„Sigfríður Sigurðardóttir (kennari)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Sigfríður Ingibjörg Sigurðardóttir''' úr Reykjavík, húsfreyja, leikskóla- og grunnskólakennari, fæddist þar 15. apríl 1948. <br> Foreldrar hennar voru Sigurður Zóp...)
 
m (Verndaði „Sigfríður Sigurðardóttir (kennari)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 11. janúar 2021 kl. 14:57

Sigfríður Ingibjörg Sigurðardóttir úr Reykjavík, húsfreyja, leikskóla- og grunnskólakennari, fæddist þar 15. apríl 1948.
Foreldrar hennar voru Sigurður Zóphoníasson sjómaður, f. 8. september 1922 á Stóru-Býlu á Skipaskaga, síðast á Borgarheiði í Hveragerði, d. 6. mars 2006, og fyrri kona hans Fjóla Guðrún Aradóttir húsfreyja, f. 10. maí 1924 í Norðurkoti í Vogum á Vatnsleysuströnd, síðast á Garðvangi í Garði, d. 3. febrúar 2010.

Sigfríður var með foreldrum sínum í æsku, flutti með þeim til Eyja 1952, bjó að Skólavegi 2, í Vöruhúsinu 1952-1954, þá í Reykjavík. Foreldrar hennar skildu 1955.
Hún flutti til Eyja með föður sínum og Guðfinnu síðari konu hans 1960, bjó með þeim á Fífilgötu 5.
Þau Kjartan giftu sig 1967, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í fyrstu í Valhöll, síðan að Hilmisgötu 1 til Goss.
Sigfríður bjó á Akranesi með börnin á Gosárinu, þá í Viðlagasjóðshúsi í Garði til 1975, þá í Eyjum til 1984, er þau Kjartan fluttu til Keflavíkur. Þau skildu 2003.
Sigfríður lauk prófi í Fósturskóla Íslands 1997 og kennaraprófi í Kennaraháskólanum 1999.
Hún var kennari við grunnskólann í Keflavík 1999-2017.
Sigfríður býr í Reykjanesbæ.

I. Maður Sigfríðar Ingibjargar, (21. janúar 1967, skildu), er Kjartan Másson íþróttakennari, þjálfari, fiskimatsmaður, útgerðarstjóri, fiskverkandi, verkstjóri, f. 17. apríl 1946.
Börn þeirra:
1. Bryndís Kjartansdóttir húsfreyja, skrifstofumaður í Keflavík, f. 30. maí 1966. Maður hennar Gunnar Björnsson.
2. Gunnheiður Kjartansdóttir skrifstofumaður í Keflavík, f. 31. desember 1971. Maður hennar Ólafur Bragi Bragason.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.