„Reynir Pálsson (bóndi)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
m (Verndaði „Reynir Pálsson (Ásavegi 23)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 3. ágúst 2023 kl. 15:13

Gunnar Reynir Pálsson.

Gunnar Reynir Pálsson kennari, bóndi fæddist 22. maí 1952 í Reykjavík.
Kjörforeldrar hans voru Páll Ingibergsson frá Hjálmholti, útgerðarmaður, skipstjóri, f. 6. maí 1913, d. 15. janúar 1988, og kona hans Maren Guðjónsdóttir frá Enni á Höfðaströnd, Skagaf., húsfreyja, f. 5. mars 1915, d. 20. apríl 1998.

Reynir var með kjörforeldrum sínum, á Ásavegi 23 og í Reykjavík.
Hann varð stúdent í M.R. 1974, nam í H.Í. 1974-1975.
Reynir var kennari í Grunnskólanum í Haganeshreppi, Skagaf. 1975-1986, bóndi á Stóru-Brekku í Holtshreppi í Skagaf.
Reynir var formaður Veiðifélags Miklavatns og Fljótaár.
Þau Sigríður giftu sig 1974, eignuðust þrjú börn.

I. Kona Reynis, (7. desember 1974), er Sigríður Björnsdóttir húsfreyja, bóndi, f. 4. september 1957. Foreldrar hennar voru Björn Sigurðsson smiður í Kópavogi, f. 9. október 1926, d. 1. maí 1986, og kona hans Unnur Tryggvadóttir húsfreyja, f. 18. júní 1921, d. 26. október 1991.
Börn þeirra:
1. Bergur Reynisson, f. 7. júlí 1974.
2. Unnur Birna Reynisdóttir, f. 2. október 1976.
3. Páll Már Reynisson, f. 2. nóvember 1982.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.