Margrét Guðmundsdóttir (Breiðholti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Margrét Guðmundsdóttir frá Voðmúlastaða-Austurhjáleigu í Landeyjum fæddist 9. maí 1886 og lést 28. september 1913.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Þórðarson bóndi, f. 27. apríl 1843 í Stóru-Hildisey í A.-Landeyjum, d. 26. mars 1912, og kona hans Guðrún Sigurðardóttir húsfreyja, f. 4. september 1850 í Múlakoti í Fljótshlíð, d. 21. apríl 1920.

Bróðir Margrétar var
1. Guðmundur Guðmundsson sjómaður í Eyjum, f. 28. apríl 1888, drukknaði 4. febrúat 1914.

Margrét var með foreldrum sínum, í Voðmúlastaða-Austurhjáleigu 1890, en var vinnuhjú á Neðri-Þverá í Fljótshlíð 1901.
Hún flutti til Eyja 1909 frá æskuheimili sínu, var gift kona í Breiðholti 1910.
Þau Þorsteinn giftu sig 1910 í Eyjum, eignuðust eitt barn þar.
Þau fluttu í Landeyjar 1913, bjuggu í Selshjáleigu 1913, er Margrét lést.

I. Maður Margrétar, (4. júní 1910 í Eyjum), var Þorsteinn Sigurðsson bóndi, sjómaður, verkamaður, f. 11. september 1861, d. 13. desember 1953 í Eyjum.
Barn þeirra:
1. Þórunn Þorsteinsdóttir hjúkrunarfræðingur, deildarstjóri, f. 9. febrúar 1910 í Breiðholti, d. 18. mars 1973.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
  • Íslendingabók.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.