„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2003/ Baldur VE 24“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
(5 millibreytingar ekki sýndar frá sama notandanum)
Lína 1: Lína 1:
<center>'''[[Friðrik Ásmundsson]]'''</center><br>
<big><center>'''Friðrik Ásmundsson'''</center></big><br>


<big><big><center>'''Baldur VE 24'''</center><br>
<big><big><center>'''Baldur VE 24'''</center></big></big><br>


   
   
Lína 13: Lína 13:
Þeir feðgar, Hannes og Haraldur yngri, keyptu í maí 2002,"bát af Cleopötru gerð, Víkurröst VE 70 og gerðu hann út síðastliðið sumar í dagakerfi smábáta með góðum árangri. Hann er 5,9 tonn. Haraldur er með hann auk þess að vera á Ísleifi á nótaveiðum.<br>
Þeir feðgar, Hannes og Haraldur yngri, keyptu í maí 2002,"bát af Cleopötru gerð, Víkurröst VE 70 og gerðu hann út síðastliðið sumar í dagakerfi smábáta með góðum árangri. Hann er 5,9 tonn. Haraldur er með hann auk þess að vera á Ísleifi á nótaveiðum.<br>
Skráð eftir frásögnum Haraldar Hannessonar eldri, Hannesar Haraldssonar og Sigurmundar Gísla Einarssonar.
Skráð eftir frásögnum Haraldar Hannessonar eldri, Hannesar Haraldssonar og Sigurmundar Gísla Einarssonar.
<div style="text-align: right; direction: ltr; margin-left: 1em;">'''Friðrik Asmundsson'''
<div style="text-align: right; direction: ltr; margin-left: 1em;">'''[[Friðrik Ásmundsson|Friðrik Asmundsson]]'''




<div style="text-align: left; direction: ltr; margin-right: 1em;">{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}}
<div style="text-align: left; direction: ltr; margin-right: 1em;">{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}}

Núverandi breyting frá og með 30. júlí 2019 kl. 13:24

Friðrik Ásmundsson


Baldur VE 24



Þegar Baldri VE 24 var fargað vorið 2002, var hann elsta skip íslenska flotans og enginn vélbátur hafði siglt lengur til fiskjar frá Vestmannaeyjum. Hann var í eigu sömu útgerðarinnar hér frá því hann var keyptur til landsins vorið 1939 til áramóta 2001-2002. Fáum ef nokkrum var eins vel við haldið og honum alla tíð. Mikil gæfa og gifta fylgdi útgerð og áhöfnum hans öll þessi ár.

Arið 1986 sögðu þáverandi skoðunarmenn í blaðaviðtali, þeir Tryggvi Sigurðsson og Þórarinn Sigurðsson, að Baldur bæri af fyrir góða umhirðu. Hvar sem var, í lúkar, vélarrúmi, lest eða stýrishúsi og hvar sem var ofandekks og neðan, var allt á einn veg og í honum voru góð tæki. Þeir sögðu að enginn gæti látið sér detta í hug að þetta væri 55 ára gamalt skip. Skrokkurinn sérstaklega fallegur. Gætt hafi verið vel að því að hafa nóg af fríholtum á bátnum og binda vel við bryggjur. Þar færu þeir yfirleitt verst í barningi við þær og aðra báta.

Baldur. Myndin er tekin úti í Danmörku þegar hann var keyptur og er að leggja af stað til Vestmannaeyja vorið 1939

Baldur fór fyrst á flot um áramótin 1930 - 1931 í Hobro í Danmörku, þá nýsmíðaður fyrir fyrirtæki í Færeyjum sem hét Rauði hringurinn. Í fyrstu hét hann Axel og voru 6 aðrir, sams konar bátar, afhentir þessu færeyska félagi um leið. Stauning, forsætisráðherra Dana, hafði forgöngu þar um. Reksturinn gekk illa og eftir 2 ár keypti danskur útgerðarmaður í Fredrikshavn, Skog að nafni, Axel og var nafninu þá breytt í Aud Schou. Skog gerði hann út á snurvoð á Íslandsmið árín sem hann átti hann. Árið 1939, um vorið, kaupa Haraldur Hannesson, Jónas Jónsson og Rögnvaldur Jónsson bátinn og gefa honum nafnið Baldur. Haraldur var skipstjóri og var farið strax á bátnum norður á síld og þannig var það öll sumur til 1961 að alltaf voru stundaðar síldveiðar fyrir Norðurlandi, fyrst á snurpu með tveimur nótabátum í eftirdragi, en síðan einum á hringnót. A veturna var róið héðan með línu, net og troll og frá 1961 hafa verið stundaðar togveiðar héðan allt árið um kring. Rögnvaldur var á Baldri til 1964 að hann hætti sjómennsku og seldi félögunum sinn hlut. Jónas var eigandi til dauðadags 1972 en frá þeim tíma hafa fjölskyldur Haraldar og Hannesar, sonar hans, átt Baldur. Haraldur var með bátinn fram á mitt ár 1972. Þá tók Hannes við skipstjórninni. Jón Valgarð Guðjónsson leysti hann stundum af og síðasti skipstjóri Baldurs var Haraldur, sonur Hannesar. Aðrir voru ekki skipstjórar á Baldri öll sextíu og þrjú árin hans hér í Eyjum. Haraldur hafði áður verið með Hilmi frá 1932 og átti í honum með Gunnari Olafssyni í Vík og Jóni Ólafssyni á Hólmi til ársins 1942. Runólfur Jóhannsson í Skipasmíðastöð Vestmannaeyja setti nýtt stýrishús á Baldur 1963 og Gunnar Marel Jónsson í

