„Unnur Þorleifsdóttir (Túnsbergi)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|200px|''Unnur Þorleifsdóttir. '''Unnur Guðlaug Þorleifsdóttir''' frá Túnsbergi við Vesturveg 22, húsfreyja, iðnverkakona, verslunarmaður fæddist þar 16. júlí 1932, skírð 27. október 1932 í Skarði í Djúpárhreppi, Rang., og lést 19. september 2017.<br> Foreldrar hennar voru Þorleifur Einarsson bóndi, verkamaður, f. 7. janúar 1878 í Hallgeirsey í A.-Landeyjum,...)
 
 
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum)
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 7. júní 2022 kl. 13:24

Unnur Þorleifsdóttir.

Unnur Guðlaug Þorleifsdóttir frá Túnsbergi við Vesturveg 22, húsfreyja, iðnverkakona, verslunarmaður fæddist þar 16. júlí 1932, skírð 27. október 1932 í Skarði í Djúpárhreppi, Rang., og lést 19. september 2017.
Foreldrar hennar voru Þorleifur Einarsson bóndi, verkamaður, f. 7. janúar 1878 í Hallgeirsey í A.-Landeyjum, d. 22. maí 1960, og barnsmóðir hans Jóhanna Júnía Guðlaugsdóttir frá Gvendarkoti í Þykkvabæ, Rang., vinnukona, f. 28. júní 1905, d. 6. október 1933.

Unnur missti móður sína úr berklum 1933. Hún var í fóstri fyrstu ár sín hjá Jórunni Jónsdóttur móðurmóður sinni og Sigurrós móðursystur sinni í Vallarhúsi í Þykkvabæ, var síðan í fóstri hjá Sigurrós og Bjarna Sæmundssyni að Bláfelli í Hveragerði.
Hún lauk skyldunámi í Hveragerði og lauk húsmæðraskólanum þar.
Unnur vann á prjónastofu Leós Árnasonar í Hveragerði og vann við fiskiðnað í Þorlákshöfn.
Hún flutti til Reykjavíkur og starfaði m.a. í Hressingarskálanum og í ullarverksmiðjunni Álafossi. Lengst vann hún á ýmsum saumastofum og við verslunarrekstur við verslunina Brekku í Vesturbænum, en það var verslun þeirra Ragnars.
Þau Ragnar giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Löngubrekku, síðan í Vogatungu 30 í Kópavogi.
Unnur dvaldi að síðustu á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi.
Hún lést 2017.

I. Maður Unnar er Ragnar Jónatansson kaupmaður, f. 24. janúar 1931. Foreldrar hans voru Jónatan Halldór Þorsteinsson, f. 12. nóvember 1893, d. 14. júlí 1980, og Birgitta Einarsdóttir, f. 18. júní 1900, d. 23. febrúar 1981.
Börn þeirra:
1. Ómar Ragnarsson, f. 3. janúar 1957. Fyrri kona hans Ágústa Frímannsdóttir. Kona hans Nína Margrét Pálmadóttir.
2. Brynjar Örn Ragnarsson, f. 1. janúar 1958. Fyrri kona hans Ingibjörg Guðmundsdóttir. Kona hans Brynja Magnúsdóttir.
3. Hanna Rósa Ragnarsdóttir, f. 23. desember 1958. Barnsfaðir hennar Zarif.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.