„Erla Einarsdóttir (Bröttugötu)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
m (Verndaði „Erla Einarsdóttir (Bröttugötu)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Ekkert breytingarágrip
Merki: Síðasta breyting handvirkt tekin til baka
 
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum)
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 15. september 2022 kl. 21:17

Erla Einarsdóttir húsfreyja, verkakona fæddist 14. janúar 1944 í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Einar Jens Guðmundsson vélstjóri, f. 20. maí 1909, d. 12. apríl 1961, og kona hans Snæbjörg Ólafsdóttir húsfreyja, skógerðarkona, f. 13. október 1914, d. 1. mars 2006.

Erla var með foreldrum sínum, en faðir hennar lést, er hún var 17 ára.
Erla kom til Eyja átján ára. Hún vann við fiskiðnað og við matarframreiðslu. Einnig var hún þerna á Herjólfi.
Þau Valgeir giftu sig 1963, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í fyrstu á Boðaslóð 5, þá á Bröttugötu 16, byggðu hús nærri hússtæði fyrrverandi prestseturs að Ofanleiti og bjuggu þar.
Valgeir lést 2016.
Erla býr að Áshamri 75.

I. Maður Erlu, (2. nóvember 1963), var Valgeir Jónasson trésmíðameistari, smíðakennari, f. 2. febrúar 1944 á Boðaslóð 5, d. 7. mars 2016.
Börn þeirra:
1. Anna Margrét Valgeirsdóttir grunnskólakennari, f. 16. apríl 1964. Fyrrum maður hennar Höskuldur Birkir Erlingsson. Maður hennar Stefán Pálsson.
2. Björg Valgeirsdóttir, býr í Noregi, f. 21. maí 1966. Fyrrum sambúðarmaður Guðmundur Ó. Björgvinsson.
3. Vilborg Valgeirsdóttir grunnskólakennari í Hrísey, f. 9. maí 1971. Maður hennar Anton Steinarsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.