sitja föst. Varð hann því að leggja frá sér staf til þess að hafa hendur á „pottloki“ þessu. Ýmsir viðstaddir snéru sér til veggjar og sumir héldu þá kíma í kampinn. – Trékollan reyndist gagnsósa mjög og daunill.<br>
Þögn sló á „þingheim“. Vandræðalegastur var hreppstjórinn, þar sem hann stóð með hamarinn og hreppstjórahúfuna, alskeggjaður öldungur, kænn og kurteis. Hann hafði samúð með fátæklingum byggðarinnar. Það hafði hann þrásinnis sýnt í verki. En þetta fannst honum ganga of langt. Sú hugsun duldist ekki í svip hans. Sigurður kaupmaður tók til máls og bað menn minnast. Kvaðst hann mundi leita réttar síns um þann atburð, sem hér hefði átt sér stað, og krefjast þyngstu miskabóta. Svo snéri hann máli sínu til Sigríðar húsfreyju, sem stóð þarna hnarreist með hendur á mjöðmum miklum, því að hún var hvorki mittismjó né mjaðmaskroppin, og leiddi óvin sinn sindrandi sjónum.<br>
„Yður hefði verið sæmra, frú Sigríður,“ sagði kaupmaðurinn ískaldri röddu, „að hvetja bónda yðar til að standa í skilum við velgjörðarmann yðar beggja hjóna, heldur en svívirða hann hér í dag.“ - „Ég er ekkert helvítis kálfsiður,“ hvæsti Sigríður húsfreyja út úr sér og snaraðist út úr hlöðunni.<br>
Þegar Sigurður kaupmaður hafði þvegið sér og endurnýjað morgunsnyrtingu sína, var uppboðinu haldið áfram og hafin sala á bústofninum. <br>
Kýrin var slegin Þórði bónda í Hlíð. Þóttust allir vita, í hvaða tilgangi hann lét hana ekki ganga úr greipum sér, þótt kaupmaðurinn sjálfur sækti ákaft boðið á móti honum, svo kunnur var Þórður bóndi að drengskap, hjálpsemi og höfðingslund.<br>
Ekki fundust fleiri ær í eigu Sæmundar en 35 talsins. Þrem lömbum var þar einnig vant frá því sem til skilið var í veðbréfinu.<br>
Sigurður kaupmaður lýsti þegar yfir því, að hann þyldi það ekki bótalaust, að sá bústofn, sem honum hafði verið veðsettur, kæmi ekki allur til skila til uppboðsins. Hann kvaðst  því leita réttar síns, einnig um þetta, svo fljótt sem því yrði við komið.<br>
Nú óskaði Þórður bóndi í Hlíð að mega sjá veðbréfið. Hreppstjórinn bauð, að svo skyldi vera. Dró því Sigurður kaupmaður afrit þess upp úr brjóstvasa sínum, - og með semingi þó.<br>
Þórður bóndi las skjalið og hugði vandlega að gerð þess og áritunum. Þá óskaði bóndinn í Hlíð að segja nokkur orð í heyranda hljóði með leyfi uppboðshaldara. Hreppstjórinn taldi honum það heimilt.<br>
Bóndi sagði: „Mér mun aldrei úr minni líða sá atburður, er ég og við öll höfum hér verið vottar að: Sárafátæk hjón með fullan bæ barna skulu sviftast hér öllu bjargræði með aleigumissi. - Grun hef ég um það, hreppstjóri, að þetta uppboð sé með öllu lögleysa ein, þó að það sé án þinnar vitundar. Ef til vill hefur það einhverntíma átt sér stað, að Sigurði kaupmanni Hallssyni hafi tekizt að fá Sæmund bónda Björnsson hér í Höfn til þess að handsala sér eigin nafni undir skjal þetta, en Sæmundur er með öllu óskrifandi. Hitt fullyrði ég, að samkvæmt gildandi landslögum er sú handsölun með öllu ólöglega af hendi innt. Ég þori að fullyrða og legg þar við æru mína, að nöfn vitundarvotta eru skráð á skjalið falsaðri hendi. Guðrún Sighvatsdóttir, sem á að vera annar vitundarvotturinn, var hjá mér vinnukona í fjögur ár, og var hún þá gjörsamlega óskrifandi. Þykir mér það mjög með ólíkindum, að hún hafi lært að skrifa skýra snarhönd, síðan hún réðst vinnukona til Sigurðar kaupmanns. Óskrifandi var hún í fyrra. Það er mér af sérstökum atburði kunnugt um. Í annan stað kannast ég ekki við rithönd Finnboga Jörundssonar, þar sem hann er skráður annar vitundarvotturinn á veðbréfið. - Af þessum ástæðum og ýmsum öðrum, sem ég hirði ekki um að greina frá hér, mun ég taka að mér að krefjast rannsóknar á þessu máli öllu og sækja Sigurð kaupmann Hallsson til saka um fölsun, lagabrot og pretti í viðskiptum. Mun ég og þá jafnframt kæra það ofbeldisverk og þá lögleysu, er hann á þorra í vetur lét sækja hingað í hlöðu Sæmundar bónda nokkra hestburði af heyi gegn vilja og leyfi Sæmundar sjálfs. Til þess brast Sigurð kaupmann lagalegan rétt, enda þótt meint væri, að bústofn þeirra hjóna væri veðsettur kaupmanni með fóðurbirgðum, sem þá einvörðungu skyldu notaðar til lífs og framfærslu bústofninum sjálfum. Með þessu ofbeldisverki neyddi Sigurður kaupmaður Sæmund bónda til þess að skerða bústofn sinn á aflíðandi vetri, sem nam heybirgðum þeim, sem Sigurður kaupmaður lét taka úr hlöðu Sæmundar ófrjálsri hendi. Mun slíkur verknaður mega heimfærast undir rán samkvæmt gildandi landslögum og liggja þungar refsingar við að fremja slíkan verknað eða vera valdur að honum. Um aldir hefur íslenzk bændastétt mátt þola ofbeldi, kúgun og rangsleitni vissra valdastétta í þessu þjóðfélagi. Mál er til þess komið, að þvílíku linni.“<br>
Þegar Þórður bóndi hafði lokið máli sínu, ríkti um stund dauðakyrrð með uppboðssamkundunni. Menn litu hver á annan. Enginn virtist þar ósnortinn.<br>
Loks rauf hreppstjórinn þögnina. Hann æskti þess, að þeir þremenningarnir, hann sjálfur, Sigurður kaupmaður og Þórður bóndi í Hlíð mættu fá tóm til þess að ræða saman í einrúmi.<br>
Að þeim fundi loknum var uppboðið lýst ógilt og öll mál látin niður falla. Var þá sem þungu fargi væri létt af þingheimi, nema einum bóndanum. Hann var líka sá eini af Hafnarbændunum, sem ekki fylgdi uppboðsgestunum í vörina, er þeir ýttu frá landi og héldu heim.<br>
Sambýlisbændur Gríms bónda Gestssonar í Höfn stungu saman nefjum og kímdu, er þeir höfðu kvatt uppboðsgestina og árnað þeim fararheilla heim. „Nú er Bleik brugðið,“ sögðu þeir. „Hvað segir nú meistari Jón?“


