„Gylfi Harðarson (vélstjóri)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 25: Lína 25:
2. [[Ólafur Þór Gylfason]], hefur BA-próf í stjórnmálafræði og M.Sc.-próf í aðferða- og tölvufræði, framkvæmdastjóri, f. 26. ágúst 1970. Kona hans [[Ingibjörg Arnarsdóttir]].<br>
2. [[Ólafur Þór Gylfason]], hefur BA-próf í stjórnmálafræði og M.Sc.-próf í aðferða- og tölvufræði, framkvæmdastjóri, f. 26. ágúst 1970. Kona hans [[Ingibjörg Arnarsdóttir]].<br>
3. [[Unnur Heiða Gylfadóttir]] húsfreyja, f. 8. febrúar 1972. Maður hennar Þröstur Friðberg Gíslason.<br>
3. [[Unnur Heiða Gylfadóttir]] húsfreyja, f. 8. febrúar 1972. Maður hennar Þröstur Friðberg Gíslason.<br>
4. [[Bjarki Týr Gylfason]] bifreiðastjóri, f. 12. janúar 1980. Sambúðarkona hans Sigríður Reynisdóttir.
4. [[Bjarki Týr Gylfason]] bifreiðastjóri, smiður, f. 12. janúar 1980. Fyrrum sambúðarkona hans Sigríður Reynisdóttir.
{{Heimildir|
{{Heimildir|
*Samantekt: [[Víglundur Þór Þorsteinsson]].  
*Samantekt: [[Víglundur Þór Þorsteinsson]].  

Núverandi breyting frá og með 11. september 2024 kl. 13:51

Gylfi Harðarson fæddist 7. júní 1943 og lést 2. janúar 2003. Foreldrar hans voru Hörður Kristinsson og Unnur Jónsdóttir. Árið 1965 kvæntist hann Birnu Kristínu Þórhallsdóttur en þau skildu árið 1986. Börn þeirra eru Gylfi Anton, Ólafur Þór, Unnur Heiða og Bjarki Týr.

Gylfi lauk námi í vélsmíði í Reykjavík árið 1959. Árið 1974 fluttist fjölskyldan til Vestmannaeyja og þá hóf hann störf í Vélaverkstæðinu Þór þar sem hann var til ársins 1976. Gylfi lauk vélstjórnarnámi frá Vélskólanum í Vestmannaeyjum árið 1985. Árið 1990 réði hann sig sem yfirvélstjóra á Berg VE 44 þar sem hann starfaði til dánardags.

Gylfi var virkur í Golfklúbbi Vestmannaeyja og var um tíma í stjórn Sjómannafélagsins Jötuns.


Heimildir

  • Sjómannadagsblað Vestmannaeyja, 2003.

Frekari umfjöllun

Gylfi Harðarson.

Gylfi Harðarson sjómaður, vélstjóri, vélvirki, matsveinn fæddist 7. júní 1943 í Reykjavík og lést 2. janúar 2003 í Eyjum.
Foreldrar hans voru Hörður Kristinsson, f. 13. september 1920, d. 27. janúar 1983 og kona hans Unnur Jónsdóttir húsfreyja, f. 24. maí 1922, d. 8. júlí 2010.

Gylfi lauk formlegu vélstjórnarnámi frá Vélskólanum í Eyjum árið 1985.
Hann hóf sjómennsku snemma, en 1959 hóf hann nám í vélsmíði í Bjargi í Höfðatúni í Reykjavík. Þar var hann til 1961. Hann vann næstu ár við vélsmíði og vélaviðgerðir, m.a. í Vélsmiðjunni Hamri og Vélsmiðju Péturs Auðunssonar í Hafnarfirði. Gylfi var smyrjari á m.s. Laxá og síðar m.s. Rangá 1963-1974.
Hann flutti til Eyja 1974, vann þar hjá Vélsmiðjunni Þór til 1976, síðan var hann vélstjóri og matsveinn á Danska Pétri VE 423 frá 1976-1979, en varð þá vélstjóri á nótaskipinu Kap II. VE 4 og vann þar næstu ellefu ár.
Gylfi réð sig yfirvélstjóra á nótaskipið Berg VE 44 1990 og starfaði þar dánardægurs 2003.
Hann hafði mikinn áhuga á kjara- og öryggismálum sjómanna og sat um skeið í stjórn Sjómannafélagsins Jötuns.
Þau Birna giftu sig 1965, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í Rafnsholti við Kirkjuveg 64 1974-1985, á Hólagötu 27, á Heiðarvegi 30 1986, síðast á Vestmannabraut 33. Þau skildu.
Gylfi lést 2003.

I. Kona Gylfa, (27. febrúar 1965, skildu), var Birna Kristín Þórhallsdóttir húsfreyja, f. 12. ágúst 1946, d. 10. febrúar 2019.
Börn þeirra:
1. Gylfi Anton Gylfason vélfræðingur, f. 19. apríl 1965. Kona hans Linda Hrönn Ævarsdóttir.
2. Ólafur Þór Gylfason, hefur BA-próf í stjórnmálafræði og M.Sc.-próf í aðferða- og tölvufræði, framkvæmdastjóri, f. 26. ágúst 1970. Kona hans Ingibjörg Arnarsdóttir.
3. Unnur Heiða Gylfadóttir húsfreyja, f. 8. febrúar 1972. Maður hennar Þröstur Friðberg Gíslason.
4. Bjarki Týr Gylfason bifreiðastjóri, smiður, f. 12. janúar 1980. Fyrrum sambúðarkona hans Sigríður Reynisdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.