„Guðni Grímsson (Haukabergi)“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 6: | Lína 6: | ||
'''Guðni Grímsson''' frá [[Haukaberg]]i fæddist 13. nóvember 1934 og lést 28. september 2017. Foreldrar hans voru [[Grímur Gíslason]] og [[Guðbjörg Magnúsdóttir]]. | '''Guðni Grímsson''' frá [[Haukaberg]]i fæddist 13. nóvember 1934 og lést 28. september 2017. Foreldrar hans voru [[Grímur Gíslason]] og [[Guðbjörg Magnúsdóttir]]. | ||
Guðni kvæntist [[Esther Valdimarsdóttir|Esther Valdimarsdóttur]] á jóladag 1956. Börn þeirra eru [[Valdimar Guðnason|Valdimar]] f. 1957, [[Grímur Guðnason|Grímur]] f.1960, [[Guðni Ingvar Guðnason|Guðni Ingvar]] f.1963 og [[Bergur Guðnason|Bergur]] f. 1964. | Guðni kvæntist [[Esther Valdimarsdóttir (Varmadal)|Esther Valdimarsdóttur]] á jóladag 1956. Börn þeirra eru [[Valdimar Guðnason|Valdimar]] f. 1957, [[Grímur Guðnason|Grímur]] f.1960, [[Guðni Ingvar Guðnason|Guðni Ingvar]] f.1963 og [[Bergur Guðnason|Bergur]] f. 1964. | ||
Fjölskyldan bjó í húsinu [[Einbúi|Einbúa]] við [[Bakkastígur|Bakkastíg]] fyrir gos en húsið fór undir hraun. Guðni og Esther bjuggu á Áshamri. | Fjölskyldan bjó í húsinu [[Einbúi|Einbúa]] við [[Bakkastígur|Bakkastíg]] fyrir gos en húsið fór undir hraun. Guðni og Esther bjuggu á Áshamri. |
Núverandi breyting frá og með 18. september 2023 kl. 20:24
Sjá aðgreiningarsíðuna fyrir aðra sem hafa borið nafnið „Guðni Grímsson“
Guðni Grímsson frá Haukabergi fæddist 13. nóvember 1934 og lést 28. september 2017. Foreldrar hans voru Grímur Gíslason og Guðbjörg Magnúsdóttir.
Guðni kvæntist Esther Valdimarsdóttur á jóladag 1956. Börn þeirra eru Valdimar f. 1957, Grímur f.1960, Guðni Ingvar f.1963 og Bergur f. 1964.
Fjölskyldan bjó í húsinu Einbúa við Bakkastíg fyrir gos en húsið fór undir hraun. Guðni og Esther bjuggu á Áshamri.
Nám og störf
Guðni gekk í Barnaskóla Vestmannaeyja og að honum loknum fór hann í Kvöldskóla iðnaðarmanna og tók minna mótorvélstjórapróf 1954 og 1. stig Stýrimannaskólans í Vestmannaeyjum 1960.
Fyrst fór hann til sjós á mb. Sjöfn VE-37 á síldveiðar fyrir Norðurlandi. Formaður var Þorsteinn Gíslason frá Görðum. Guðni var vélstjóri hjá Hraðfrystistöð Vestmannaeyja á mb. Tý VE-315 eftir að hann tók vélstjóraprófið til 1957. Þá var hann hjá Helga Benediktssyni í eitt ár á mb. Fjalari og stýrimaður á Farsæli í eitt ár. Hann var skipstjóri eina vertíð eftir skipstjórnarprófið. Frá 1960 var hann vélstjóri hjá Rafveitu Vestmannaeyja (síðar Bæjarveitum Vestmannaeyja).
Guðni starfaði í Kiwanis-hreyfingunni frá árinu 1971. Var hann forseti Kiwanisklúbbsins Helgafells 1982-83 og svæðisstjóri Suðurlands 1988-89.
Guðni lést 2017.
Heimildir
- Þorsteinn Jónsson og Franz Gíslason. Vélstjóra- og vélfræðingatal II. Reykjavík: Þjóðsaga ehf, 1996.