„Gunnar Carl Gränz“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: thumb|200px|''Gunnar Carl Gränz. '''Gunnar Carl Gränz''' frá Karlsbergi, málarameistari, myndlistarmaður á Selfossi fæddist þar 30. nó...) |
m (Verndaði „Gunnar Carl Gränz“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 6. september 2019 kl. 17:47
Gunnar Carl Gränz frá Karlsbergi, málarameistari, myndlistarmaður á Selfossi fæddist þar 30. nóvember 1932.
Foreldrar hans voru Carl Jóhann Gränz málara- og trésmíðameistari, f. 22. júlí 1887 í Reykjavík, d. 14. nóvember 1967, og kona hans Guðrún Sigríður Ólafsdóttir frá Vestri-Torfastöðum í Fljótshlíð, húsfreyja f. 10. september 1897, d. 2. janúar 1957.
Börn Guðrúnar og Carls Jóhanns:
1. Áki Guðni Gränz, málarameistari, listamaður í Njarðvík, f. 26. júní 1925 á Karlsbergi, d. 4. febrúar 2014, iðnnemi á Garðhúsum 1945.
2. Herbert Gränz málarameistari á Selfossi, f. 12. apríl 1930 á Karlsbergi, d. 3. febrúar 2011.
3. Gunnar Carl Gränz málarameistari, myndlistarmaður á Selfossi, f. 30. nóvember 1932 á Karlsbergi.
Gunnar var með foreldrum sínum á Karlsbergi, á Haukabergi og í Vegg og fluttist með þeim til Selfoss 1942.
Hann lærði málaraiðn hjá Kaupfélagi Árnesinga, lauk námi í Iðnskólanum þar og sveinspróf 1964 og meistarabréf fékk hann 1967.
Hann sótti námskeið í Scandinavian Picture í Kaupmannahöfn.
Gunnar var málarameistari á Selfossi, hefur stundað myndlist, telur sig alþýðulistamann, haldið fjölda sýninga á Selfossi og í Hveragerði.
Gunnar hefur hlotið viðurkenningu fyrir list sína.
I. Kona hans er Jóna Jónsdóttir frá Jarlsstöðum í Aðaldal, f. 2. apríl 1936, d. 23. júlí 2010. Foreldrar hennar voru Jón Sigtryggsson bóndi, f. 5. apríl 1902, d. 23. ágúst 1991, og kona hans Kristín Einarsdóttir húsfreyja, f. 15. janúar 1899, d. 9. október 1974.
Börn þeirra:
1. Guðrún Sandra Gunnarsdóttir, f. 24. júlí 1969. Hún vinnur hjá Ferðaþjónustu bænda, óg.
2. Gunnar Þór Gunnarsson rafvirki, f. 22. desember 1970, ókv.
Barn Jónu og fósturbarn Gunnars:
3. Kristín Ingólfsdóttir, f. 26. mars 1956.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Gunnar Carl.
- Íslendingabók.is.
- Íslenskir málarar - Saga og málaratal. Kristján Guðlaugsson. Málarameistarafélag Reykjavíkur 1982.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.