„Rósa Fjóla Hólm Guðjónsdóttir“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|200px|''Rósa Fjóla Guðjónsdóttir. '''Rósa Fjóla Guðjónsdóttir''' frá Vinaminni við Urðaveg 5, húsfreyja fæddist 23. maí 1927 í Reykjavík og lést 19. júní 2016 á Vífilsstöðum.<br> Foreldrar hennar voru Guðjón Helgi Kristjánsson sjómaður, kyndari, vélstjóri, f. 22. mars 1901 í Reykjavík, d. 20. október 1962, og kona hans Magnúsína Jóhannsdóttir (Vinaminni)|Magnúsína Jóhannsdó...)
 
m (Verndaði „Rósa Fjóla Hólm Guðjónsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 27. desember 2022 kl. 17:57

Rósa Fjóla Guðjónsdóttir.

Rósa Fjóla Guðjónsdóttir frá Vinaminni við Urðaveg 5, húsfreyja fæddist 23. maí 1927 í Reykjavík og lést 19. júní 2016 á Vífilsstöðum.
Foreldrar hennar voru Guðjón Helgi Kristjánsson sjómaður, kyndari, vélstjóri, f. 22. mars 1901 í Reykjavík, d. 20. október 1962, og kona hans Magnúsína Jóhannsdóttir frá Vinaminni við Urðaveg 5, húsfreyja, f. 22. ágúst 1904, d. 13. júní 1974.

Börn Magnúsínu og Guðjóns Helga:
1. Pálína Kristjana Guðjónsdóttir, síðast í Reykjavík, f. 29. desember 1925 í Reykjavík, d. 3. júlí 1990. Maður hennar Runólfur J. Elínuson.
2. Rósa Fjóla Hólm Guðjónsdóttir, f. 23. maí 1927. Maður hennar Ólafur Karlsson.
3. Guðný Erla Guðjónsdóttir húsfreyja, verkakona, 24. apríl 1932, d. 24. apríl 2016. Fyrrum maður hennar Steindór Þórarinn Grímsson. Síðari maður hennar Örn Aanes.

Rósa var með foreldrum sínum, í Reykjavík, í Vinaminni, á Geirseyri og aftur í Reykjavík. Síðar flutti hún með foreldrum sínum til Siglufjarðar.
Þau Ólafur giftu sig 1946, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Reykjavík, lengst við Laugarnesveg, en síðustu árin við Hjallabraut í Hafnarfirði.
Ólafur lést 2016 og Rósa í sama mánuði 2016.

I. Maður Rósu Fjólu, (12. október 1946), var Ólafur Karlsson prentari, prentsmiðjueigandi og -rekandi, f. 28. maí 1927 á Hvammstanga, d. 23. júní 2016. Foreldrar hans voru Karl Friðriksson brúarsmiður, f. 1. apríl 1891, d. 22. mars 1970, og kona hans Guðrún Sigurðardóttir húsfreyja, f. 13. apríl 1893, d. 17. febrúar 1973.
Börn þeirra:
1. Magnús Ólafsson leikari, f. 17. febrúar 1946. Kona hans Elísabet Sonja Harðardóttir.
2. Hulda Karen Ólafsdóttir félagsfræðingur, sjúkraliði, f. 14. desember 1949, býr í Noregi. Maður hennar Stefán Björgvinsson, látinn.
3. Elísabet Ólafsdóttir sagnfræðingur, f. 13. október 1954. Maður hennar Jóhann J. Hafstein.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.