„Sveinn Friðriksson (vélvirki)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
m (Verndaði „Sveinn Friðriksson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 16. maí 2024 kl. 14:42

Sveinn Friðriksson frá Landagötu 23 vélvirki fæddist þar 3. apríl 1953.
Foreldrar hans voru Friðrik Friðriksson frá Skipholti, verkamaður, sjómaður, bifreiðastjóri, f. 4. september 1926 á Hofsstöðum við Brekastíg 30, d. 23. maí 2003, og kona hans Sigríður Elísabet Andrésdóttir frá Stóru-Breiðavíkurhjáleigu í Reyðarfirði, húsfreyja, f. 10. júlí 1924, d. 20. apríl 2003.

Börn Elísabetar og Friðriks:
1. Guðrún Valgerður Friðriksdóttir húsfreyja, f. 31. ágúst 1948. Maður hennar Ásbjörn Guðjónsson.
2. Sveinn Friðriksson vélvirki, býr í Kaupmannahöfn, f. 3. apríl 1953. Kona hans Kolbrún Sigurðardóttir.

Sveinn lærði vélvirkjun. Hann býr í Kaupmannahöfn og vinnur við bílabreytingar fyrir fatlaða.
Þau Kolbrún giftu sig, eignuðust þrjú börn.

I. Kona Sveins er Kolbrún Sigurðardóttir húsfreyja, f. 27. nóvember 1955 í Hrauni í Glerárhverfi á Akureyri. Foreldrar hennar voru Sigurður Kristinn Kristjánsson úr Svarfaðardal, bóndi, sjómaður, f. 2. mars 1913, d. 21. maí 2004 og Sigurlaug Ingunn Sveinsdóttir frá Blönduósi, húsfreyja, f. 18. janúar 1919, d. 21. desember 2008.
Börn þeirra:
1. Sigurlaug Ingunn Sveinsdóttir húsfreyja, f. 16. september 1973. Maður hennar Henrik Gregersen.
2. Valgerður Elsa Sveinsdóttir, f. 23. júlí 1978, ógift.
3. Harpa Sveinsdóttir húsfreyja, f. 19. júlí 1982. Maður hennar Mikkel Quistgaard Knudsen.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.