„Egill Guðni Guðnason“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Egill Guðni Guðnason''' frá Eskifirði, sjómaður, stýrimaður fæddist 4. maí 1969 í Reykjavík. <br> Foreldrar hans Guðni Þór Gunnarsson vélstjóri á Eskifirði, f....)
 
m (Verndaði „Egill Guðni Guðnason“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 27. desember 2021 kl. 14:20

Egill Guðni Guðnason frá Eskifirði, sjómaður, stýrimaður fæddist 4. maí 1969 í Reykjavík.
Foreldrar hans Guðni Þór Gunnarsson vélstjóri á Eskifirði, f. þar 19. febrúar 1944, og kona hans Jóhanna Andrea Ólafsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður á Eskifirði, f. 25. maí 1944 í Reykjavík.

Egill Guðni lauk prófum í Stýrimannaskólanum í Reykjavík, flutti til Eyja 1998.
Hann hefur verið á ýmsum skipum í Eyjum, er nú á Vestmannaey VE.
Þau Svanhvít giftu sig 2000, eiga eitt barn. Þau bjuggu á Túngötu 16, en búa nú á Ægisgötu 2.

I. Kona Egils Guðna, (1. ágúst 2000), er Svanhvít Friðþjófsdóttir húsfreyja, M.ed., grunnskólakennari, deildarstjóri, f. 29. september 1965.
Barn þeirra:
1. Urður Eir Egilsdóttir nemi í Háskóla Íslands, f. 3. júlí 2001.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.