„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2006/Alfreð Einarsson“: Munur á milli breytinga
Karibjarna2 (spjall | framlög) Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
(2 millibreytingar ekki sýndar frá 2 notendum) | |||
Lína 1: | Lína 1: | ||
<center>'''FRIÐRIK ÁSMUNDSSON'''</center><br><br> | <center>'''FRIÐRIK ÁSMUNDSSON'''</center><br><br> | ||
<big><big><big><center>'''Alfreð Einarsson'''</center></big></big></big | <big><big><big><center>'''Alfreð Einarsson'''</center></big></big></big><br> | ||
[[Alfreð Einarsson]] fæddist á Búðum í Fáskrúðsfirði 6. desember 1921. Foreldrar hans voru Einar Björnsson, sjómaður, stýrimaður og skipstjóri og Sigurlaug Guðmundsdóttir, húsmóðir og voru börnin 5 í þessari aldursröð: Guðlaugur, Alfreð, Erla, Stefán og Elsa.<br> | [[Alfreð Einarsson verkstjóri|Alfreð Einarsson]] fæddist á Búðum í Fáskrúðsfirði 6. desember 1921. Foreldrar hans voru Einar Björnsson, sjómaður, stýrimaður og skipstjóri og Sigurlaug Guðmundsdóttir, húsmóðir og voru börnin 5 í þessari aldursröð: Guðlaugur, Alfreð, Erla, Stefán og Elsa.<br> | ||
Alli stundaði nám í barnaskólanum á Búðum og 2 vetur í kvöldskóla sem þar var og lærði þar stærðfræði, íslensku og ensku. Þegar hann var 12 ára, reru þeir bræður hann og Lalli (Guðlaugur, faðir Guðmundar, skipstjóra á Þórunni Sveinsdóttur og hans systkina) sem var 2 árum eldri, á skektu sem hafði eina ár á hvort borð. Pabbi þeirra átti færeying sem hafði þrjár árar á hvort borð en þeim bræðrum fannst hann of þungur og fengu skektuna lánaða. Þeir réru með handfæri og flotlínu og fiskuðu oft vel af þorski þarna innan fjarðar.<br> Flotlínan var hnýtt upp á færin og var alltaf í sjónum, kom ekki um borð í skektuna fyrr en úthaldinu lauk. Þeir drógu sig eftir henni, tóku þorskinn af og beittu síld og skelfiski jafnóðum. Síldina fengu þeir í lagnet í firðinum og skelfiskinn í fjörunni. Á Búðum var gamalt íshús og þar var stundum hægt að fá beitu þegar enga síld var að hafa í lagnetin. Aflinn var oftast ljómandi þorskur sem bræðurnir lögðu upp hjá kaupmanni í þorpinu sem verkaði hann í salt. Enginn peningur var greiddur fyrir innleggið en vöruskipti viðhöfð. Vörur til heimilisins voru því teknar út fyrir afla strákanna.<br> | Alli stundaði nám í barnaskólanum á Búðum og 2 vetur í kvöldskóla sem þar var og lærði þar stærðfræði, íslensku og ensku. Þegar hann var 12 ára, reru þeir bræður hann og Lalli (Guðlaugur, faðir Guðmundar, skipstjóra á Þórunni Sveinsdóttur og hans systkina) sem var 2 árum eldri, á skektu sem hafði eina ár á hvort borð. Pabbi þeirra átti færeying sem hafði þrjár árar á hvort borð en þeim bræðrum fannst hann of þungur og fengu skektuna lánaða.[[Mynd:Hjónin Alfreð og Sigfríð.png|250px|thumb|Hjónin Alfreð Einarsson og Sigfríð Runólfsdóttir]] Þeir réru með handfæri og flotlínu og fiskuðu oft vel af þorski þarna innan fjarðar.<br> Flotlínan var hnýtt upp á færin og var alltaf í sjónum, kom ekki um borð í skektuna fyrr en úthaldinu lauk. Þeir drógu sig eftir henni, tóku þorskinn af og beittu síld og skelfiski jafnóðum. Síldina fengu þeir í lagnet í firðinum og skelfiskinn í fjörunni. Á Búðum var gamalt íshús og þar var stundum hægt að fá beitu þegar enga síld var að hafa í lagnetin. Aflinn var oftast ljómandi þorskur sem bræðurnir lögðu upp hjá kaupmanni í þorpinu sem verkaði hann í salt. Enginn peningur var greiddur fyrir innleggið en vöruskipti viðhöfð. Vörur til heimilisins voru því teknar út fyrir afla strákanna.<br> | ||
