„Sigurveig Ketilsdóttir“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Sigurveig Ketilsdóttir''' vinnukona í Draumbæ, síðar húsfreyja í Kirkjuvogi í Höfnum fæddist 4. desember 1874 á Kvíhólma u. Eyjafjöllum og lést 29. mar...) |
m (Verndaði „Sigurveig Ketilsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 9. janúar 2019 kl. 12:21
Sigurveig Ketilsdóttir vinnukona í Draumbæ, síðar húsfreyja í Kirkjuvogi í Höfnum fæddist 4. desember 1874 á Kvíhólma u. Eyjafjöllum og lést 29. mars 1960.
Foreldrar hennar voru Ketill Jónsson bóndi, f. 1839, drukknaði 5. apríl 1881 við Eyjar, og sambýliskona hans Geirdís Árnadóttir f. 29. mars 1849, d. 2. júní 1932.
Systir Sigurveigar var
Neríður Ketilsdóttir vinnukona, saumakona í Godthaab og víðar, f. 5. ágúst 1879 á Kvíhólma u. Eyjafjöllum, d. 24. júlí 1961.
Sigurveig var með foreldrum sínum á Syðri-Kvíhólma u. Eyjafjöllum 1880, en faðir hennar drukknaði við Eyjar 1881.
Hún fluttist til Eyja 1888, léttastúlka að Draumbæ. Þar var hún vinnukona 1890, var vinnukona hjá Guðrúnu Ólafsdóttur og Hjalta Jónssyni í Efri-Uppsölum við Faxastíg 7 1895, er hún fluttist með þeim að Kirkjuvogi í Höfnum.
Þau Friðrik giftu sig 1899, eignuðust þrjú börn, en misstu eitt þeirra rúmlega fimm mánaða gamalt. Þau bjuggu í Kirkjuvogi 2 í Höfnum, en síðar í Keflavík.
I. Maður hennar, (12. nóvember 1899), var Friðrik Gunnlaugsson sjómaður, skipstjóri, síðast í Keflavík, f. 9. janúar 1873 í Hólshúsum í Höfnum, d. 20. janúar 1968. Foreldrar hans voru Gunnlaugur Gunnlaugsson frá Litlu-Hildisey í A-Landseyjum, bóndi í Hólshúsum í Höfnum, f. 28. september 1844, d. 10. febrúar 1922 og kona hans Fríður Jónsdóttir frá Ártúni á Rangárvöllum, f. 1. apríl 1845, d. 14. mars 1938.
Börn þeirra:
1. Friðrikka Sigurveig Friðriksdóttir húsfreyja, f. 12. september 1898, d. 8. september 1987. Maður hennar var Janus Guðmundsson.
2. Gunnfríður Geirdís Friðriksdóttir húsfreyja í Hafnarfirði, f. 5. janúar 1902, d. 11. desember 1999. Maður hennar var Magnús Helgason Ólafsson.
3. Lára Friðriksdóttir, f. 18. janúar 1907, d. 2. júlí 1907.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Valdaætt. Niðjatal Valda Ketilssonar bónda á Sauðhúsvöllum undir Eyjafjöllum og k.h. Katrínar Þórðardóttur. Magnea Árnadóttir. Handrit 1992.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.