„Katrín Kristín Friðriksdóttir Söebech“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Katrín Kristín Friðriksdóttir Söebech''' afgreiðslustúlka, húsfreyja, umboðs- og heildsali fæddist 3. september 1888 og lést 21. september 1967.<br> Foreldrar hennar vor...) |
m (Verndaði „Katrín Kristín Friðriksdóttir Söebech“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 11. nóvember 2017 kl. 21:34
Katrín Kristín Friðriksdóttir Söebech afgreiðslustúlka, húsfreyja, umboðs- og heildsali fæddist 3. september 1888 og lést 21. september 1967.
Foreldrar hennar voru Friðrik Ferdínand Söebech bóndi og beykir í Reykjarfirði í Strand., f. 29. mai 1847 í Árnessókn á Ströndum, d. 22. ágúst 1915, og kona hans Karólína Febína Thorarensen Söebech (Fullt nafn Karólína Febína Jakobsdóttir Thorarensen)
Katrín var með foreldrum sínum í Reykjarfirði 1890 og 1901, afgreiðslustúlka í Reykjavík 1910.
Þau Ágúst Vilhjálmur giftu sig 1915 og bjuggu á Fögrubrekku, voru þar enn 1920. Þau skildu samvistir og hún fluttist frá Eyjum, var á Lækjargötu 4 1930, rak umboðs- og heildverslun.
Hún giftist Teiti Júlíusi 1952.
Hún lést 1962 og hann 1973.
I. Maður Katrína Kristínar, (28. maí 1915, skildu), var Ágúst Vilhjálmur Eiríksson verslunarmaður, bókhaldari, f. 1. febrúar 1893, d. 26. janúar 1927.
Þau voru barnlaus.
II. Síðari maður Katrínar, (1952), var Teitur Júlíus Júlínusson skipstjóri, lærður loftskeytamaður, síðar eftirlitsmaður hjá Sjóvá, f. 14. nóvember 1877, d. 19. október 1973. Foreldrar hans voru Júlínus Jónasson sjómaður á Akureyri, f. 14. ágúst 1852, d. 21. júlí 1947, og Guðrún Teitsdóttir. f. 26. september 1853, d. 11. september 1936. Þau Júlíus voru barnlaus.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Loftskeytamenn og fjarskiptin, 1. Ritstjóri Ólafur K. Björnsson. Félag íslenskra loftskeytamanna; 1987.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.