„Ágústa Jónsdóttir (Vesturhúsum)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Guðrún ''Ágústa'' Jónsdóttir''' frá Þykkvabæjarklaustri, húsfreyja fæddisr þar 23. júní 1899 og lést 15. desember 1982.<br> Foreldrar hennar voru Jón Brynjólfsson frá Hraungerði í Álftaveri, V.-Skaft., vinnumaður, húsmaður, f. þar 16. nóvember 1861, d. 16. mars 1948 í Rvk, og kona hans Sigurveig Sigurðardóttir frá Þykkvabæjarklaustri, vinnukona, húskona, f. þar 3. júlí 1863, d. 23. október 1946 í Rvk. Ágústa var með foreldrum sínum...) |
m (Viglundur færði Ágústa Jónsdóttir (Þykkvabæjarklaustri) á Ágústa Jónsdóttir (Vesturhúsum)) |
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum) | |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 6. nóvember 2023 kl. 17:21
Guðrún Ágústa Jónsdóttir frá Þykkvabæjarklaustri, húsfreyja fæddisr þar 23. júní 1899 og lést 15. desember 1982.
Foreldrar hennar voru Jón Brynjólfsson frá Hraungerði í Álftaveri, V.-Skaft., vinnumaður, húsmaður, f. þar 16. nóvember 1861, d. 16. mars 1948 í Rvk, og kona hans Sigurveig Sigurðardóttir frá Þykkvabæjarklaustri, vinnukona, húskona, f. þar 3. júlí 1863, d. 23. október 1946 í Rvk.
Ágústa var með foreldrum sínum til 1914, var vinnukona þar 1914-1915, í Hjörleifshöfða 1915-1916, í Vík 1916-1917, á Þykkvabæjarklaustri 1917-1919, húsfreyja þar 1919-1920.
Þau Oddur giftu sig 1919, eignuðust þrjú börn. Þau fluttu til Eyja 1920 með fyrsta barn sitt, bjuggu þar til 1922, í Hraunbæ í Álftaveri 1922-1926, í Vík 1926-1938, í Reykjavík 1938-1960, í Kópavogi frá 1960.
Oddur lést 1968 og Ágústa 1982.
I. Maður Ágústu, (26. júlí 1919), var Oddur Jónsson frá Holti á Síðu, V.-Skaft., bóndi, verkamaður, kennari, efnisvörður, afgreiðslumaður, f. 26. mars 1894, d. 15. maí 1968.
Börn þeirra:
1. Rannveig Oddsdóttir húsfreyja, verkakona í Rvk, f. 22. mars 1920 á Þykkvabæjarklaustri, d. 22. apríl 2012. Maður hennar Kjartan Friðriksson
2. Jón Rafn Oddsson sjómaður, útgerðarmaður á Ísafirði, f. 24. maí 1926 á Þykkvabæjarklaustri, d. 7. júní 2015. Kona hans Sigþrúður Gunnarsdóttir.
3. Þuríður Oddsdóttir, síðar húsfreyja á Flórída, f. 24. maí 1928 í Vík, d. 27. mars 2018. Maður hennar Kristófer Eyjólfsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Manntöl.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.