„Anna Jónatansdóttir (Strandbergi)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
m (Verndaði „Anna Jakobína Jónatansdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Ekkert breytingarágrip
 
(2 millibreytingar ekki sýndar frá sama notandanum)
Lína 16: Lína 16:
*Prestþjónustubækur.}}
*Prestþjónustubækur.}}
{{Æviskrár Víglundar Þórs}}
{{Æviskrár Víglundar Þórs}}
[[Flokkur: Fól í dvöl]]
[[Flokkur: Fólk í dvöl]]
[[Flokkur: Fólk fætt á 19. öld]]
[[Flokkur: Fólk fætt á 19. öld]]
[[Flokkur: Fólk dáið á 20. öld]]
[[Flokkur: Fólk dáið á 20. öld]]

Núverandi breyting frá og með 24. ágúst 2019 kl. 20:17

Anna Jakobína Jónatansdóttir húsfreyja, síðar í dvöl á Strandbergi fæddist 19. apríl 1850 í Upsasókn í Eyjafirði og lést 28. febrúar 1919 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Jónatan Jónasson bóndi, f. 26. maí 1811 í Munkaþverársókn í Eyjafirði, á lífi 1890, og kona hans Aðalbjörg Jónsdóttir húsfreyja, f. 3. júlí 1811 í Hrafnagilssókn í Eyjafirði, d. 9. júlí 1888.

Anna var með vinnufólkinu foreldrum sínum á Hrafnagili í Eyjafirði 1855, með þeim í vinnumennsku þeirra í Hjarðarholti á Jökuldal í N-Múlasýslu 1860.
Hún var á Höfða í Vallanessókn á Héraði 1870, ógift vinnukona á Garðsá í Kaupangssókn í Eyjafirði 1880.
Anna Jakobína var gift vinnukona á Skinnastað í N-Þing. 1890 með Jóni Jónssyni manni sínum og barninu Guðbjörgu, ekkja í Steinþórshúsi í Sauðanessókn á Langanesi 1901 með Guðbjörgu hjá sér.
Anna kom til Guðbjargar dóttur sinnar í Sjólyst frá Skinnastaðarsókn í Öxarfirði, S-Þing. 1907, var á Bergi 2 (Strandbergi) hjá henni 1910, síðan hjá henni þar og lést 1919, skömmu eftir andlát Guðbjargar.

I. Maður Önnu Jakobínu var Jón Jónsson bónda á Kimbastöðum í Borgarsveit í Skagafirði Sveinssonar. Hann var lærður skósmiður, húsmaður, vinnumaður á Skinnastað 1890, f. 9. ágúst 1860, d. 24. ágúst 1901.
Barn þeirra:
1. Guðbjörg Jónsdóttir húsfreyja á Strandbergi, f. 21. febrúar 1887 í Miklabæjarsókn í Skagafirði, d. 2. febrúar 1919.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.