Brátt hafði nær öll búslóð þeirra hjóna verið borin inn í hlöðuna, og svo nær gengið, sem lög frekast leyfðu.
::::::::::::::::::[[Þorsteinn Þ. Víglundsson|''Þ.Þ.V.'']]


Lítill slægur virtist uppboðsgestum í munum þessum. Sigurður kaupmaður keypti flesta þessa hluti eða aðrir honum handgengir.
                              ——————————————————————


Enginn sá Sæmundi bónda brugðið, meðan búslóðin var boðin upp, enda var hann hæglætismaður og skapdeigur sögðu þeir, sem bezt þekktu hann. Sigríður húsfreyja var hins vegar gustmikil, svo að pils fuku, og sýndist nú barmurinn bústnari en venjulega. Var sem gneistaði úr augum hennar.
<center>[[Mynd: Brunarústirnar af Kumbalda.jpg|ctr|400px]]</center>


Óeirð leyndi sér ekki með Sigurði kaupmanni. Hann var meðalmaður á hæð, gildvaxinn nokkurð og sköllóttur aftur á hnakka. Yfirvararskeggið var svart, mikið og vel hirt, - snúið við vanga beggja vegna. Hökutopp hafði hann að fyrirmannasið. Þarna stóð hann í hlöðunni með harða hattinn sinn í annarri hendinni og silfurbúna göngustafinn í hinni. Lotinn var hann nokkuð og ellilegur virtist hann, - kominn fast að sextugu.
Þegar hefja skyldi uppboðið á bústofninum, sem var ein kýr, 42 ær og 8 lömb, snaraðist Sigríður húsfreyja inn í hlöðuna með asa miklum. Bregður hún þegar trékollu undan svuntu sinni, hvolfir henni yfir höfuð Sigurði kaupmanni og þrýstir að: „Skaltu það muna, mannskratti, meðan þú lifir, að kona hefur krýnt þig kollu þessari“. Það var sem húsfreyjan skyrpti þessum orðum úr sér.
„Hvert skauð á sína kerling, stendur þar“, sagði Sigurður kaupmaður, laut höfði og hugðist láta kolluna falla af skalla sér. En hún reyndist sitja föst. Varð hann því að leggja frá sér staf til þess að hafa hendur á „pottloki“ þessu. Ýmsir viðstaddir snéru sér til veggja og sumir héldu þá kíma í kampinn. – Trékollan reyndist gagnsósa mjög og daunill.
Þögn sló á „þingheim“. Vandræðalegastur var hreppstjórinn, þar sem hann stóð með hamarinn og hreppstjórahúfuna, alskeggjaður öldungur, kænn og kurteis. Hann hafði samúð með fátæklingum byggðarinnar. Það hafði hann þrásinnis sýnt í verki. En þetta fannst honum ganga of langt. Sú hugsun duldist ekki í svip hans. Sigurður kaupmaður tók til máls og bað menn minnast. Kvaðst hann mundi leita réttar síns um þann atburð, sem hér hefði átt sér stað, og krefjast þyngstu miskabóta. Svo snéri hann máli sínu til Sigríðar húsfreyju, sem stóð þarna hnarreist með hendur á mjöðmum miklum, því að hún var hvorki mittismjó né mjaðmaskroppin, og leiddi óvin sinn sindrandi sjónum.
„Yður hefði verið sæmra, frú Sigríður,“ sagði kaupmaðurinn ískaldri röddu, „að hvetja bónda yðar til að standa í skilum við velgjörðarmann yðar beggja hjóna, heldur en svívirða hann hér í dag.“ - „Ég er ekkert helvítis kálfsiður,“ hvæsti Sigríður húsfreyja út úr sér og snaraðist út úr hlöðunni.
Þegar Sigurður kaupmaður hafði þvegið sér og endurnýjað morgunsnyrtingu sína, var uppboðinu haldið áfram og hafin sala á bústofninum.
Kýrin var slegin Þórði bónda í Hlíð. Þóttust allir vita, í hvaða tilgangi hann lét hana ekki ganga úr greipum sér, þótt kaupmaðurinn sjálfur sækti ákaft boðið á móti honum, svo kunnur var Þórður bóndi drengskap, hjálpsemi og höfðingslund.
Ekki fundust fleiri ær í eigu Sæmundar en 35 talsins. Þrem lömbum var þar einnig vant frá því sem til skilið var í veðbréfinu.
Sigurður kaupmaður lýsti þegar yfir því, að hann þyldi það ekki bóta að laust, að sá bústofn, sem honum hafði verið veðsettur, kæmi ekki allur til skila til uppboðsins. Hann kvaðst  því leita réttar síns, einnig um þetta, svo fljótt sem því yrði við komið.
