Þorgerður Árnadóttir (Nýborg)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Þorgerður Árnadóttir húskona í Nýborg, síðar húsfreyja í Utah fæddist 28. mars 1845 á Dyrhólum í Mýrdal.
Foreldrar hennar voru Árni Indriðason bóndi í Neðri-Dal u. Eyjafjöllum, f. 17. desember 1823 í Pétursey í Mýrdal, d. 8. mars 1894 í Seljalandsseli u. Eyjafjöllum, og barnsmóðir hans Björg Þorgeirsdóttir vinnukona, f. 28. ágúst 1816 á Undirhrauni í Meðallandi, d. 1. apríl 1881 á Reyni í Mýrdal.

Systkini hennar í Eyjum, af sama föður:
1. Guðrún Árnadóttir verkakona, f. 12. október 1862, d. 17. júlí 1949.
2. Erlendur Árnason trésmíðameistari, f. 5. nóvember 1864, d. 28. nóvember 1946.

Þorgerður var með móður sinni í Reynishólum í Mýrdal til ársins 1846, á Suður-Hvoli þar 1846-1853. Hún var tökubarn á Dyrhólum þar 1853-1854, á Seljalandi u. Eyjafjöllum frá 1854, en var komin til föður síns í Neðri-Dal þar 1860, vinnukona á Seljalandi þar 1870.
Hún fæddi Vigfúsínu fyrri á Efri-Holtum 1878, en hún dó tæpra 4 mánaða gömul og ól Árna, son þeirra Vigfúsar, 1880, þá vinnukona á Efri-Holtum, en Vigfús var þá í Eyjum.
Þorgerður kom úr Dalsókn að Sjólyst 1880 án barnsins, sem kom til þeirra Vigfúsar 1882, og á því ári voru þau húsfólk í Nýborg. Þar var hún 1883 við fæðingu Vigfúsínu, en Vigfús var vinnumaður í Boston með Árna hjá sér. Þorgerður fór úr Eyjum með Vigfúsínu síðar á árinu. Hún lést 1884, og Þorgerður kom aftur til Eyja 1885 undan V-Eyjafjöllum.
Árni var sendur frá Boston til Utah 1885 með Jóni Þorlákssyni húsmanni frá Dufþekju í Hvolhreppi, og Vigfús fór Vestur 1886.
Þorgerður fór frá Frydendal til Utah 1887. Þau Vigfús giftu sig Vestra.

Maður Þorgerðar var Vigfús Eiríksson vinnumaður, húsmaður, ættaður úr Mýrdal, f. 1. desember 1843.
Börn þeirra hér:
1. Vigfúsína Vigfúsdóttir, f. 26. júní 1878 á Efri-Holtum u. Eyjafjöllum, d. 21. október 1878.
2. Árni Vigfússon, f. 3. febrúar 1880 á Efri-Holtum, fór til Utah 1885.
3. Vigfúsína Vigfúsdóttir, f. 25. mars 1883 í Nýborg, d. 20. ágúst 1884.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.