„Hrefna Magnúsdóttir (Akurey)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Hrefna Magnúsdóttir''' húsfreyja í Akurey í V-Landeyjum fæddist 7. maí 1952 á Bakkastíg 7. <br> Foreldrar hennar voru Magnús Jónsson (Hólmi)|Magnús...)
 
m (Verndaði „Hrefna Magnúsdóttir (Akurey)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 17. mars 2019 kl. 16:15

Hrefna Magnúsdóttir húsfreyja í Akurey í V-Landeyjum fæddist 7. maí 1952 á Bakkastíg 7.
Foreldrar hennar voru Magnús Jónsson sjómaður frá Hólmi, f. 11. september 1929 á Eyri, d. 16. ágúst 2006 í Reykjavík, og fyrri kona hans Soffía Alfreðsdóttir frá Fáskrúðsfirði, húsfreyja, f. 16. júlí 1931, d. 7. júlí 1991.
Fósturforeldrar Hrefnu voru Katrín Auðunsdóttir húsfreyja á Efri-Hól (Syðri-Hól) u. V-Eyjafjöllum, f. 12. apríl 1901, d. 18. janúar 1988, og maður hennar Guðmundur Kristjánsson bóndi, f. 14. mars 1901, d. 12. mars 1977.

Hrefna var með foreldrum sínum í frumbernsku, en þau skyldu, er hún var tveggja ára.
Hún fór þriggja ára í fóstur að Syðri-Hól u. Eyjafjöllum og dvaldi þar til 1970, er hún fór að búa með Jóni.
Þau giftu sig 1971, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu í Sigluvík til ársins 2000, síðan í Akurey til 2016 og búa nú á Hvolsvelli.

I. Maður Hrefnu, (27. nóvember 1971), er Jón Ágústsson bóndi, f. 18. maí 1942. Foreldrar hans voru Ágúst Jónsson bóndi, íþróttakennari, hreppstjóri í Sigluvík í V-Landeyjum, f. 11. desember 1910, d. 4. desember 1999, og kona hans Sigríður Lóa Þorvaldsdóttir húsfreyja, f. 8. desember 1913, d. 29. mars 1985.
Börn þeirra:
1. Lóa Jónsdóttir húsfreyja, sjúkraliði á Sámsstöðum í Fljótshlíð, f. 29. júlí 1971. Maður hennar er Ingvar Helgason.
2. Ágúst Jónsson línumaður hjá Rarik, býr á Hvolsvelli, f. 29. janúar 1974. Kona hans er Erla Guðfinna Jónsdóttir.
3. Hafsteinn Jónsson bóndi í Akurey í V-Landeyjum, f. 29. júlí 1975. Sambýliskona hans er Kristín Svandís Jónsdóttir.
4. Þórunn Jónsdóttir húsfreyja á Hvolsvelli, f. 16. janúar 1977. Sambýlismaður hennar er Haukur Örn Jónsson.
5. Hafdís María Jónsdóttir húsfreyja á Hvolsvelli, f. 17. febrúar 1982. Maður hennar er Örvar Arason.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.