Nú óskaði Þórður bóndi í Hlíð að mega sjá veðbréfið. Hreppstjórinn bauð, að svo skyldi vera. Þró því Sigurður kaupmaður afrit þess upp úr brjóstvasa sínum, - og með semingi þó.
Þórður bóndi las skjalið og hugði vandlega að gerð þess og áritunum. Þá óskaði bóndinn í Hlíð að segja nokkur orð í heyranda hljóði með leyfi uppboðshaldara. Hreppstjórinn taldi honum það heimilt.
Bóndi sagði: „Mér mun aldrei úr minni líða sá atburður, er ég og við öll höfum hér verið vottar að: Sárafátæk hjón með fullan bæ barna skulu sviftast hér öllu bjargræði með aleigumissi. - Grun hef ég um það, hreppstjóri, að þetta uppboð sé með öllu lögleysa ein, þó að það sé án þinnar vitundar. Ef til vill hefur það einhverntíma átt sér stað, að Sigurði kaupmanni Hallssyni hafi tekizt að fá Sæmund bónda Bjtirnsson hér í Höfn til þess að handsala sér eigin nafni undir skjal þetta, en Sæmundur er með öllu óskrifandi. Hitt fullyrði ég, að samkvæmt gildandi landslögum er sú handsölun með öllu ólöglega af hendi innt. Ég þori að fullyrða og legg þar við æru mína, að nöfn vitundarvotta eru skráð á skjalið falsaðir hendi. Guðrún Sighvatsdóttir, sem á að vera annar vitundarvotturinn, var hjá mér vinnukona í fjögur ár, og var hún þá gjörsamlega óskrifandi. Þykir mér það mjög með ólíkindum, að hún hafi lært að skrifa skýra snarhönd, síðan hún réðst vinnukona til Sigurðar kaupmanns. Óskrifandi var hún í fyrra. Það er mér af sérstökum atburði kunnugt um. Í annan stað kannast ég ekki við rithönd Finnboga Jörundssonar, þar sem hann er skráður annar vitundarvotturinn á veðbréfið. - Af þessum ástæðum og ýmsum öðrum, sem ég hirði ekki um að greina frá hér, mun ég taka að mér að kref jast rannsóknar á þessu máli öllu og sækja Sigurð kaupmann Hallsson til saka um fölsun, lagabrot og pretti í viðskiptum. Mun ég og þá jafnframt kæra það ofbeldisverk og þá lögleysu, er hann á þorra í vetur lét sækja hingað í hlöðu Sæmundar bónda nokkra hestburði af heyi gegn vilja og leyfis Sæmundar sjálfs. Til þess brast Sigurð kaupmann lagalegan rétt, enda þátt meint væri, að bústofn þeirra hjóna væri veðsettur kaupmanni með fóðurbirgðum, sem þá einvörðungu skyldu notaðar til lífs og framfærslu bústofninum sjálfum. Með þessu ofbeldisverki neyddi Sigurður kaupmaður Sæmund bónda til þess að skerða bústofn sinn á aflíðandi vetri, sem nam heybirgðum þeim, sem Sigurður kaupmaður lét taka úr hlöðu Sæmundar ófrjálsri hendi. Mun slíkur verknaður mega heimfærast undir rán samkvæmt gildandi landslögum og liggja þungar refsingar við að fremja slíkan verknað eða vera valdur að honum. Um aldir hefur íslenzk bændastétt mátt þola ofbeldi, kúgun og rangsleitni vissra valda stétta í þessu þjóðfélagi. Mál er til þess komið, að þvílíku linni.“
Þegar Þórður bóndi hafði lokið máli sínu, ríkti um stund dauðakyrrð með uppboðssamkundunni. Menn litu hver á annan. Enginn virtist þar ósnortinn.
Loks rauf hreppstjórinn þögnina. Hann æskti þess, að þeir þremenningarnir, hann sjálfur, Sigurður kaupmaður og Þórður bóndi í Hlíð mættu fá tóm til þess að ræða saman í einrúmi.
Að þeim fundi loknum var uppboðið lýst ógilt og öll mál látin niður falla. Var þá sem þungu fargi væri létt af þingheimi, nema einum bóndanum. Hann var líka sá eini af Hafnarbændunum, sem ekki fylgdi uppboðsgestunum í vörina, er þeir ýttu frá landi og héldu heim.
Sambýlisbændur Gríms bónda Gestssonar í Höfn stungu saman nefjum og kímdu, er þeir höfðu kvatt uppboðsgestina og árnað þeim fararheilla heim. „Nú er Bleik brugðið,“ sögðu þeir. „Hvað segir nú meistari Jón?“


