„Ingi R. Jóhannsson“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: thumb|200px|''Ingi Randver Jóhannsson. '''Ingi Randver Jóhannsson''' frá Stíghúsi við Njarðarstíg 5, endurskoðandi, skákmeistari fæddist þar 5. desember 1936 og lést 30. október 2010.<br> Foreldrar hans voru Jóhann Pétur Pálmason frá Stíghúsi, sjómaður, múrarameistari, f. 4. mars 1895, d. 7. janúar 1988, og kona hans Ólafía Óladóttir (Stíghúsi)|Ólafía Ingibjörg Ól...) |
m (Verndaði „Ingi R. Jóhannsson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 17. mars 2023 kl. 14:41
Ingi Randver Jóhannsson frá Stíghúsi við Njarðarstíg 5, endurskoðandi, skákmeistari fæddist þar 5. desember 1936 og lést 30. október 2010.
Foreldrar hans voru Jóhann Pétur Pálmason frá Stíghúsi, sjómaður, múrarameistari, f. 4. mars 1895, d. 7. janúar 1988, og kona hans Ólafía Ingibjörg Óladóttir (Lóa í Stíghúsi) frá Ólahúsi í Mjóafirði eystra, húsfreyja, verkakona, f. 17. nóvember 1897 á Mjóafirðir, d. 22. mars 1965.
Börn Ólafíu og Jóhanns:
1. Pálmi Jóhannsson sjómaður, f. 18. janúar 1925, d. 5. febrúar 1990 .
2. Óli Kristján Jóhannsson stýrimaður, verkstjóri, f. 6. mars 1926, d. 28. mars 1999.
3. Rögnvaldur Ólafur Jóhannsson sjómaður, f. 27. desember 1927, d. 15. júní 1974.
4. Guðbjörg Jóhannsdóttir húsfreyja, f. 29. desember 1930, d. 15. júlí 2018.
5. Ingi Randver Jóhannsson endurskoðandi, skákmeistari, f. 5. desember 1936, d. 30. október 2010.
Ingi var með foreldrum sínum í Stíghúsi, fluttist með þeim til Reykjavíkur 1947.
Hann lauk verslunarprófi í Verslunarskóla Íslands, fékk löggildingu endurskoðanda 1968.
Ingi starfaði fyrst hjá Búnaðarbanka Íslands í Reykjavík, Verslunarsparisjóðnum og Verslunarbanka Íslands. Hann varð meðeigandi að Endurskoðunarskrifstofu Björns S. Steffensens og Ara Ó. Thorlaciusar, sem síðar varð að Löggiltum endurskoðendum hf. og að lokum að Deloitte hf.
Ingi var alþjóðlegur meistari í skák, einn af fremstu skákmönnum landsins um langt árabil. Hann varð fjórum sinnum Íslandsmeistari í skák, 1956, 1958, 1959 og 1963, sex sinnum skákmeistari Reykjavíkur á árunum 1954-1961 og Norðurlandameistari 1961. Hann tók þátt í fjölda alþjóðlegra skákmóta og fór átta sinnum fyrir Íslands hönd á olýmpíuskákmót á árunum 1954-1982.
Þau Sigþrúður giftu sig 1958, eignuðust þrjú börn, en misstu elsta barnið á tíunda ári þess.
Ingi lést 2010 og Sigþrúður 2017.
I. Kona Inga, (15. nóvember 1958), var Sigþrúður Steffensen húsfreyja, bankastarfsmaður, f. 14. febrúar 1930, d. 1. febrúar 2017. Foreldrar hennar voru Björn S. Steffensen endurskoðandi, f. 12. apríl 1902 í Hafnarfirði, d. 15. júlí 1993, og kona hans Sigríður Árnadóttir Steffensen húsfreyja, f. 13. janúar 1896 í Reykjavík, d. 26. mars 1985.
Börn þeirra:
1. Björn Ingi Ingason, f. 19. mars 1959, d. 4. janúar 1968.
2. Árni Ingason matvælafræðingur, f. 12. mars 1961. Fyrrum kona hans Ragna Bachmann. Barnsmóðir hans Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir.
3. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir alþingismaður, f. 29. maí 1968. Barnsfaðir hennar Arnar Gunnar Hjálmtýsson. Maður hennar Birgir Hermannsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 8. nóvember 2010. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.