„Guðný Ólafsdóttir (Odda)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Guðný Ólafsdóttir''' vinnukona, verkakona, húsfreyja fæddist 28. október 1875 og lést 19. apríl 1961.<br> Foreldrar hennar voru Ólafur Sigurðsson bóndi, bátsformaður, f. 2. mars 1840 í Káragerði í V-Landeyjum, d. 13. apríl 1916 í Eyjum, og kona hans Þórunn Magnúsdóttir húsfreyja, f. 19. september 1835 í Bollakoti í Fljótshlíð, d. 4. janúar 1918. Börn Þórunnar og Ólafs,-í Eyjum:<br> 1. Guðný Ólafsd...) |
m (Verndaði „Guðný Ólafsdóttir (Odda)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 13. október 2023 kl. 17:05
Guðný Ólafsdóttir vinnukona, verkakona, húsfreyja fæddist 28. október 1875 og lést 19. apríl 1961.
Foreldrar hennar voru Ólafur Sigurðsson bóndi, bátsformaður, f. 2. mars 1840 í Káragerði í V-Landeyjum, d. 13. apríl 1916 í Eyjum, og kona hans Þórunn Magnúsdóttir húsfreyja, f. 19. september 1835 í Bollakoti í Fljótshlíð, d. 4. janúar 1918.
Börn Þórunnar og Ólafs,-í Eyjum:
1. Guðný Ólafsdóttir vinnukona, verkakona, f. 28. október 1875, d. 19. apríl 1961.
2. Sigurður Ólafsson sjómaður, f. 11. desember 1879, d. 18. nóvember 1918.
Guðný var með foreldrum sínum á Skíðbakka í A.-Landeyjum 1880, í Gularáshjáleigu þar 1890, var vinnukona á Bergþórshvoli í V.-Landeyjum 1910.
Hún flutti til Eyja 1914 frá Skíðbakka, var verkakona, var vinnukona hjá Sigurði bróður sínum á Rafnseyri 1915, leigjandi í Odda við Vestmannabraut 63 1920, lausakona á Bakkaeyri við Skólaveg 26 1927, ógift húsfreyja þar 1930, 1934, 1940, 1945, húskona þar 1949.
Guðný lést 1961 á Bakkaeyri.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.