[[Þorsteinn Víglundsson|Þ.Þ.V.]]
<center>''Brunarústirnar af [[Kumbaldi|Kumbalda]] eftir brunann mikla í Eyjum aðfaranótt 8. janúar 1950.''</center>


{{Blik}}
{{Blik}}

Núverandi breyting frá og með 21. september 2010 kl. 15:45

Efnisyfirlit Bliks 1969


ÞORSTEINN Þ. VÍGLUNDSSON:


Uppboðið í Fjarðarfirði
(Saga)


Sólin gyllti Þrælatindinn um dagmálabilið og hellti geislum sínum yfir Súluna breiða og bunguvaxna. Að undanförnu hafði sólin verið að hænufeta sig niður hæðardrögin. Loks náði hún að skína á gluggana í Höfn, sem er margbýli yzt við hinn mjóa og langa Fjarðarfjörð, sem skerst inn í miðbik Austurlandsins.
Fólkið í Höfn hafði gert sér dagamun við komu sólarinnar á gluggana, svo sem venja var, - hafði drukkið lummukaffi. Aðeins ein húsfreyja af fimm þarna á Hafnarbæjunum hafði þótzt hafa efni á því að sáldra sykri út á lummurnar handa heimilisfólkinu. Það var húsfreyjan Sigríður, kona Sæmundar bónda í Innri-Norðurbænum.
Grímur bóndi á Nyrðri-Útpartinum steig út úr bæjardyrunum sínum, út í tært morgunloftið. Hann snéri sér þegar gegn austri og signdi sig, eins og amma hans hafði kennt honum. Síðan rölti gamli maðurinn upp að lambhúsinu sínu með pokaskjatta í handarkrikanum. - „Blíðviðri í dag, - sléttur sjór, mari í lofti, svo að þeyjar snjór um jörð.“ Grímur bóndi fann til þægindakenndar við þessar hugsanir. Marinn vakti honum þær vonir, að ekki þyrfti hann á þessum vetri að leita til sambýlismanna sinna um hey handa bústofninu fyrr en seint á einmánuði, ef hlákan héldist um sinn. - „Já, rétt er nú það, þeir koma í dag,“ kom Grími bónda í hug. „Alltaf er heppnin með þeim ríku og valdamiklu.“
Þessir þeir voru kaupmaðurinn og hreppstjórinn, sem áttu nú yfir fjörðinn að sækja úr þorpinu út að Höfn til þess að halda þar uppboð á allri búslóð og öllum bústofni eins bóndans til greiðslu á verzlunarskuld við Sigurð kaupmann. Uppboðið hafði verið undirbúið og auglýst með löglegum fyrirvara, og í dag var sem sé uppboðsdagurinn.
Þegar Grímur bóndi hafði lokið við að hára fénu, rölti hann inn í Syðri-Útpartinn til þess að fá sér morgunkaffið hjá nágrannanum. Það hafði hann gert öðru hvoru um árabil að vetrinum að minnsta kosti. Það sparaði kaffidreitilinn og sykurögnina hjá honum heima og drap tímann, því að þarna dvaldist honum oft lengi morguns við skraf og skeggræður í baðstofunni hjá gömlu konunum, meðan karlmenn þar voru að störfum úti við.
„Jæja, þá koma þeir í dag,“ sagði Grímur bóndi og nuddaði niður á botninn í tóbakskyllinum nokkur tóbakskorn úr börmum hans. „Tóbakslaus, kaffilaus, sykurlaus, allslaus,“ hugsaði hann, „ekki skal það á mig bíta.“
„Alltaf hafa kaupmenn og aðrir valdamenn og ríkisbubbar byr, hvert sem þeir óska að sisa,“ sagði Grímur og saug síðustu tóbakskornin upp í hana mjónu sína.
„Ójá, það hefði svo gjarnan mátt vera stólparok í dag og næstu daga til þess að varna þessum gestum hingað út eftir. Þeir verða hér engir aufúsugestir, kaupmaðurinn og hreppstjórinn.“ Það var Halldóra gamla á níræðisaldrinum, sem varð fyrir svörunum.
„Hvað verður svo um blessunina hana Sigríði mína og hann Sæmund og öll börnin, þegar búslóðin er seld og bústofninn horfinn?“ spurði Katrín húsfreyja döpur í bragði. „Sveitarstjórninni ber skylda til að ráðstafa þeim öllum saman,“ sagði Grímur bóndi. „Hún dreifir þeim út um hvippinn og hvappinn. - En hver mundi treysta sér til að hýsa Sigríði, þann herjans svark?“ sagði Grímur, um leið og hann hvolfdi í sig síðustu lögginni úr stóra kaffibollanum.
Halldóra gamla réri fram í gráðið þungbúin og þegjandi.
„Þyngst veitist okkur mannskepnunum að setja okkur í spor meðbræðranna,“ sagði Katrín húsfreyja hugsandi.
