Oddur Jónsson (Vesturhúsum)
Oddur Jónsson frá Holti á Síðu, V.-Skaft., bóndi, verkamaður, kennari, efnisvörður, afgreiðslumaður fæddist þar 26. mars 1894 og lést 15. maí 1968 í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Jón Eyjólfsson bóndi, f. 28. ágúst 1865 á Á á Síðu, V.-Skaft., d. 23. júní 1918, og kona hans Þuríður Oddsdóttir frá Langholti í Meðallandi, V.-Skaft., húsfreyja, f. þar 12. janúar 1872, d. 16. mars 1955 í Reykjavík.
Oddur var hjá foreldrum sínum á Syðri-Steinsmýri í Meðallandi 1894-1910, á Á 1910-1914,, á Skálmabæjarhraunum í Álftaveri 1914-1919.
Hann var bóndi á Þykkvabæjarklaustri 1919-1920, verkamaður í Eyjum 1920-1922, kennari í Hraunbæ í Álftaveri 1922-1926, í Vík í Mýrdal 1926-1938, kom þá til Reykjavíkur, var efnisvörður þar 1938-1960, afgreiðslumaður í Kópavogi 1960 til æviloka.
Þau Guðrún Ágústa giftu sig 1919, eignust þrjú börn.
Oddur lést 1968 og Guðrún Ágústa 1982.
I. Kona Odds, (26. júlí 1919), var Guðrún Ágústa Jónsdóttir frá Þykkvabæjarklaustri, húsfreyja, f. 23. júní 1899, d. 15. desember 1982.
Börn þeirra:
1. Rannveig Oddsdóttir húsfreyja, verkakona í Rvk, f. 22. mars 1920 á Þykkvabæjarklaustri, d. 22. apríl 2012. Maður hennar Kjartan Friðriksson
2. Jón Rafn Oddsson sjómaður, útgerðarmaður á Ísafirði, f. 24. maí 1926, d. 7. júní 2015. Kona hans Sigþrúður Gunnarsdóttir.
3. Þuríður Oddsdóttir, síðar húsfreyja á Flórída, f. 24. maí 1928 í Vík, d. 27. mars 2018. Maður hennar Kristófer Eyjólfsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Manntöl.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.