„Auður Einarsdóttir (hjúkrunarfræðingur)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|200px|''Auður Einarsdóttir. '''Auður Einarsdóttir''' hjúkrunarfræðingur fæddist 3. nóvember 1963 í Reykjavík.<br> Foreldrar hennar Einar Sigurvinsson flugvélstjóri, f. 6. júlí 1927 í Ólafsvík, d. 31. maí 2007, og Sigrún Jóna Lárusdóttir sjúkraliði, matráðskona, f. 16. apríl 1929 á Akureyri, d. 16. júní 2012.<br> Auður nam í Framhaldsdeild Víghólaskóla í tvö ár, á Uppeldis- og heilsugæslubraut 1979-198...)
 
m (Verndaði „Auður Einarsdóttir (hjúkrunarfræðingur)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 14. ágúst 2023 kl. 13:43

Auður Einarsdóttir.

Auður Einarsdóttir hjúkrunarfræðingur fæddist 3. nóvember 1963 í Reykjavík.
Foreldrar hennar Einar Sigurvinsson flugvélstjóri, f. 6. júlí 1927 í Ólafsvík, d. 31. maí 2007, og Sigrún Jóna Lárusdóttir sjúkraliði, matráðskona, f. 16. apríl 1929 á Akureyri, d. 16. júní 2012.
Auður nam í Framhaldsdeild Víghólaskóla í tvö ár, á Uppeldis- og heilsugæslubraut 1979-1981. Hún lauk sjúkraliðaprófi í Sjúkraliðaskóla Íslands 1983, sótti námskeið í lyfhrifafræði I. 1995. Hún varð hjúkrunarfræðingur í Háskólanum á Akureyri 2007.
Hún var sjúkraliði á Sjúkrahúsinu í Eyjum 1983 og 1984-1995, á Borgarspítalanum 1983-1984, í Svíþjóð 1995-1996 og á Hrafnistu í Reykjavík frá 1996, síðar hjúkrunarfræðingur á Ísafold og Sunnuhlíð í Kópavogi, deildarstjóri á sjúkradeild á Hvammstanga 2020-2021.
Hún sat í stjórn Vestmannaeyjadeildar Sjúkraliðafélags Íslands 1987-1990, trúnaðarmaður sjúkraliða í Eyjum 1991-1993 og í stjórn Starfsmannafélags Vestmannaeyja 1994-1995, í félafsmálaráði í Eyjum um skeið.
Þau Gunnar Þór giftu sig 1993, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu við Foldahraun 41C, en skildu.
Þau Kristján giftu sig 2023, eiga ekki börn saman.

I. Maður Auðar, (25. desember 1993, skildu), er Gunnar Þór Grétarsson tækjamaður, f. 15. janúar 1953. Þau skildu.
Börn þeirra:
1. Sigrún Arna Gunnarsdóttir kaupmaður, f. 24. ágúst 1985. Maður hennar Halldór Ingi Guðnason.
2. Íris Huld Gunnarsdóttir skólaliði, f. 1. nóvember 1989. Barnsfaðir hennar Elvar Páll Sævarsson, f. 23. desember 1983. Sambúðarmaður hennar Guðlaugur Magnús Steindórsson Árnasonar.

II. Sambúðarmaður Auðar er, (7. júlí 2023), er Kristján Albert Guðbjörnsson bifreiðastjóri, verslunarmaður, f. 9. maí 1970. Foreldrar hans Guðbjörn Albert Tryggvason, f. 5. nóvember 1947, d. 4. apríl 1976, og Jóna Sigurðardóttir, f. 15. maí 1947.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Sjúkraliðar á Íslandi 1966-1996. Ritstjóri: Sigurður Hermundarson. Mál og mynd 1997.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.