„Læt ég það nú vera,“ sagði Grímur, „flestir vita það orðið, að þeim ber skylda til að hjálpa náunganum, séu þeir aflögufærir, en það er ég ekki, svo að ég tali fyrir mig. En ekki eru allar syndir guði að kenna, leyfi ég mér að fullyrða. Það veit ég. Og þeim í koll kemur, sem brjóta blessuð boðorðin og syndga gegn guðs og manna lögum. Illur fengur illa forgengur, stendur þar, og margt handtakið hefur Sæmundur nágranni okkar tekið á sunnudögum og öðrum helgidögum, þegar við eigum að hvíla samkvæmt boðum helgra rita. Því segi ég það, að nú er komið að skuldadögum hjá þeim hjónum. Enda er mér það enn í fersku minni, er ég í fyrra sá og vissi Sigríði sitja við prjóna allan síðari hluta föstudagsins langa. Slík háðung á helgum degi hlýtur að ala sín eftirköst og stýrir ekki góðri lukku, ef ég veit rétt.“
Strokan stóð úr Grími bónda eins og tappi væri tekinn úr keraldi, þar sem þrýstingurinn er nógur inni fyrir. Og Grímur bóndi hélt áfram að hella úr skálunum: „Síðan þau Sæmundur og Sigríður fluttu hingað, hefi ég veitt búskaparháttum þeirra athygli. Eyðslan og óráðsían á heimilinu er alveg gegndarlaus. Þar eru t.d. notuð tvö pund af kaffi frá veturnóttum til nýjárs, þegar við Jórunn látum eitt nægja. Svo er það einnig um sykurinn. Í þeim efnum tvöföld eyðsla á við okkur. Á sama tíma eyðist hjá þeim þrír eldspýtnastokkar, þegar okkur dugar einn. Og ég verð rétt að segja það, að ég sé enga þörf á því, að kona, sem alltaf dvelur innan bæjarveggjanna, gangi í tveim pilsum. Skyldi ekki ytra pilsið vera harla nóg? Hnjáskjólin eru þá alveg eins óþarfaflíkur, að ég nú ekki tali um geirabrækurnar. Allt er þetta eyðsla umfram þarfir. Þið vitið það, að ég hefi aldrei leyft Jórunni slíkt bruðl í daglega lífinu, enda búum við skuldlaus að kalla, óttalaus og frjáls gagnvart valdi kaupmannsins. Frelsi met ég meira en föt. Og svo er það þessi eina bók, sem til er á heimilinu þeirra og þau liggja í sýknt og heilagt, þessi Gísla saga Súrssonar, sá béaður bóklestur, meðan við hin lesum heilagt guðsorð í ritningunni, hugvekjum og húspostillum með sálmasöng og sætum versum. Er nokkur furða, þótt slíkt fólk fái að súpa beiskt seyðið af sjálfu sér og verkum sínum?“
Katrín húsfreyja gekk þegjandi út úr baðstofunni. Hún óskaði ekki nú að eyða orðum á Grím bónda. Hún þekkti hann svo vel eftir langt sambýli í Höfn. Hún hafði fundið til með Jórunni konu hans, þeirri öðlingskonu. Jafnan hafði hún lánað Jórunni kaffi í könnuna og sykur með, þegar flest var gengið til þurrðar hjá henni og lánsreikningurinn hjá kaupmanninum lokaður. Jórunn skuldaði því kaffiögnina og sykurlúsina, þegar Grímur þandi sig hvað mest og státaði af sparseminni og nægjuseminni og prédikaði hvort tveggja af sæld og sjálfumgleði. Friður nábýlisins hafði til þessa verið Katrínu húsfreyju og fólki hennar fyrir öllu, - en fátt leynist fyrir nágrönnum í löngu sambýli.
Þessi andi Gríms bónda var einnig ógeðfelldur Halldóru gömlu. Hún tók að andæfa: „Ég hefi aldrei annað heyrt,“ sagði hún, „en syndlaust væri að halda á prjónum á föstudaginn langa. Ástæðan er fyrst og fremst sú, að Kristur klæddist sjálfur prjónakufli.“ Gamla konan var fastmælt. „Eyðslulíf Sæmundar og Sigríðar annars vegar og heimilislíf þitt hins vegar óska ég ekki að ræða við þig að þessu sinni, Grímur minn. Ég get þó ekki varizt þönkum og þrálátri hugsun um menn, sem sí og æ í orðum og æði minna mann á Fariseann, - eða þá söguna um bjálkann og flísina.“
Nei, nú kannaðist Grímur bóndi við „allt sitt heimafólk“. Hann óskaði þess því ekki að halda þessu tali áfram, fyrst kerlingin var í þessu essinu. - Þó væri það ef til vill ómaksins vert að demba á hana eilitilli tilvitnun í guðsorð, því að jafnan hafði hún verið viðkvæm fyrir því:
