Ragnheiður Sívertsen

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Ragnheiður Bjarnadóttir Sívertsen frá Berjanesi, íþróttakennari, leikskólakennari, deildarstjóri fæddist 28. mars 1966.
Foreldrar hennar eru Bjarni Kristinn Sívertsen tæknifræðingur, f. 16. nóvember 1946 og Þuríður Backmann hjúkrunarfræðingur, alþingismaður, f. 8. janúar 1948.

Ragnheiður var með móður sinni og Jóni langafa sínum og Ólöfu langömmu sinni í Berjanesi um skeið.
Hún lauk íþróttakennaraprófi 1990 og varð leikskólakennari 2019.
Ragnheiður hefur unnið á leikskólanum Sunnuhvoli á Vífilsstöðum í Garðabæ frá 2012, tók við deildarstjórastöðu á Fiðrildadeild leikskólans í ágúst 2020.
Þau Hilmar giftu sig 1998, eiga tvö börn. Þau búa í Hveralind í Kópavogi.

I. Maður Ragnheiðar, (1. ágúst 1998), er Hilmar Sigurðsson véltæknifræðingur, f. 7. febrúar 1965. Foreldrar hans Sigurður Fímann Hilmarsson vélstjóri, f. 6. ágúst 1944, og Droplaug Eiríksdóttir Kjerulf húsfreyja, f. 2. apríl 1947.
Börn þeirra:
1. Tinna Björk Hilmarsdóttir viðskiptafræðingur, f. 23. mars 1992. Sambúðarmaður Vernharður Lárus Reinhardsson.
2. Hildur Sif Hilmarsdóttir nemi, f. 26. nóvember 1996.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.