„Sigurður Kristinsson (umboðsmaður)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: thumb|200px|''Sigurður Kristinsson. '''Sigurður Kristinsson''' umboðsmaður fæddist 6. mars 1938 á Akureyri og lést 18. janúar 2020 á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík.<br> Foreldrar hans voru Kristinn Jónsson, f. 1. desember 1911, d. 4. ágúst 1971, og kona hans Ástþrúður Jónína Sveinsdóttir húsfreyja, f. 25. desember 1904, d. 20. febrúar 1878.<br> Sigurður nam í Gagnfræðaskólanum á Akureyri, st...) |
m (Verndaði „Sigurður Kristinsson (umboðsmaður)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 30. júní 2023 kl. 16:38
Sigurður Kristinsson umboðsmaður fæddist 6. mars 1938 á Akureyri og lést 18. janúar 2020 á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Kristinn Jónsson, f. 1. desember 1911, d. 4. ágúst 1971, og kona hans Ástþrúður Jónína Sveinsdóttir húsfreyja, f. 25. desember 1904, d. 20. febrúar 1878.
Sigurður nam í Gagnfræðaskólanum á Akureyri, stundaði flugnám í Bretlandi, en lauk því ekki.
Hann vann hjá Flugfélagi Íslands í Reykjavík og var umboðsmaður þess í Eyjum í fjögur ár. Hann réðst síðan til Tollstjórans í Reykjavík og vann þar lengstan hluta starfsævi sinnar, en síðast vann hann hjá Póstinum.
Þau Þórey giftu sig, eignuðust tvö börn, en skildu.
Þau Hrönn giftu sig, eignuðust ekki börn saman, en hún átti eitt barn.
Hrönn lést 2019 og Sigurður 2020.
I. Kona Sigurðar, skildu, er Þórey Sigurlaug Kemp Guðmundsdóttir frá Akureyri, kennari, lektor, f. þar 25. nóvember 1934.
Börn þeirra:
1. Pétur Hrafn Sigurðsson, með B.A.-próf í sálfræði, f. 24. febrúar 1961. Kona hans Sigrún Jónsdóttir.
2. Guðmundur Ragnar Sigurðsson húsasmiður, f. 20. mars 1965. Kona hans Gróa María Einarsdóttir.
II. Kona Sigurðar var Hrönn Steingrímsdóttir leikari skrifstofumaður, bókari, f. 1. janúar 1949, d. 27. júlí 2019. Foreldrar hennar voru Steingrímur Guðmundsson, f. 22. maí 1923, d. 8. janúar 2012 og kona hans Fjóla Sigurðardóttir húsfreyja, f. 12. júní 1925, d. 16. ágúst 2014.
Barn Hrannar úr fyrra hjónabandi:
3. Steinunn Fjóla Jónsdóttir, f. 30. nóvember 1970.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
- Morgunblaðið 7. febrúar 2020. Minning.
- Morgunblaðið 19. ágúst 2019. Minning Hrannar.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.