„Ekki óska ég að munnhöggvast við þig, Halldóra mín,“ sagði Grímur mjúkur í máli við gömlu konuna, „en minna vil ég þig á orð hins helga rits: „Varðveit þú hvíldardaginn að þú helgir hann. Ekkert verk skaltu á honum vinna.“ Og væri þá ekki úr vegi að minna þig á boðskap meistara Jóns, sem segir: „Það er hrópandi synd að brjóta hvíldardaginn með ónauðsynlegu erfiði. Sú synd bitnar á afkomendum okkar í þriðja og fjórða lið.“ Nú fannst Grími bónda, að hann hefði pálmann í höndunum, fyrst honum hugkvæmdust þessi orð hinna helgu rita og postillunnar. „Á, komdu þar, karlinn,“ anzaði gamla konan og brýndi röddina. „Ekki kann ég annað betur en þessi orð meistara Jóns Vídalíns: „Haf alltíð eitthvað að sýsla, svo að djöfullinn hitti þig ekki iðjulausan, því að iðjuleysi færir með sér lestina, menn læra illt að gjöra að gjöra ekkert,“ segir meistarinn sá, og mundi þér hollt að hafa þessi orð í huga, Grímur Gestsson, er þú slærð slöku við bjargræðisöflunina.“
Grímur bóndi rölti hugsandi heim í kot sitt. Aldrei tókst honum að stinga upp í skass þetta með tilvitnun í sjálft guðsorðið, hugleiddi hann.
Upp úr hádegi komu menn auga á dökkan depil innarlega á spegilsléttum firðinum. Allir á Hafnarbæjunum vissu, hvað það var. Þó gat helzt enginn stillt sig um að ganga út og skyggnast eftir deplinum. Hugsunin um komu valdsmannanna gagntók hugi allra. Depillinn stækkaði brátt og skýrðist og hætti þá að vera það sem hann var í fyrstu. Þetta reyndist vera stór árabátur með nokkrum mönnum á.
Grímur bóndi tók einn á móti gestunum í vörinni og brýndi með þeim bátnum. Aðrir bændur og búaliðar á Hafnarbæjunum héldu kyrru fyrir innan bæja, - létu sem þeir hefðu enga hugmynd um gestkomu í Hafnarvör. Þeir stungu hendi í eigin barm, - Sæmundur í dag, ef til vill þeir sjálfir á morgun.
Menn komu á tveim öðrum bátum handan yfir fjörðinn til uppboðsins. Meðal þeirra var Þórður bóndi í Hlíð. Hann var gildur bóndi og útgerðarmaður og þótti vita lengra nefi sínu, meira að segja ýmislegt, sem öðrum var með öllu hulið.
Þórður bóndi tók þegar Sæmund bónda tali afsíðis og ræddust þeir við drykklanga stund.
Hinn aldraði hreppstjóri afréð, að uppboðið skyldi fram fara í hinu tæmda hlöðurúmi Sæmundar bónda. Þangað skyldi búslóðin borin.
Umboðsmaður sýslumannsins og ríkisvaldsins tók upp úr tösku sinni hreppstjórahúfuna og setti á höfuð sér. Þá handlék hann lítinn tréhamar með myndugleik. Síðan náði hann sér í kassa, sem hann kaus að standa á úti í horni. Uppboðsritarinn varð að láta sér nægja tunnu undir bókina, en stól fékk hann til að sitja á.
Öll börnin á Hafnarbæjunum, sem vettlingi gátu valdið, höfðu safnazt saman uppi á heystabbanum, sem eftir var þarna í hlöðu Sæmundar bónda. Þar datt hvorki af þeim né draup, þó að þau væru hart nær tuttugu talsins. Þessi samkunda gagntók hug þeirra allra.
Inn í hlöðuna söfnuðust koffort og kistur, kirnur og koppar. Þar gat að líta gamla, skælda dragkistu úr stofu hjónanna og borð. Þarna voru kassar og amboð og fleiri áhöld.
Brátt hafði nær öll búslóð þeirra hjóna verið borin inn í hlöðuna, og svo nær gengið, sem lög frekast leyfðu.
Lítill slægur virtist uppboðsgestum í munum þessum. Sigurður kaupmaður keypti flesta þessa hluti eða aðrir honum handgengir.
Enginn sá Sæmundi bónda brugðið, meðan búslóðin var boðin upp, enda var hann hæglætismaður og skapdeigur sögðu þeir, sem bezt þekktu hann. Sigríður húsfreyja var hins vegar gustmikil, svo að pils fuku, og sýndist nú barmurinn bústnari en venjulega. Var sem gneistaði úr augum hennar.
Óeirð leyndi sér ekki með Sigurði kaupmanni. Hann var meðalmaður á hæð, gildvaxinn nokkuð og sköllóttur aftur á hnakka. Yfirvararskeggið var svart, mikið og vel hirt, - snúið við vanga beggja vegna. Hökutopp hafði hann að fyrirmannasið. Þarna stóð hann í hlöðunni með harða hattinn sinn í annarri hendinni og silfurbúna göngustafinn í hinni. Lotinn var hann nokkuð og ellilegur virtist hann, - kominn fast að sextugu.
Þegar hefja skyldi uppboðið á bústofninum, sem var ein kýr, 42 ær og 8 lömb, snaraðist Sigríður húsfreyja inn í hlöðuna með asa miklum. Bregður hún þegar trékollu undan svuntu sinni, hvolfir henni yfir höfuð Sigurði kaupmanni og þrýstir að: „Skaltu það muna, mannskratti, meðan þú lifir, að kona hefur krýnt þig kollu þessari.“ Það var sem húsfreyjan skyrpti þessum orðum út úr sér.

