„Þuríður Backman (Berjanesi)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
m (Verndaði „Þuríður Backman (Berjanesi)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 1: Lína 1:
[[Mynd:Þuríður Backman2.jpg|thumb|150px|''Þuríður Backman.]]
[[Mynd:Þuríður Backman2.jpg|thumb|150px|''Þuríður Backman.]]
'''Þuríður Backman''' hjúkrunarfræðingur, hjúkrunarforstjóri, alþingismaður fæddist 8. janúar 1948 í Reykjavík.<br>
'''Þuríður Backman''' hjúkrunarfræðingur, hjúkrunarforstjóri, alþingismaður fæddist 8. janúar 1948 í Reykjavík.<br>
1. Foreldrar hennar voru Ernst Fridolf Backman íþrótakennari, þjálfari, f. 21. október 1920, d. 22. febrúar 2018, og kona hans [[Ragnheiður Jónsdóttir (Berjanesi)|Ragnheiður Jónsdóttir]] frá [[Berjanes]]i, húsfreyja, sjúkraliði, f. 10. apríl 1928, d.  29. júlí 2018.<br>
Foreldrar hennar voru Ernst Fridolf Backman íþrótakennari, þjálfari, f. 21. október 1920, d. 22. febrúar 2018, og kona hans [[Ragnheiður Jónsdóttir (Berjanesi)|Ragnheiður Jónsdóttir]] frá [[Berjanes]]i, húsfreyja, sjúkraliði, f. 10. apríl 1928, d.  29. júlí 2018.<br>


Börn Ragnheiðar og Ernsts:<br>
Börn Ragnheiðar og Ernsts:<br>

Núverandi breyting frá og með 16. desember 2021 kl. 10:12

Þuríður Backman.

Þuríður Backman hjúkrunarfræðingur, hjúkrunarforstjóri, alþingismaður fæddist 8. janúar 1948 í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Ernst Fridolf Backman íþrótakennari, þjálfari, f. 21. október 1920, d. 22. febrúar 2018, og kona hans Ragnheiður Jónsdóttir frá Berjanesi, húsfreyja, sjúkraliði, f. 10. apríl 1928, d. 29. júlí 2018.

Börn Ragnheiðar og Ernsts:
1. Þuríður Backman hjúkrunarfræðingur, alþingismaður, f. 8. janúar 1948. Barnsfaðir hennar Bjarni Sívertsen. Maður hennar Björn Kristleifsson.
2. Jón Rúnar Backman húsasmíðameistari, f. 6. janúar 1951. Kona hans Þóra Elín Guðjónsdóttir.

Þuríður var með foreldrum sínum í æsku, en ólst að nokkru upp hjá móðurforeldrum sínum í Berjanesi. Þar var hún með lögheimili 1972.
Hún lauk landsprófi miðskóla í Vogaskóla 1964, námi í Hjúkrunarskóla Íslands í mars 1973 og framhaldsnámi í hand- og lyflækningahjúkrun við Nýja hjúkrunarskólann 1983. Þá lærði hún á tveim námskeiðum við Nordiska hälsåvårdshögskolen í Gautaborg 1986-1988 og fékk diploma 1992.
Þuríður var hjúkrunarfræðingur og deildarstjóri á Borgarspítalanum, hjúkrunarfræðingur við Heilsuverndarstöðina í Reykjavík og Heilsugæslustöðina Asparfelli og við sjúkrahúsið á Egilsstöðum. Hún var hjúkrunarforstjóri Heilsugæslustöðvarinnar á Egilsstöðum og síðan hjúkrunarfræðingur þar.
Hún var fræðslufulltrúi Krabbameinsfélags Íslands 1990–1996.
Þuríður var formaður Krabbameinsfélags Héraðssvæðis 1986–2000, í Ferðamálaráði 1989–1993, í bæjarstjórn Egilsstaða 1990–1998, forseti 1994–1998. Hún var varamaður í tryggingaráði 1995–1999, í stjórn Listskreytingasjóðs 1997–1999, í tóbaksvarnanefnd 1997–1999, í stjórn Krabbameinsfélags Íslands 1997–1999 og verkefnisstjórn Staðardagskrár 21 1998–2000. Hún sat í Þingvallanefnd 2010 og 2011–2013.
Þuríður var alþingismaður Austurlands 1999–2003, alþingismaður Norðausturkjördæmis 2003–2013 (Vinstrihreyfingin – grænt framboð).
Hún var varaþingmaður Austurlands mars 1992, október–nóvember 1993, nóvember 1994, nóvember 1995, október 1996, október–nóvember 1997 (Alþýðubandalag), nóvember 1998 (þingflokkur óháðra).
Hún var 5. varaforseti Alþingis 2003–2007, 2. varaforseti Alþingis 2007–2013.
Þuríður var formaður þingflokks Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs 2011.
Hún sat í fjölda nefnda á vegum Alþingis frá 1999-2013.
Þuríður sat í Íslandsdeild Alþjóðaþingmannasambandsins 2007–2013 (formaður 2009–2013), í Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins 2011–2013 (formaður 2011–2013).

I. Barnsfaðir Þuríðar var Bjarni Kristinn Sívertsen tæknifræðingur, f. 16. nóvember 1966.
Barn þeirra:
1. Ragnheiður Sívertsen íþróttakennari, leikskólakennari, f. 28. mars 1966.

II. Maður Þuríðar, (6. janúar 1973), er Björn Kristleifsson arkitekt, f. 1. desember 1946. Foreldrar hans Kristleifur Jónsson, f. 18. nóvember 1898, d. 29. janúar 1978, og Sigríður Þóra Jensdóttir húsfreyja, f. 27. ágúst 1910, d. 11. júlí 1995.
Börn þeirra:
1. Kristleifur Björnsson myndlistarmaður, f. 12. nóvember 1973. Barnsmóðir hans Jonna Huttunin, af finnskum ættum.
2. Þorbjörn Björnsson sviðslistamaður í Þýskalandi, f. 28. júní 1978. Sambúðarkona hans Julia Marx.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.