„Þórarinn Hallbjörnsson“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|150px|''Þórarinn Hallbjörnsson. '''Þórarinn Hallbjörnsson''' matsveinn, bryti fæddist 7. ágúst 1916 á Seyðisfirði og lést 3....)
 
Ekkert breytingarágrip
 
(3 millibreytingar ekki sýndar frá sama notandanum)
Lína 13: Lína 13:
I. Kona Þórarins, (17. febrúar 1940), var [[Hildur Þóra Þórarinsdóttir (Lundi)|Hildur Þóra Þórarinsdóttir]] frá [[Lundur|Lundi]], húsfreyja, f. 29. maí 1918, d. 17. júní 1975.<br>
I. Kona Þórarins, (17. febrúar 1940), var [[Hildur Þóra Þórarinsdóttir (Lundi)|Hildur Þóra Þórarinsdóttir]] frá [[Lundur|Lundi]], húsfreyja, f. 29. maí 1918, d. 17. júní 1975.<br>
Börn þeirra:<br>
Börn þeirra:<br>
1. [[Hallbjörn Þórarinn Þórarinsson]], f.  21. júlí 1940 í Eyjum.<br>
1. [[Hallbjörn Þórarinsson (Löndum)|Hallbjörn Þórarinn Þórarinsson]], f.  21. júlí 1940 í Eyjum.<br>
2. [[Matthildur Þórarinsdóttir (Löndum)|Matthildur Þórarinsdóttir]], f 30. nóvember 1943 í Hlíðarhúsi.
2. [[Matthildur Þórarinsdóttir (Löndum)|Matthildur Þórarinsdóttir]], f 30. nóvember 1943 í Hlíðarhúsi.<br>
3. Hlíf Þórarinsdóttir húsfreyja, læknaritari,  f. 30. júní 1951. Maður hennar er Ólafur Ólafsson.  
{{Heimildir|
{{Heimildir|
*Samantekt: [[Víglundur Þór Þorsteinsson]].  
*Samantekt: [[Víglundur Þór Þorsteinsson]].  

Núverandi breyting frá og með 28. febrúar 2024 kl. 18:18

Þórarinn Hallbjörnsson.

Þórarinn Hallbjörnsson matsveinn, bryti fæddist 7. ágúst 1916 á Seyðisfirði og lést 3. febrúar 1978.
Foreldrar hans voru Hallbjörn Þórarinsson frá Hnitbjörgum í Jökulsárhlíð, N. Múl., trésmiður á Seyðisfirði og í Reykjavík, f. 25. nóvember 1890, d. 20. júní 1982, og kona hans Halldóra Sigurbjörg Sigurjónsdóttir frá Langanesi, húsfreyja, f. 1. apríl 1893, d. 12. október 1955.

Þórarinn var með foreldrum sínum í Sigurjónshúsi á Seyðisfirði 1920 og fluttist með þeim til Reykjavíkur 1929.
Hann var sendisveinn þar 1930, lærði mateiðslu og var til sjós og bryti á flutningaskipum, m.a. á Sæfellinu og Helga.
Í Reykjavík vann hann m.a. hjá Eimskipum og Hafskipum.
Þau Hildur Þóra bjuggu á Sólvangi við giftingu hjá bæjarfógeta í febrúar 1940, bjuggu í Hlíðarhúsi í lok ársins með nýfæddan son sinn og enn 1943 við fæðingu Matthildar.
Þau bjuggu á Löndum 1945 og 1951.
Fjölskyldan flutti til Reykjavíkur 1951. Þar eignuðust þau eitt barn.
Hildur Þóra lést 1975 og Þórarinn 1978.

I. Kona Þórarins, (17. febrúar 1940), var Hildur Þóra Þórarinsdóttir frá Lundi, húsfreyja, f. 29. maí 1918, d. 17. júní 1975.
Börn þeirra:
1. Hallbjörn Þórarinn Þórarinsson, f. 21. júlí 1940 í Eyjum.
2. Matthildur Þórarinsdóttir, f 30. nóvember 1943 í Hlíðarhúsi.
3. Hlíf Þórarinsdóttir húsfreyja, læknaritari, f. 30. júní 1951. Maður hennar er Ólafur Ólafsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.