„Skaltu það muna, meðan þú lifir, mannskratti, að kona hefur krýnt þig kollu þessari.“

„Hvert skauð á sína kerling, stendur þar,“ sagði Sigurður kaupmaður, laut höfði og hugðist láta kolluna falla af skalla sér. En hún reyndist sitja föst. Varð hann því að leggja frá sér staf til þess að hafa hendur á „pottloki“ þessu. Ýmsir viðstaddir snéru sér til veggjar og sumir héldu þá kíma í kampinn. – Trékollan reyndist gagnsósa mjög og daunill.
Þögn sló á „þingheim“. Vandræðalegastur var hreppstjórinn, þar sem hann stóð með hamarinn og hreppstjórahúfuna, alskeggjaður öldungur, kænn og kurteis. Hann hafði samúð með fátæklingum byggðarinnar. Það hafði hann þrásinnis sýnt í verki. En þetta fannst honum ganga of langt. Sú hugsun duldist ekki í svip hans. Sigurður kaupmaður tók til máls og bað menn minnast. Kvaðst hann mundi leita réttar síns um þann atburð, sem hér hefði átt sér stað, og krefjast þyngstu miskabóta. Svo snéri hann máli sínu til Sigríðar húsfreyju, sem stóð þarna hnarreist með hendur á mjöðmum miklum, því að hún var hvorki mittismjó né mjaðmaskroppin, og leiddi óvin sinn sindrandi sjónum.
„Yður hefði verið sæmra, frú Sigríður,“ sagði kaupmaðurinn ískaldri röddu, „að hvetja bónda yðar til að standa í skilum við velgjörðarmann yðar beggja hjóna, heldur en svívirða hann hér í dag.“ - „Ég er ekkert helvítis kálfsiður,“ hvæsti Sigríður húsfreyja út úr sér og snaraðist út úr hlöðunni.
Þegar Sigurður kaupmaður hafði þvegið sér og endurnýjað morgunsnyrtingu sína, var uppboðinu haldið áfram og hafin sala á bústofninum.
Kýrin var slegin Þórði bónda í Hlíð. Þóttust allir vita, í hvaða tilgangi hann lét hana ekki ganga úr greipum sér, þótt kaupmaðurinn sjálfur sækti ákaft boðið á móti honum, svo kunnur var Þórður bóndi að drengskap, hjálpsemi og höfðingslund.
Ekki fundust fleiri ær í eigu Sæmundar en 35 talsins. Þrem lömbum var þar einnig vant frá því sem til skilið var í veðbréfinu.
Sigurður kaupmaður lýsti þegar yfir því, að hann þyldi það ekki bótalaust, að sá bústofn, sem honum hafði verið veðsettur, kæmi ekki allur til skila til uppboðsins. Hann kvaðst því leita réttar síns, einnig um þetta, svo fljótt sem því yrði við komið.
Nú óskaði Þórður bóndi í Hlíð að mega sjá veðbréfið. Hreppstjórinn bauð, að svo skyldi vera. Dró því Sigurður kaupmaður afrit þess upp úr brjóstvasa sínum, - og með semingi þó.
Þórður bóndi las skjalið og hugði vandlega að gerð þess og áritunum. Þá óskaði bóndinn í Hlíð að segja nokkur orð í heyranda hljóði með leyfi uppboðshaldara. Hreppstjórinn taldi honum það heimilt.
