„Emelía Benediktsdóttir“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Emelía Benediktsdóttir''' frá Ólafsvík, húsfreyja, matselja fæddist þar 19. júlí 1906 og lést 5. júlí 1993.<br> Foreldrar hennar voru Benedikt Gabríel Jónsson, f. 5. maí 1876, d. 12. apríl 1957 og kona hans Guðbjörg Halldórsdóttir.<br> Fósturforeldrar Emelíu voru Helgi Daníelsson í Helludal í Bervík, f. 2. júní 1865 og kona hans Anna Guðmundsdóttir. Emelía flutti til Stykkishólms um fermingu, var þar í vistum til átján ára aldurs og...)
 
m (Verndaði „Emelía Benediktsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 2. febrúar 2022 kl. 18:26

Emelía Benediktsdóttir frá Ólafsvík, húsfreyja, matselja fæddist þar 19. júlí 1906 og lést 5. júlí 1993.
Foreldrar hennar voru Benedikt Gabríel Jónsson, f. 5. maí 1876, d. 12. apríl 1957 og kona hans Guðbjörg Halldórsdóttir.
Fósturforeldrar Emelíu voru Helgi Daníelsson í Helludal í Bervík, f. 2. júní 1865 og kona hans Anna Guðmundsdóttir.

Emelía flutti til Stykkishólms um fermingu, var þar í vistum til átján ára aldurs og 1927 hélt hún til Eskifjarðar og var þar í kaupavinnu.
Hún eignaðist Láru Þorbjörgu með Auðbirni á Eskifirði 1928, missti hana 1929.
Þau Jóhann Kristinn giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Arnarnesi við Brekastíg 36 og á Sólbergi við Brekastíg 3. Þau skildu.
Emelía flutti til Reykjavíkur, var matselja og hélt kostgangara. Þar kynntist hún Þormóði Ottó. Þau giftu sig 1943, eignuðust þrjú börn og eitt fósturbarn, en misstu síðasta barnið 1951, átján mánaða gamalt.
Þormóður Ottó lést 1965 og Emelía 1993.

I. Barnsfaðir Emelíu var Auðbjörn Sigurður Emilsson málari á Eskifirði, f. 3. september 1903, d. 11. maí 1959.
Barn þeirra:
1. Lára Þorbjörg Auðbjörnsdóttir, f. 1. september 1928 í Byggðarholti á Eskifirði, d. 18. júlí 1929.

II. Maður Emelíu, skildu 1940, var Jóhann Kristinn Guðmundsson vélstjóri, f. 3. nóvember 1904 á Kaldalæk á Vattarnesi við Reyðarfjörð, d. 18. febrúar 1943, er m.s. Þormóður fórst.
Börn þeirra:
1. Anna Helga Kristinsdóttir, f. 28. ágúst 1932, d. 23. ágúst 1995. Maður hennar Þór Georg Þorsteinsson, látinn.
2. Jón Guðmundur Kristinsson, f. 8. nóvember 1933, d. 12. febrúar 1986. Kona hans Fjóla Jóhanna Halldórsdóttir, látin.
3. Rudólf Kristinsson, f. 17. júlí 1936, ókvæntur.

III. Maður Emelíu, (14. júní 1943), var Þormóður Ottó Jónsson frá Skuld á Blönduósi, verkamaður, f. 1. október 1917, d. 28. desember 1965. Foreldrar hans voru Jón Helgason verkamaður, f. 23. maí 1863, d. 20. maí 1940, og kona hans Ingibjörg Ragnheiður Sveinsdóttir húsfreyja, f. 12. nóvember 1871, d. 1. október 1927.
Börn þeirra:
4. Ragnheiður Kristín Þormóðsdóttir, f. 12. mars 1943. Maður hennar Ólafur Björn Guðmundsson.
5. Arnþór Brynjar Þormóðsson, f. 10. ágúst 1944, d. 6. maí 2005. Fyrrum kona hans Jóna Benediktsdóttir.
6. Barn, sem dó átján mánaða gamalt.
Fósturbarn þeirra Emelíu og Þormóðs:
7. Ingþór Pétur Þorvaldsson, f. 6. janúar 1960.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.