„Eiríkur Þorleifsson (skipstjóri)“: Munur á milli breytinga
m (Verndaði „Eiríkur Þorleifsson (skipstjóri)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 22: | Lína 22: | ||
[[Flokkur: Skipstjórar]] | [[Flokkur: Skipstjórar]] | ||
[[Flokkur: Trillukarlar]] | [[Flokkur: Trillukarlar]] | ||
[[Flokkur: Útgerðarmenn]] | |||
[[Flokkur: Fólk fætt á 20. öld]] | [[Flokkur: Fólk fætt á 20. öld]] | ||
[[Flokkur: Íbúar við Brimhólabraut]] | [[Flokkur: Íbúar við Brimhólabraut]] |
Núverandi breyting frá og með 17. nóvember 2022 kl. 10:56
Eiríkur Þorleifsson skipstjóri, útgerðarmaður fæddist fæddist 28. júlí 1950 í Dagsbrún í Neskaupstað.
Foreldrar hans Ölver Þorleifur Jónasson frá Neskaupstað, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 11. september 1914, d. 1. apríl 1994, og kona hans Sigurfinna Eiríksdóttir frá Dvergasteini, húsfreyja, f. 21. júlí 1915, d. 24. ágúst 1997.
Eiríkur lauk I. og II. stigi í Stýrimannaskólanum í Eyjum 1969-1971.
Hann var skipstjóri og útgerðarmaður.
Við Gosið 1973 gerðu þau Þóra út frá Suðureyri í Súgandafirði í nokkra mánuði, fluttu til Hafnar í Hornafirði, gerðu þar í fyrstu út Gullfaxa SF 11 og síðar Þóri SF 77. Frá 1986 til 1997 gerðu þau út trillurnar Fríðu og Fáfni.
Þau fluttu til Hafnarfjarðar 1997.
Þau Þóra giftu sig 1971, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu á Brimhólabraut 7 í Eyjum, á Suðureyri í Súgandafirði, á Höfn í Hornafirði og í Hafnarfirði.
Þóra lést 2013.
I. Kona Eiríks, (29. maí 1971), var Jónasína Þóra Erlendsdóttir húsfreyja, f. 13. júní 1950, d. 20. júlí 2013.
Barn þeirra:
1. Erlendur Eiríksson málarameistari, knattspyrnudómari, f. 4. febrúar 1971. Fyrrum kona hans Aldís St. Motensen Pålsøgard. Fyrrum kona hans Margrét Jósefsdóttir. Sambúðarkona hans Karólína Valdís Svansdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 31. júlí 2013. Minning Þóru.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.