Bóndi sagði: „Mér mun aldrei úr minni líða sá atburður, er ég og við öll höfum hér verið vottar að: Sárafátæk hjón með fullan bæ barna skulu sviftast hér öllu bjargræði með aleigumissi. - Grun hef ég um það, hreppstjóri, að þetta uppboð sé með öllu lögleysa ein, þó að það sé án þinnar vitundar. Ef til vill hefur það einhverntíma átt sér stað, að Sigurði kaupmanni Hallssyni hafi tekizt að fá Sæmund bónda Björnsson hér í Höfn til þess að handsala sér eigin nafni undir skjal þetta, en Sæmundur er með öllu óskrifandi. Hitt fullyrði ég, að samkvæmt gildandi landslögum er sú handsölun með öllu ólöglega af hendi innt. Ég þori að fullyrða og legg þar við æru mína, að nöfn vitundarvotta eru skráð á skjalið falsaðri hendi. Guðrún Sighvatsdóttir, sem á að vera annar vitundarvotturinn, var hjá mér vinnukona í fjögur ár, og var hún þá gjörsamlega óskrifandi. Þykir mér það mjög með ólíkindum, að hún hafi lært að skrifa skýra snarhönd, síðan hún réðst vinnukona til Sigurðar kaupmanns. Óskrifandi var hún í fyrra. Það er mér af sérstökum atburði kunnugt um. Í annan stað kannast ég ekki við rithönd Finnboga Jörundssonar, þar sem hann er skráður annar vitundarvotturinn á veðbréfið. - Af þessum ástæðum og ýmsum öðrum, sem ég hirði ekki um að greina frá hér, mun ég taka að mér að krefjast rannsóknar á þessu máli öllu og sækja Sigurð kaupmann Hallsson til saka um fölsun, lagabrot og pretti í viðskiptum. Mun ég og þá jafnframt kæra það ofbeldisverk og þá lögleysu, er hann á þorra í vetur lét sækja hingað í hlöðu Sæmundar bónda nokkra hestburði af heyi gegn vilja og leyfi Sæmundar sjálfs. Til þess brast Sigurð kaupmann lagalegan rétt, enda þótt meint væri, að bústofn þeirra hjóna væri veðsettur kaupmanni með fóðurbirgðum, sem þá einvörðungu skyldu notaðar til lífs og framfærslu bústofninum sjálfum. Með þessu ofbeldisverki neyddi Sigurður kaupmaður Sæmund bónda til þess að skerða bústofn sinn á aflíðandi vetri, sem nam heybirgðum þeim, sem Sigurður kaupmaður lét taka úr hlöðu Sæmundar ófrjálsri hendi. Mun slíkur verknaður mega heimfærast undir rán samkvæmt gildandi landslögum og liggja þungar refsingar við að fremja slíkan verknað eða vera valdur að honum. Um aldir hefur íslenzk bændastétt mátt þola ofbeldi, kúgun og rangsleitni vissra valdastétta í þessu þjóðfélagi. Mál er til þess komið, að þvílíku linni.“
Þegar Þórður bóndi hafði lokið máli sínu, ríkti um stund dauðakyrrð með uppboðssamkundunni. Menn litu hver á annan. Enginn virtist þar ósnortinn.
Loks rauf hreppstjórinn þögnina. Hann æskti þess, að þeir þremenningarnir, hann sjálfur, Sigurður kaupmaður og Þórður bóndi í Hlíð mættu fá tóm til þess að ræða saman í einrúmi.
Að þeim fundi loknum var uppboðið lýst ógilt og öll mál látin niður falla. Var þá sem þungu fargi væri létt af þingheimi, nema einum bóndanum. Hann var líka sá eini af Hafnarbændunum, sem ekki fylgdi uppboðsgestunum í vörina, er þeir ýttu frá landi og héldu heim.
Sambýlisbændur Gríms bónda Gestssonar í Höfn stungu saman nefjum og kímdu, er þeir höfðu kvatt uppboðsgestina og árnað þeim fararheilla heim. „Nú er Bleik brugðið,“ sögðu þeir. „Hvað segir nú meistari Jón?“

Þ.Þ.V.
                             ——————————————————————
ctr


Brunarústirnar af Kumbalda eftir brunann mikla í Eyjum aðfaranótt 8. janúar 1950.