„Árni Jónsson Strandberg“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Árni Jónsson Strandberg''' bakari, síðar bakarameistari í Reykjavík, fæddist 31. maí 1878 á Lýsuhóli í Staðarsveit á Snæfellsnesi og lést 12. júní 1968 í Reykjav...)
 
m (Verndaði „Árni Jónsson Strandberg“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 20. apríl 2021 kl. 18:02

Árni Jónsson Strandberg bakari, síðar bakarameistari í Reykjavík, fæddist 31. maí 1878 á Lýsuhóli í Staðarsveit á Snæfellsnesi og lést 12. júní 1968 í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Jón Árnason bóndi, síðar á Ytri-Görðum, f. 29. júlí 1850, d. 13. september 1888, og kona hans Elín Sigurðardóttir húsfreyja, f. 3. ágúst 1843, d. 10. júlí 1880.

Árni kom til Eyja 1910 og var bakari við Edinborgarverslun. Hann bjó á Lágafelli. Hann fór frá Eyjum til Kaupmannahafnar 1911, var um skeið í Bandaríkjunum. Hann var bakarameistari í Reykjavík.
Hann eignaðist barn með Guðrúnu 1911.
Þau Kristín Ólafía eignuðust fimm börn.

I. Barnsmóðir Árna var Guðrún Halldórsdóttir, f. 7. júní 1891 á Eyrarbakka, d. 21. janúar 1979.
Barn þeirra:
1. Guðfinna Ásta Árnadóttir Strandberg húsfreyja á Akranesi, og á Ránargötu 3 í Reykjavík, síðast í Fannborg 8 í Kópavogi, f. 23. október 1911 í Breiðholti, d. 8. júlí 1998. Maður hennar Jón Agnar Eyjólfsson.

II. Kona Árna var Kristín Ólafía Bjarnadóttir húsfreyja, f. 22. nóvember 1905 á Hraunsmúla í Staðarsveit á Snæfellsnesi, d. 30. desember 1980 í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Bjarni Jónsson bóndi og trésmiður í Hraunsmúla í Staðarsveit á Snæfellsnesi, f. 16. apríl 1868, d. 27. janúar 1940 og kona hans Kristbjörg Guðrún Jónsdóttir húsfreyja, f. 22. desember 1876, d. 25. febrúar 1920.
Börn þeirra:
1. Árni Hlöðver Árnason bílamálari í Reykjavík, f. 19. desember 1927 í Reykjavík, d. 11. janúar 1980. Fyrrum kona Jóna Friðgerður Ingibjörg Sigurgeirsdóttir. Fyrrum sambúðarkona Hanna Kristjánsdóttir.
2. Jón Hörður Árnason sjómaður, málari í Reykjavík, f. 15. júlí 1930, d. 22. október 1996. Kona hans Guðríður Hrefna Gunnarsdóttir.
3. Sóley Árnadóttir Strandberg, f. 30. nóvember 1932 í Reykjavík, d. 6. október 1995. Maður hennar Björn Karlsson.
4. Reynir Strandberg Árnason verkamaður, f. 29. janúar 1934 í Reykjavík, d. 28. maí 1962, ókv., barnlaus.
5. Örn Árnason bifreiðastjóri í Reykjavík, f. 8. júlí 1943, d. 5. júlí 2006. Fyrrum kona hans Rúna Didriksen.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 14 október 1995. Minning Sóleyjar Strandberg.
  • Prestþjónustubækur.
  • Þorsteinsætt.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.