Fjórtán ára byrjaði Alli að róa upp á hálfan hlut hjá pabba sínum á snurvoð á 10 tonna báti, Heklu, sem gerð var út á voðina á sumrin og línu á veturna. Útgerðarmaðurinn hét Stefán Jakobsson. Þaðan lá leiðin á Kötlu, 11 tonna bát, hjá sama útgerðarmanni. Auk annarra starfa þar var Alli ljósameistari eins og það var kallað. Ekkert rafmagn var í bátnum og voru siglingarljósin olíuluktir með lampa og kveik. Þegar búið var að bera eldspýtu að kveiknum, var luktinni lokað og mastursljósið híft upp. Hliðarljósin (lanternurnar) voru tendruð á sama hátt, hvort sínu megin og skutljósið aftan á stýrishúsinu. Þetta gat verið skítaverk en það lifði furðu vel á þessu. Auðvitað kom fyrir að ljósin slokknuðu og þá varð að slaka mastursljósinu niður og bera logandi eldspýtu að kveiknum öðru sinni og kannski oftar og bæta þurfti olíu á annað slagið. Eina vinnuljósið var karbítljós aftan við stýrishúsið. Aflinn var seldur sama kaupmanni og bræðurnir höfðu lagt upp hjá og voru hlutir greiddir í vöruútekt eins og áður. Út á það fékk Alli peninga hjá mömmu sinni á böll og skemmtanir. Næst lá leiðin á norskan 14 tonna bát, Höfding. Útgerðarfélagið Stagland átti 2 slíka og var Árni Stefánsson á Búðum skipstjóri á Höfding, Fyrst voru þeir á snurvoð en um sumarið á reknetum Norðanlands og rótfiskuðu, mest á Grímseyjarsundinu. Í áhöfn voru 7 karlar og var Alli kokkur. Síldina lögðu þeir upp hjá Tynesbræðrum á Siglufirði. Hluturinn varð 850 krónur eftir tæpa 2 mánuði og þótti afbragðsgott. Þegar komið var heim eftir úthaldið, gerði Einar upp fyrir son sinn og hélt Alli 50 krónum eftir þegar búið var að greiða fæðið. Þessa hýru notaði hann til þess að kaupa gamlan, handsnúinn, grammifón og 50 plötur fylgdu.<br> | Fjórtán ára byrjaði Alli að róa upp á hálfan hlut hjá pabba sínum á snurvoð á 10 tonna báti, Heklu, sem gerð var út á voðina á sumrin og línu á veturna. [[Mynd:Hekla SU 379.png|250px|thumb|Hekla SU 379, 10 tonn. Fyrsti báturinn sem Alfreð reri á 1935, þá 14 ára gamall]]Útgerðarmaðurinn hét Stefán Jakobsson. Þaðan lá leiðin á Kötlu, 11 tonna bát, hjá sama útgerðarmanni. Auk annarra starfa þar var Alli ljósameistari eins og það var kallað. Ekkert rafmagn var í bátnum og voru siglingarljósin olíuluktir með lampa og kveik. Þegar búið var að bera eldspýtu að kveiknum, var luktinni lokað og mastursljósið híft upp. Hliðarljósin (lanternurnar) voru tendruð á sama hátt, hvort sínu megin og skutljósið aftan á stýrishúsinu. Þetta gat verið skítaverk en það lifði furðu vel á þessu. Auðvitað kom fyrir að ljósin slokknuðu og þá varð að slaka mastursljósinu niður og bera logandi eldspýtu að kveiknum öðru sinni og kannski oftar og bæta þurfti olíu á annað slagið. Eina vinnuljósið var karbítljós aftan við stýrishúsið. [[Mynd:Hannes lóðs VE 200 sj.blaðið.png|250px|thumb|Hannes lóðs VE 200, 59 tonn. Þar lauk Alfreð sjómennskunni árið 1961]]Aflinn var seldur sama kaupmanni og bræðurnir höfðu lagt upp hjá og voru hlutir greiddir í vöruútekt eins og áður. Út á það fékk Alli peninga hjá mömmu sinni á böll og skemmtanir. Næst lá leiðin á norskan 14 tonna bát, Höfding.