„Jóel Jóelsson (Sælundi)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: thumb|200px|''Jóel Ottó Jóelsson. '''Jóel Ottó Jóelsson''' frá Sælundi við Vesturveg 2, rafvirki fæddist þar 28. apríl 1914 og lést 23. desember 1973.<br> Foreldrar hans voru Jóel Eyjólfsson útgerðarmaður á Sælundi, f. 3. nóvember 1878, d. 28. desember 1944 og síðari kona hans Guðbjörg Oktavía Einarsdóttir húsfreyja, f. 22. októbe...) |
m (Verndaði „Jóel Jóelsson (Sælundi)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 15. maí 2023 kl. 17:05
Jóel Ottó Jóelsson frá Sælundi við Vesturveg 2, rafvirki fæddist þar 28. apríl 1914 og lést 23. desember 1973.
Foreldrar hans voru Jóel Eyjólfsson útgerðarmaður á Sælundi, f. 3. nóvember 1878, d. 28. desember 1944 og síðari kona hans Guðbjörg Oktavía Einarsdóttir húsfreyja, f. 22. október 1880, d. 31. desember 1929.
Börn Jóels og fyrri konu hans Þórdísar Guðmundsdóttur:
1. Þorgeir Jóelsson á Sælundi, f. 15. júní 1903, d. 13. febrúar 1984.
2. Guðmundur Jóelsson í Háagarði, f. 5. janúar 1907, d. 14. september 1965.
Börn Oktavíu og Jóels.
3. Einar, fæddur 18. apríl 1912, dáinn 13. janúar 1962.
4. Jóel Ottó, fæddur 28. apríl 1914, dáinn 23. desember 1973. Kona hans Auður Halla Gísladóttir.
5. Þórdís, fædd 15. febrúar 1916, dáin 7. júlí 1996. Hún var gift Emil Andersen.
6. Sigurður Ingi, fæddur 1. ágúst 1917, dáinn 29. apríl 1991. Hann var kvæntur Fanneyju Ármannsdóttur.
7. Edvin, fæddur 2. júní 1922, dáinn 25. mars 1971. Kona hans Vilhelmína Tómasdóttir.
Jóel lærði rafvirkjun, lauk sveinsprófi 1953.
Hann var rafvirki hjá Kaupfélagi Árnesinga.
Jóel lést 1973 og Auður 2009.
I. Kona Jóels var Auður Halla Gísladóttir frá Beinateig á Stokkseyri, húsfreyja, f. 3. september 1920, d. 20. maí 2009. Foreldrar hennar voru Gísli Gíslason vélstjóri, verkamaður, f. 24. júlí 1895 á Bugum á Stokkseyri, d. 9. febrúar 1967, og kona hans Sigrún Jónsdóttir húsfreyja, f. 25. nóvember 1897 í Beinateig, d. 5. febrúar 1939.
Börn þeirra:
1. Eiríkur Sigmar Jóelsson sjómaður, f. 2. júlí 1944. Kona hans Emilía Ólafsdóttir.
2. Jóel Elfar Jóelsson verkamaður, f. 3. október 1945.
3. Gísli Jóelsson netagerðarmaður, f. 20. janúar 1949.
4. Hörður Jóelsson bóndi, f. 16. mars 1959, d. 11. mars 2018.
5. Sævar Jóelsson bóndi, f. 14. júní 1960.
6. Einar Jóelsson rafvirki, 13. september 1964.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Prestþjónustubækur.
- Rafvirkjatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson, Gunnar Guðmundsson og fleiri. Þjóðsaga hf. 1995.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.