Þórey Guðmundsdóttir (kennari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Þórey Sigurlaug Kemp Guðmundsdóttir.

Þórey Sigurlaug Kemp Guðmundsdóttir kennari fæddist 25. nóvember 1934 á Akureyri.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Tómassson forstjóri, f. 3. júní 1908, d. 25. júlí 1966, og kona hans Ragna Lúðvíksdóttir Kemp húsfreyja, f. 21. september 1914, d. 4. október 2013.

Þórey varð stúdent í Menntaskólanum á Akureyri 1953, lauk íþróttakennaraprófi 1954, lauk heimspekiprófi í Háskóla Íslands 1954, stundaði nám í íþróttaskóla í Liverpool á Englandi 1955-1958, nam í Íþróttaháskóla í Ósló, gestanemandi, 1980, sótti námskeið á vegum Council of Europe í Englandi 1979. Hún hefur sótt ýmis námskeið hérlendis og erlendis, er varða íþróttakennslu á ýmsum sviðum og námskeið um þróun skólastarfs.
Hún var stundakennari í Húsmæðraskólanum á Laugarvatni, Héraðsskólanum þar og Menntaskólanum þar 1954-1955, barnaskóla á Akureyri 1958-1960, Menntaskólanum í Reykjavík frá 1961-1963, fimleikakennari Glímufélagsins Ármanns frá 1961-1962 og 1967-1969, kennari í Gagnfræðaskóla Austurbæjar 1966-1967.
Þórey var enskukennari í Gagnfræðaskólanum í Eyjum 1962-1966, kennari í Sundhöll Reykjavíkur 1967-1969, íþróttakennari í Ævingaskóla Kennaraskólans 1969-1974, kennari í Kennaraskólanum og síðar kennaraháskólanum frá 1969, lektor frá 1976. Hún var kennari á námskeiðum um heilsurækt og vinnuvernd á vegum Verslunarmannafélagsins frá 1981.
Þau Sigurður giftu sig, eignuðust tvö börn, en skildu.
Þau Kristján Hörður giftu sig 1981.
Kristján Hörður lést 2016.

I. Maður Þóreyjar er Sigurður Kristinsson fulltrúi, f. 6. mars 1938, d. 18. janúar 2020. Foreldrar hans voru Kristinn Jónsson, f. 1. desember 1911, d. 4. ágúst 1971, og kona hans Ástþrúður Jónína Sveinsdóttir húsfreyja, f. 25. desember 1904, d. 20. febrúar 1878.
Börn þeirra:
1. Pétur Hrafn Sigurðsson, með B.A.-próf í sálfræði, f. 24. febrúar 1961. Kona hans Sigrún Jónsdóttir.
2. Guðmundur Ragnar Sigurðsson húsasmiður, f. 20. mars 1965. Kona hans Gróa María Einarsdóttir.

I. Maður Þóreyjar, (25. nóvember 1981), var Kristján Hörður Ingólfsson tannlæknir, f. 9. maí 1931 á Grímsstöðum á Fjöllum, d. 7. júlí 2016. Foreldrar hans voru Ingólfur Kristjánsson bóndi, síðar á Víðirhóli á Fjöllum og Kaupangsbakka í Eyjafirði, f. 10. september 1889, d. 9. janúar 1954, og kona hans Katrín María Magnúsdóttir húsfreyja, f. 13. október 1895, d. 17. mars 1978.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Morgunblaðið 7. febrúar 2020. Minning Sigurðar Kristinssonar.
  • Morgunblaðið 15. júlí 2016. Minning Kristjáns Harðar.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.