[[Mynd:Vél frá Lifrarsamlaginu.png|250px|thumb|Þessi vél er af gerðinni Hanseatische Motorenge-sellschaft. Hún var framleidd í Hamborg og var í Lifrarsamlaginu frá upphafi, 1932, og í notkun til 1980 og knúði þar rafal og kœlipressu. Fjarlægð þegar nýr gufuketill kom. Vélin endaði hjá áhugasömum Suðurnesjamanni. Myndin var tekin skömmu áður en vélin var fjarlægð úr Lifrarsamlaginu]] Útgerðarfélagið Stagland átti 2 slíka og var Árni Stefánsson á Búðum skipstjóri á Höfding, Fyrst voru þeir á snurvoð en um sumarið á reknetum Norðanlands og rótfiskuðu, mest á Grímseyjarsundinu. Í áhöfn voru 7 karlar og var Alli kokkur. Síldina lögðu þeir upp hjá Tynesbræðrum á Siglufirði. Hluturinn varð 850 krónur eftir tæpa 2 mánuði og þótti afbragðsgott. Þegar komið var heim eftir úthaldið, gerði Einar upp fyrir son sinn og hélt Alli 50 krónum eftir þegar búið var að greiða fæðið. Þessa hýru notaði hann til þess að kaupa gamlan, handsnúinn, grammifón og 50 plötur fylgdu.<br> | ||
Síðla árs 1938 flutti fjölskyldan hingað til Vestmannaeyja og fékk hún inni í [[Viðey]] við Vestmannabraut. Litla vinnu var að hafa og var Einari úthlutuð atvinnubótavinna við að hreinsa upp grjót og rækta þannig tún vestur á Eyju. Grjótið var flutt austur á Skans þar sem [[Mangi grjót]] var að hlaða hann upp. Þeir tveir, eldri bræðurnir, voru í þessu fyrir pabba sinn í einhverjar vikur þarna um haustið. Vetrarvertíðina 1939 var Alli á Stellu sem Magnús í [[Stafholt|Stafholti]] og Ögmundur á [[Litlaland|Litlalandi]] áttu. Hún var 20 tonn og beitti hann á línunni og reri á netunum. Hann hafði lært að beita fyrir austan og var vanur því. Þetta var lélegt úthald, hafðist varla fyrir fæðinu. Strax eftir lokin fór hann á Þorgeir goða, 38 tonna bát, sem [[Júlíus Sigurðsson]], Júlli í [[Skjaldbreið]], var með. Fyrst á trolli hér heima og fiskaðist vel, síðar um sumarið á síld norðan lands og mokfiskuðu þeir þar. Elsti maðurinn um borð, fyrir utan Júlla, var [[Einar Runólfsson]], stýrimaður rúmlega tvítugur, hinir allir undir tvítugu, hörkuduglegir strákar. Þeir voru á snurpunót, 16 á, og voru tveir um hverja koju. Þeir rótfiskuðu, lönduðu einu sinni 9 sinnum á 9 dögum, fullfermi um 70 tonnum af síld, á Siglufirði. Þeir rétt komust út úr fjarðarkjaftinum þegar þeir rákust á torfur og köstuðu. Stundum var ekki búið að spúla eftir síðustu löndun. Þetta var auðvitað svakalegt púl. Úti á miðunum var nótabátunum róið umhverfis torfurnar, snurpað og nótin dregin, allt á höndunum. í landi var síldinni mokað í mál sem hífð voru upp í vagna og þar var sturtað úr þeim og vögnunum síðan keyrt upp í verksmiðju. Mest af síldinni fór í bræðslu, sáralítið í salt. Seinna var Alli á síld á Gylli sem síðar var Gullveig. Einar, faðir hans var þar stýrimaður hjá [[Óskar Johnson|Óskari Þorsteinssyni]] síðar bóksala. Þeir höfðu fiskað mikið á vetrarvertíðinni og þegar Alli var kominn um borð, á síldinni fyrir norðan, lentu þeir í löngum