„Sigurjón Ingvarsson (skipstjóri)“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
m (Viglundur færði Sigurjón Ingvarsson á Sigurjón Ingvarsson (skipstjóri)) |
||
(10 millibreytingar ekki sýndar frá 4 notendum) | |||
Lína 1: | Lína 1: | ||
Sigurjón Ingvarsson var fæddur 20. desember 1895 og lést 29. mars 1986, 90 ára gamall. Hann var fæddur og uppalinn að | [[Mynd:Sigurjón Ingvarsson.jpg|thumb|300px|Sigurjón í Skógum.]] | ||
'''Sigurjón Ingvarsson''' var fæddur 20. desember 1895 og lést 29. mars 1986, 90 ára gamall. Hann var fæddur og uppalinn að Klömbru undir Austur-Eyjafjöllum. Hann fór í fyrsta sinn á sjó tólf ára gamall og vann ýmis sjóstörf á söndunum undir Eyjafjöllum næstu árin. Árið 1909 kemur hann fyrst á vertíð í Eyjum og er allar næstu vertíðir, undanskildar eru tvær þar sem hann var í Grindavík, árin 1916 og og 1917. Fyrst verður hann formaður árið 1923 þegar hann kaupir hlut í [[Þór (bátur)|Þór]]. Svo er hann formaður á [[Sæbjörg]]u, [[Soffí]], [[Gísli Johnsen (bátur)|Gísla Johnseni]] og [[Ísleifur|Ísleifi]]. Sigurjón bjó í húsinu [[Skógar]] við [[Bessastígur|Bessastíg]] og var gjarnan kenndur við hús sitt. | |||
[[Flokkur: | Sigurjón var brautryðjandi í samgöngumálum Vestmannaeyinga. Árið 1940 hóf hann [[Stokkseyrarferðirnar|Stokkseyrarferðirnar]] með [[Jón Ísak Sigurðsson|Jóni]] á [[Látrar|Látrum]]. Fengu þeir bátinn [[Skíðblaðnir|Skíðblaðni]] leigðan hjá [[Helgi Benediktsson|Helga Benediktssyni]]. Fóru þeir eina til tvær ferðir í viku til Stokkseyrar með farþega og vörur. Fargjaldið var 4 krónur. Næsta sumar höfðu þeir bátinn [[Hersteinn|Herstein]] á leigu. Þriðja sumarið höfðu þeir bátinn Gísla Johnsen á leigu og keyptu hann sumarið eftir. Þeir höfðu góðan aðbúnað fyrir farþega, t.a.m. settu þeir 44 kojur í lestina. Alls voru þeir félagar í 14 ár með Stokkseyrarferðirnar og fluttu í þeim 730 ferðum sem þeir fóru 23.000 farþega. | ||
Eftir Stokkseyrarferðirnar fór Sigurjón enn á sjóinn og var í áætlunarferðum milli Reykjavíkur og Eyja. | |||
[[Loftur Guðmundsson]] samdi eitt sinn formannsvísu um Sigurjón: | |||
: ''Við sjói og brim á sundi og vör'' | |||
: ''Sigurjón fangbrögð þreytir'' | |||
: ''Á Gísla Johnsen greiðir för'' | |||
: ''um græði, í borg og sveitir.'' | |||
[[Óskar Kárason]] samdi formannavísu um Guðvarð: | |||
:''Sjöstjörnunni siglir nú | |||
:''Sigurjón í Skógum. | |||
:''Hleður vörum fleyja frú | |||
:''fær í storm og sjóum. | |||
{{Heimildir| | |||
* [[Haraldur Guðnason]]. Snemma beygist krókurinn. ''Sjómannadagsblaðið 1961.'' 10. árg. | |||
* Óskar Kárason. ''Formannavísur''. Vestmannaeyjum, 1950. | |||
* ''Sjómannadagsblað Vestmannaeyja.'' 1995. | |||
}} | |||
[[Flokkur:Frumkvöðlar]] | |||
[[Flokkur:Skipstjórar]] | [[Flokkur:Skipstjórar]] | ||
[[Flokkur:Formenn]] | |||
[[Flokkur:Fólk fætt á 19. öld]] | |||
[[Flokkur:Fólk dáið á 20. öld]] | |||
[[Flokkur:Íbúar við Bessastíg]] |
Núverandi breyting frá og með 1. nóvember 2018 kl. 19:43
Sigurjón Ingvarsson var fæddur 20. desember 1895 og lést 29. mars 1986, 90 ára gamall. Hann var fæddur og uppalinn að Klömbru undir Austur-Eyjafjöllum. Hann fór í fyrsta sinn á sjó tólf ára gamall og vann ýmis sjóstörf á söndunum undir Eyjafjöllum næstu árin. Árið 1909 kemur hann fyrst á vertíð í Eyjum og er allar næstu vertíðir, undanskildar eru tvær þar sem hann var í Grindavík, árin 1916 og og 1917. Fyrst verður hann formaður árið 1923 þegar hann kaupir hlut í Þór. Svo er hann formaður á Sæbjörgu, Soffí, Gísla Johnseni og Ísleifi. Sigurjón bjó í húsinu Skógar við Bessastíg og var gjarnan kenndur við hús sitt.
Sigurjón var brautryðjandi í samgöngumálum Vestmannaeyinga. Árið 1940 hóf hann Stokkseyrarferðirnar með Jóni á Látrum. Fengu þeir bátinn Skíðblaðni leigðan hjá Helga Benediktssyni. Fóru þeir eina til tvær ferðir í viku til Stokkseyrar með farþega og vörur. Fargjaldið var 4 krónur. Næsta sumar höfðu þeir bátinn Herstein á leigu. Þriðja sumarið höfðu þeir bátinn Gísla Johnsen á leigu og keyptu hann sumarið eftir. Þeir höfðu góðan aðbúnað fyrir farþega, t.a.m. settu þeir 44 kojur í lestina. Alls voru þeir félagar í 14 ár með Stokkseyrarferðirnar og fluttu í þeim 730 ferðum sem þeir fóru 23.000 farþega.
Eftir Stokkseyrarferðirnar fór Sigurjón enn á sjóinn og var í áætlunarferðum milli Reykjavíkur og Eyja.
Loftur Guðmundsson samdi eitt sinn formannsvísu um Sigurjón:
- Við sjói og brim á sundi og vör
- Sigurjón fangbrögð þreytir
- Á Gísla Johnsen greiðir för
- um græði, í borg og sveitir.
Óskar Kárason samdi formannavísu um Guðvarð:
- Sjöstjörnunni siglir nú
- Sigurjón í Skógum.
- Hleður vörum fleyja frú
- fær í storm og sjóum.
Heimildir
- Haraldur Guðnason. Snemma beygist krókurinn. Sjómannadagsblaðið 1961. 10. árg.
- Óskar Kárason. Formannavísur. Vestmannaeyjum, 1950.
- Sjómannadagsblað Vestmannaeyja. 1995.