„Þorsteinn Sigurðsson (Breiðholti)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Þorsteinn Sigurðsson''' sjómaður, bóndi á Snotru og í Selshjáleigu í A.-Landeyjum fæddist 11. september 1861 á Snotru þar og lést 13. desember 1953 í Eyjum.<br> Foreldrar hans voru Sigurður Ólafsson bóndi á Snotru, f. 30. júlí 1830, d. 20. maí 1907, og kona hans Guðrún Þorsteinsdóttir frá Hlíðarendakoti í Fljótshlíð, húsfreyja, f. 25. júní 1837, d. 21. ágúst 1913. Þorsteinn var bóndi á Snotru 1902-1909, flutti til Eyja 1910, var verka...) |
m (Verndaði „Þorsteinn Sigurðsson (Breiðholti)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 29. ágúst 2023 kl. 10:58
Þorsteinn Sigurðsson sjómaður, bóndi á Snotru og í Selshjáleigu í A.-Landeyjum fæddist 11. september 1861 á Snotru þar og lést 13. desember 1953 í Eyjum.
Foreldrar hans voru Sigurður Ólafsson bóndi á Snotru, f. 30. júlí 1830, d. 20. maí 1907, og kona hans Guðrún Þorsteinsdóttir frá Hlíðarendakoti í Fljótshlíð, húsfreyja, f. 25. júní 1837, d. 21. ágúst 1913.
Þorsteinn var bóndi á Snotru 1902-1909, flutti til Eyja 1910, var verkamaður, sjómaður í Breiðholti við Vestmannabraut 52 1910, flutti í Landeyjar 1913, var bóndi í Selshjáleigu í A.-Landeyjum 1913-1914, en eftir lát Margrétar flutti hann að nýju til Eyja. Hann var vinnumaður á Fögrubrekku 1920, var sjúklingur á Sjúkrahúsinu 1945 og enn 1949.
Þau Margrét giftu sig 1910 í Eyjum, eignuðust eitt barn.
Margrét lést 1913 og Þorsteinn 1953.
I. Kona Þorsteins, (4. júní 1910), var Margrét Guðmundsdóttir frá Hlíðarendakoti í Fljótshlíð, f. 9. maí 1886, d. 28. september 1913.
Barn þeirra:
1. Þórunn Þorsteinsdóttir hjúkrunarfræðingur, deildarstjóri, f. 9. febrúar 1910 í Breiðholti, d. 18. mars 1973.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
- Íslendingabók.
- Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.