„Ruth Guðjónsdóttir (London)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: thumb|200px|''Ruth Guðjónsdóttir. '''Ruth Guðjónsdóttir''' frá London við Miðstræti 3, húsfreyja, bankaritari fæddist 15. júlí 1940 á Geirlandi við Vestmannabraut 8 og lést 15. apríl 2022.<br> Foreldrar hennar voru Guðjón Þorkelsson frá Sandprýði, skipstjóri, f. þar 12. september 1907, d. 8. desember 1982, og kona hans Þuríður Einarsdóttir (London)|...) |
m (Viglundur færði Rut Guðjónsdóttir (London) á Ruth Guðjónsdóttir (London)) |
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum) | |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 28. júlí 2022 kl. 14:32
Ruth Guðjónsdóttir frá London við Miðstræti 3, húsfreyja, bankaritari fæddist 15. júlí 1940 á Geirlandi við Vestmannabraut 8 og lést 15. apríl 2022.
Foreldrar hennar voru Guðjón Þorkelsson frá Sandprýði, skipstjóri, f. þar 12. september 1907, d. 8. desember 1982, og kona hans Þuríður Einarsdóttir frá Geirlandi, húsfreyja, f. þar 31. desember 1910, d. 30. janúar 1988.
Börn Þuríðar og Guðjóns:
1. Sigríður Guðjónsdóttir húsfreyja, lífeindafræðingur, f. 30. júní 1935 í London. Maður hennar er Haraldur Hamar.
2. Guðbjörg Guðjónsdóttir húsfreyja, sjúkraliði, f. 20. mars 1937 í London. Maður hennar Eðvar Ólafur Ólafsson, látinn.
3. Rut Guðjónsdóttir bankaritari, f. 15. júlí 1940 í London. Maður hennar Bjarni Mathiesen, látinn.
4. Gylfi Guðjónsson arkitekt, f. 27. ágúst 1947 í Reykjavík. Kona hans Kristín Jónsdóttir.
Ruth var með foreldrum sínum á Geirlandi og í London og flutti með þeim til Reykjavíkur 1944.
Hún lauk námi í Kvennaskólanum í Reykjavík.
Ruth var bankaritari hjá Búnaðarbankanum og Arionbanka til starfsloka vegna aldurs.
Þau Bjarni giftu sig 1961, eignuðust þrjú börn.
Bjarni lést í mars 2022 og Ruth í apríl 2022.
I. Maður Ruthar, (3. júní 1961), var Bjarni Theodórsson Mathiesen rafvirki, brunavörður, eldvarnaeftirlitsmaður, f. 12. janúar 1940, d. 9. mars 2022. Foreldrar hans voru Theodór Árni Mathiesen frá Hafnarfirði, læknir, f. 12. mars 1907, d. 18. janúar 1957, og kona hans Júlíana Sigríður Mathiesen frá Keflavík, húsfreyja, f. 25. september 1909, d. 2. janúar 1995.
Börn þeirra:
1. Arna Sigríður Mathiesen arkitekt, f. 19. apríl 1965. Maður hennar Eyjólfur Kjalar Emilsson.
2. Guðjón Þór Mathiesen viðskiptafræðingur, f. 4. maí 1969. Kona hans Auðný Vilhjálmsdóttir.
3. Theódóra Mathiesen viðskiptafræðingur, f. 5. apríl 1975. Maður hennar Arnór Þorkell Gunnarsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 28. apríl 2022. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.