„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1952/ Ávarp ritstjóra“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: <big><center>Vestmannaeyjum, á Sjómannadaginn 1952</center></big> ''Hin nýliðna vetrarvertíð í Vestmannaeyjum er einhver sú allra eftirminnilegasta, sem sögur fara af. Mar...)
 
Ekkert breytingarágrip
 
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum)
Lína 5: Lína 5:
''Hinn 15. maí gekk hin nýja landhelgislína í gildi. Sá dagur mun óefað verða talinn hinn merkasti í fiskveiðisögu þjóðarinnar og raunar í baráttusögu þessarar litlu þjóðar fyrir sjálfstæði sínu. Því hvar værum við staddir ef uppurnir væru allir okkar fiskibankar. Hér í Vestmannaeyjum urðum við þó fyrir vonbrigðum í sambandi við nýju línuna. Við gátum ekki séð hversvegna ekki var hægt að draga grunnlínuna hér sunnanlands milli Geirfugladrangs og [[Geirfuglasker|Geirfuglaskers]] eins og fært þótti að draga Faxaflóalínuna  milli Geirfugladrangs og Öndverðarness. Faxaflóalínan er þó lengri en línan hefði orðið hér sunnanlands. Að lokum svo þetta. Það verður enginn óbarinn biskup og við verndum ekki fiskistofninn okkar nema að fórna einhverju í bili. Þess eigum við að vera minnug þegar við hugsum um örðugleika sem skapast vegna nýrra aðstæðna í sambandi við landhelgina.
''Hinn 15. maí gekk hin nýja landhelgislína í gildi. Sá dagur mun óefað verða talinn hinn merkasti í fiskveiðisögu þjóðarinnar og raunar í baráttusögu þessarar litlu þjóðar fyrir sjálfstæði sínu. Því hvar værum við staddir ef uppurnir væru allir okkar fiskibankar. Hér í Vestmannaeyjum urðum við þó fyrir vonbrigðum í sambandi við nýju línuna. Við gátum ekki séð hversvegna ekki var hægt að draga grunnlínuna hér sunnanlands milli Geirfugladrangs og [[Geirfuglasker|Geirfuglaskers]] eins og fært þótti að draga Faxaflóalínuna  milli Geirfugladrangs og Öndverðarness. Faxaflóalínan er þó lengri en línan hefði orðið hér sunnanlands. Að lokum svo þetta. Það verður enginn óbarinn biskup og við verndum ekki fiskistofninn okkar nema að fórna einhverju í bili. Þess eigum við að vera minnug þegar við hugsum um örðugleika sem skapast vegna nýrra aðstæðna í sambandi við landhelgina.
::::::::::::::::::[[Páll Þorbjörnsson|''P.Þ.]]
::::::::::::::::::[[Páll Þorbjörnsson|''P.Þ.]]
{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}}

Núverandi breyting frá og með 30. desember 2017 kl. 20:21

Vestmannaeyjum, á Sjómannadaginn 1952

Hin nýliðna vetrarvertíð í Vestmannaeyjum er einhver sú allra eftirminnilegasta, sem sögur fara af. Margt ber til. Tíðarfar var með eindæmum gott og munu þess ekki áður dæmi að bátur hafi róið 100 róðra á vetrarvertíð. Þrátt fyrir verðfall á lýsi urðu hlutir nú betri en nokkru sinni fyrr. Á laugardag fyrir páska bar skugga á, Veiga fórst og með henni 2 menn. Hinum var bjargað úr gúmmíbjörgunarbát. Þetta nýja björgunartæki, gúmmíbjörgunarbáturinn, var aðeins í tveim bátum í Vestmannaeyjum í fyrra, en í ár fengu um 40 bátar hér gúmmíbát og vandaðri en hinir eldri voru. Veiga var fyrsti báturinn, sem fékk gúmmíbát hér í Vestmannaeyjum og má með sanni segja, að vart muni björgunartæki betur hafa sannað gildi sitt en einmitt þessi litli gúmmíbátur, sem bjargaði þó skipshöfn að tveim undanskildum, sem aldrei komust í hann. Reynslan af þessu nýja björgunartæki smábátaflotans færir sjómönnum heim sanninn um að margt er það enn , sem hægt er að gera til frekara öryggis. Hér skal aðeins drepið á hina tíðu bruna í vélbátaflotanum og hefur legið við stórslysum. Þar finnst mér nú mest þörf aðgerða, sem brunahættan er.
Hinn 15. maí gekk hin nýja landhelgislína í gildi. Sá dagur mun óefað verða talinn hinn merkasti í fiskveiðisögu þjóðarinnar og raunar í baráttusögu þessarar litlu þjóðar fyrir sjálfstæði sínu. Því hvar værum við staddir ef uppurnir væru allir okkar fiskibankar. Hér í Vestmannaeyjum urðum við þó fyrir vonbrigðum í sambandi við nýju línuna. Við gátum ekki séð hversvegna ekki var hægt að draga grunnlínuna hér sunnanlands milli Geirfugladrangs og Geirfuglaskers eins og fært þótti að draga Faxaflóalínuna milli Geirfugladrangs og Öndverðarness. Faxaflóalínan er þó lengri en línan hefði orðið hér sunnanlands. Að lokum svo þetta. Það verður enginn óbarinn biskup og við verndum ekki fiskistofninn okkar nema að fórna einhverju í bili. Þess eigum við að vera minnug þegar við hugsum um örðugleika sem skapast vegna nýrra aðstæðna í sambandi við landhelgina.

P.Þ.