„Ólafur Sigurðsson (Rafnseyri)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Ólafur Sigurðsson''' á Rafnseyri, fyrrum bóndi og bátsformaður í Káragerði í V.-Landeyjum fæddist 2. mars 1840 og lést 13. apríl 1916 á Rafnseyri.<br> Foreldrar hans voru Sigurður Jónsson bóndi í Káragerði, f. 29. apríl 1905, d. 1. júlí 1851 og fyrri kona hans Ingveldur Ólafsdóttir húsfreyja, f. 1800, d. 26. febrúar 1848. Móðir Ólafs lést, er hann var tæpra átta ára.<br> Hann var með ekklinum föður sínum í Káragerði 1850, vinnuma...)
 
m (Verndaði „Ólafur Sigurðsson (Rafnseyri)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 13. október 2023 kl. 16:50

Ólafur Sigurðsson á Rafnseyri, fyrrum bóndi og bátsformaður í Káragerði í V.-Landeyjum fæddist 2. mars 1840 og lést 13. apríl 1916 á Rafnseyri.
Foreldrar hans voru Sigurður Jónsson bóndi í Káragerði, f. 29. apríl 1905, d. 1. júlí 1851 og fyrri kona hans Ingveldur Ólafsdóttir húsfreyja, f. 1800, d. 26. febrúar 1848.

Móðir Ólafs lést, er hann var tæpra átta ára.
Hann var með ekklinum föður sínum í Káragerði 1850, vinnumaður í Káragerðishjáleigu 1860.
Ólafur bjó á Skíðbakka í A.-Landeyjum 1869-1884 í Gularáshjáleigu þar 1884-1907.
Hann var formaður við Landeyjasand, sat í hreppsnefnd.
Ólafur flutti til Eyja 1907, bjó hjá Sigurði syni sínum í Garðbæ 1910, síðar á Rafnseyri, en Þórunn bjó áfram í Gularáshjáleigu ásamt Ingveldi dóttur sinni til 1909, en átti þar heima til æviloka 1918.

I. Kona Ólafs, (6. október 1871), var Þórunn Magnúsdóttir húsfreyja, f. 19. september 1835 í Bollakoti í Fljótshlíð, d. 4. janúar 1918. Foreldrar hennar voru Magnús Sigurðsson bóndi, f. 3. febrúar 1791, d. 26. júní 1845, og kona hans Margrét Einarsdóttir húsfreyja, f. 2. apríl 1806, d. 5. apríl 1838.
Börn þeirra:
1. Ingveldur Ólafsdóttir bóndi í Gularáshjáleigu, f. 5. ágúst 1868, d. 19. mars 1949.
2. Guðrún Ólafsdóttir, f. 5. október 1872, d. 8. október 1873.
3. Guðný Ólafsdóttir vinnukona á Bergþórshvoli 1910, síðar verkakona í Eyjum, f. 28. október 1875, d. 19. apríl 1961.
4. Sigurður Ólafsson sjómaður, f. 11. desember 1879, d. 18. nóvember 1918.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.