„Sigríður Magnúsdóttir (Gilsbakka)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Sigríður Magnúsdóttir''' frá Krossi í A-Landeyjum, húsfreyja í Neðridal u. Eyjafjöllum, síðar í dvöl á Gilsbakka fæddist 18. september 1834 og lést 7...) |
m (Verndaði „Sigríður Magnúsdóttir (Gilsbakka)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 6. desember 2021 kl. 10:27
Sigríður Magnúsdóttir frá Krossi í A-Landeyjum, húsfreyja í Neðridal u. Eyjafjöllum, síðar í dvöl á Gilsbakka fæddist 18. september 1834 og lést 7. september 1921.
Foreldrar hennar voru Magnús Þórðarson bóndi á Krossi og , f. 15. maí 1802 í Moldnúpi u. Eyjafjöllum, d. 30. apríl 1868 í Efrirotum u. Eyjafjöllum, og kona hans Valgerður Andrésdóttir frá Vorsabæ í A-Landeyjum, f. 9. janúar 1802, d. 21. maí 1844.
Sigríður var með foreldrum sínum fyrstu 9 ár sín, en móðir hennar lést 1844, og síðan var hún með föður sínum og stjúpmóður og enn 1855. Þá var Árni vinnumaður á bænum.
Þau Árni giftu sig 1858, eignuðust átta börn, en misstu þrjú þeirra á ungum aldri, og Árni átti eitt barn áður. Þau voru húshjón í Syðrirotum í fyrstu, voru komin í Neðridal 1860 og bjuggu þar. Þau eignuðust Erlend þar 1864.
Árni lést 1894.
Sigríður var ekkja, hjú í Sauðhústúni í Fljótshlíð 1901, flutti til Eyja 1909 og bjó hjá Erlendi og Björgu.
Hún lést 1921.
I. Maður Sigríðar, (18. júlí 1858), var Árni Indriðason bóndi, f. 17. desember 1823 í Pétursey í Mýrdal, d. 8. mars 1894 í Seljalandsseli u. Eyjafjöllum.
Foreldrar hans Indriði Árnason bóndi í Pétursey og víðar, f. 1787 í Skammadal í Mýrdal, var 1860 hjá dóttur sinni í Móakoti á Vatnsleysuströnd í Gullbr.s., og kona hans Þuríður Pétursdóttir húsfreyja, f. 1788 í Pétursey , d. 7. ágúst 1839 á Götum í Mýrdal.
Börn þeirra:
1. Jón Árnason, f. 28. apríl 1857, d. 4. maí 1857.
2. Valgerður Árnadóttir vinnukona á Seyðisfirði 1930, f. 25. mars 1858, d. 11. nóvember 1940.
3. Þuríður Árnadóttir húsfreyja í Görðum í Árn, f. 29. maí 1861, d. 21. september 1918.
4. Guðrún Árnadóttir, f. 12. október 1862, d. 17. júlí 1949.
5. Erlendur Árnason trésmíðameistari, f. 5. nóvember 1864, d. 28. nóvember 1946.
6. Magnús Árnason, f. 28. janúar 1867, d. 25. júlí 1968.
7. Magnús Árnason, f. 19. nóvember 1868.
8. Jón Árnason, f. 22. apríl 1871, d. 25. júní 1868.
Barn Árna með Björgu Þorgeirsdóttur:
9. Þorgerður Árnadóttir húskona í Nýborg, f. 28. mars 1845, d. í Vesturheimi.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.