Baldur eins og hann leit út síðustu árin. Fyrir ofan hann: Lengst til vinstri Haraldur Hannesson skipstjóri frá 1939 til miðs árs 1972. Í miðjunni Hannes Haraldsson skipstjóri frá miðju ári 1972 til vors 2001. Lengst til hœgri Haraldur Hannesson yngri sem var skipstjóri síðustu sumrin, það síðasta 2001
Á leið til hafnar í brælu
Jón Valgarð Guðjónsson var stýrimaður síðustu árin og þá oft með bátinn þegar Hannes var í fríi

Dráttarbraut Vestmannaeyja hækkaði lunningarnar að framan nokkru seinna og síðar var hvalbakur settur á bátinn. Hann var smíðaður í Magna af Jóni Þorgilssyni. Búið var að skipta um efsta plankann í byrðingnum allan hringinn. Að öðru leyti var skrokkurinn sá sami frá upphafi. Einu sinni var slegið í allan bátinn og sögðu ísláttarmennirnir að það hefði verið óþarft verk. Báturinn virtist vera sérstaklega vel felldur. Fyrir mörgum árum þegar eitt strandferðaskipanna var að leggja hér að, lenti það harkalega á Baldri, fyrst á afturgálganum, sem gekk niður úr dekkinu og síðan á afturmastrinu sem brotnaði en nýtt var reist í staðinn. Fyrir löngu var búið að klæða allar innréttingar í lúkar, káetu og stýrishúsi með harðplasti. Þá er upptalið það sem gert hefur verið við bátinn annað en að sinnt var viðhaldi með ágætum. I upphafi var 160 ha. Alpha vél í bátnum. Hún sveik illa, fljótlega eftir komuna hingað 1939. Þá var skipt yfir í enska 204 ha Ruston vél. Hún skilaði ágætis gangi en kraftaði lítið. Þess vegna var fljótt skipt yfir í Mannheim sem dugði vel í 16 ár. Þá fór 425 ha. Caterpillar vél um borð. Hún brotnaði hér við bryggjuna eftir 2 og 1/2 ár. Önnur ný, sams konar var þá sett í bátinn og varð af þessu aðeins viku stopp.
Aldrei var til sparað við að halda Baldri vel við. Þess þurfti ekki, hann skilaði alltaf góðu og sömu mennirnir, Haraldur og félagar hans áður og síðari árin, Hannes, sáu um allt viðhald og umhirðu. Alltaf fiskaðist vel og hann skilað góðum hlut til áhafna. Þar hefur aldrei verið um skiptaverð að ræða. Ahafnirnar hafa fengið hluti úr öllu aflaverðmætinu. Þarna voru því sömu mennirnir ár eftir ár og sú gæfa hefur fylgt að ekki hafa orðið slys sem orð er á hafandi.
Aldrei tók útgerðin víxil- eða útgerðarlán á þennan bát. Svo slétt og fellt var þetta allt saman og mun slíkt vera fátítt hjá öðrum.
Haraldur Hannesson lést ll.mai 2000, 89 ara. Síðar var útgerðin seld. Skrifað var undir sölusamninginn 1. janúar 2002. Kaupendur voru Sigurjón Óskarsson, útgerðarmaður Þórunnar Sveinsdóttur, og Viðar Elíasson, eigandi Fiskverkunar Viðars Elíassonar. Þeir skiptu aflaheimildunum á milli sín og veiðarfærahúsið í Skvísusundi fékk Viðar. Þarna, strax í janúar 2002, gáfu þeir Sigurjón og Viðar Sigurmundi Gísla Einarssyni Baldur til notkunar við ferðamennsku sem hann annast. Sigurmundur tók við honum með því að hann fengi að skila honum ef dæmið gengi ekki upp. Baldur var þá tekinn í slipp í síðasta skiptið. Við skoðun þá reyndist hann ekki í eins góðu ástandi og við mátti búast. Var honum þá skilað aftur til Sigurjóns og Viðars sem förguðu honum. Þar lauk merkri sjóferðasögu. Það má segja að hann hafi verið nýttur til fiskveiða á meðan hægt var, hundrað prósent nýting. Baldur var 55 rúmlestir, 20,75 m. langur, 5,37 m. á breidd og 2,36 m. á dýpt. Vélin var Caterpillar, 425 ha., eins og áður kom fram. Þeir feðgar, Hannes og Haraldur yngri, keyptu í maí 2002,"bát af Cleopötru gerð, Víkurröst VE 70 og gerðu hann út síðastliðið sumar í dagakerfi smábáta með góðum árangri. Hann er 5,9 tonn. Haraldur er með hann auk þess að vera á Ísleifi á nótaveiðum.
Skráð eftir frásögnum Haraldar Hannessonar eldri, Hannesar Haraldssonar og Sigurmundar Gísla Einarssonar.

Friðrik Asmundsson