„Katrín Ingvarsdóttir (Karlsbergi)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Katrín Ingvarsdóttir''' frá Karlsbergi við Heimagötu 20, húsfreyja, skrifstofumaður fæddist þar 15. september 1938.<br> Foreldrar hennar voru Ingvar Guðmundur Júlíusson sjómaður, vélstjóri, stýrimaður, skipaskoðunarmaður, byggingaverkamaður, oddviti á Eskifirði 1962-dd., f. 2. júlí 1907, d. 1. desember 1963, og kona hans Guðrún Ágústsdóttir frá Úthlíð, húsfreyja, f. 6. september...) |
m (Verndaði „Katrín Ingvarsdóttir (Karlsbergi)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 16. desember 2022 kl. 15:53
Katrín Ingvarsdóttir frá Karlsbergi við Heimagötu 20, húsfreyja, skrifstofumaður fæddist þar 15. september 1938.
Foreldrar hennar voru Ingvar Guðmundur Júlíusson sjómaður, vélstjóri, stýrimaður, skipaskoðunarmaður, byggingaverkamaður, oddviti á Eskifirði 1962-dd., f. 2. júlí 1907, d. 1. desember 1963, og kona hans Guðrún Ágústsdóttir frá Úthlíð, húsfreyja, f. 6. september 1910, d. 11. maí 1999.
Börn Guðrúnar og Ingvars:
1. Katrín Ingvarsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður í Hafnarfirði, f. 15. september 1938 á Heimagötu 20, (Karlsbergi). Maður hennar Kristinn Guðnason Hafliðason.
2. Júlíus Kristinn Ingvarsson bankagjaldkeri á Eskifirði, síðar bankastjóri í Þorlákshöfn, f. 17. mars 1943 á Eskifirði, d. 7. mars 2022. Kona hans Hafdís Þóra Ragnarsdóttir.
Katrín var með foreldrum sínum í æsku, á Karlsbergi og á Eskifirði.
Hún lauk prófum í Samvinnuskólanum 1958.
Þau Kristinn giftu sig 1960, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Öldugötu 33, Hólabraut 14, búa síðan á Miðvangi 67 í Hafnarfirði.
I. Maður Katrínar, (6. ágúst 1960), er Kristinn Guðnason Hafliðason frá Hvammi í Holtahreppi, Rang., verslunarstjóri, sölustjóri hjá Osta- og smjörsölunni, f. 28. ágúst 1937. Foreldrar hans voru Hafliði Hafliðason steinsmiður, síðar verslunarmaður í Reykjavík, f. 30. janúar 1876 í Litlabæ í Kjósarhreppi, d. 5. október 1956, og barnsmóðir hans Anna Guðnadóttir bóndi í Hvammi, síðan húsfreyja í Hafnarfirði, f. 11. apríl 1904, d. 4. maí 1987.
Börn þeirra:
1. Guðrún Kristinsdóttir kennari á Húsavík, f. 1. desember 1960. Maður hennar Ingólfur Freysson.
2. Ingvar Kristinsson vélaverkfræðingur í Reykjavík, f. 13. júní 1962. Kona hans Steinunn Jóhannsdóttir.
3. Kristinn Kristinsson, hefur doktorspróf í rafmagnsverkfræði, býr í Bandaríkjunum, f. 3. janúar 1964. Kona hans Anna Dóra Guðmundsdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Holtamannabók I – Holtahreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra, Hellu 2006.
- Íslendingabók.
- Katrín.
- Morgunblaðið 21. maí 1999. Minning Guðrúnar Ágústsdóttur.
- Prestþjónustubækur.
- Verkfræðingatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson. Þjóðsaga ehf. 1996.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.