löndunarstoppum. Næsta vetur, 1940, fóru þeir bræður á lngólf, 12 tonna bát, sem [[Tanginn]], Gunnar Ólafsson & co., átti. [[Einar Runólfsson]], mágur Alla, var með hann og var þetta upphaf formennsku hans. Allt gekk það vel og næstu vetrarvertíð voru þeir áfram með Einari á Geir goða hjá sömu útgerð. Hún átti líka Þorgeir goða o.fl. báta. Þeir beittu á línunni og reru á netunum. Haustið 1940 fór Alli í vélstjórnarnám hér í Eyjum. Þá hafði hann þénað um sumarið á Gylli 2250 krónur sem þótti mikið. Eftir vélstjórnarnámið fór hann vélstjóri á Maí, 22 tonna bát, með [[Andrés Einarsson|Andrési Einarssyni]] í [[Baldurshagi|Baldurshaga]]. Vélartegundin hét Gray 48 hestöfl að afli, 1 strokkur (sylunder), stærðar swinghjól og afsláttargangráður. Á lensi í brælum hægði vélin sjálf á sér, afsláttargangráðurinn sá um það.<br> | Síðla árs 1938 flutti fjölskyldan hingað til Vestmannaeyja og fékk hún inni í [[Viðey]] við Vestmannabraut. Litla vinnu var að hafa og var Einari úthlutuð atvinnubótavinna við að hreinsa upp grjót og rækta þannig tún vestur á Eyju. Grjótið var flutt austur á Skans þar sem [[Mangi grjót]] var að hlaða hann upp. Þeir tveir, eldri bræðurnir, voru í þessu fyrir pabba sinn í einhverjar vikur þarna um haustið. Vetrarvertíðina 1939 var Alli á Stellu sem Magnús í [[Stafholt|Stafholti]] og Ögmundur á [[Litlaland|Litlalandi]] áttu. Hún var 20 tonn og beitti hann á línunni og reri á netunum. Hann hafði lært að beita fyrir austan og var vanur því. Þetta var lélegt úthald, hafðist varla fyrir fæðinu. Strax eftir lokin fór hann á Þorgeir goða, 38 tonna bát, sem [[Júlíus Sigurðsson]], Júlli í [[Skjaldbreið]], var með. Fyrst á trolli hér heima og fiskaðist vel, síðar um sumarið á síld norðan lands og mokfiskuðu þeir þar. Elsti maðurinn um borð, fyrir utan Júlla, var [[Einar Runólfsson]], stýrimaður rúmlega tvítugur, hinir allir undir tvítugu, hörkuduglegir strákar. Þeir voru á snurpunót, 16 á, og voru tveir um hverja koju. Þeir rótfiskuðu, lönduðu einu sinni 9 sinnum á 9 dögum, fullfermi um 70 tonnum af síld, á Siglufirði. Þeir rétt komust út úr fjarðarkjaftinum þegar þeir rákust á torfur og köstuðu. Stundum var ekki búið að spúla eftir síðustu löndun. Þetta var auðvitað svakalegt púl. Úti á miðunum var nótabátunum róið umhverfis torfurnar, snurpað og nótin dregin, allt á höndunum. í landi var síldinni mokað í mál sem hífð voru upp í vagna og þar var sturtað úr þeim og vögnunum síðan keyrt upp í verksmiðju. Mest af síldinni fór í bræðslu, sáralítið í salt. Seinna var Alli á síld á Gylli sem síðar var Gullveig. Einar, faðir hans var þar stýrimaður hjá [[Óskar Johnson|Óskari Þorsteinssyni]] síðar bóksala. Þeir höfðu fiskað mikið á vetrarvertíðinni og þegar Alli var kominn um borð, á síldinni fyrir norðan, lentu þeir í löngum löndunarstoppum. Næsta vetur, 1940, fóru þeir bræður á lngólf, 12 tonna bát, sem [[Tanginn]], Gunnar Ólafsson & co., átti. [[Einar Runólfsson]], mágur Alla, var með hann og var þetta upphaf formennsku hans. Allt gekk það vel og næstu vetrarvertíð voru þeir áfram með Einari á Geir goða hjá sömu útgerð. Hún átti líka Þorgeir goða o.fl. báta. Þeir beittu á línunni og reru á netunum. Haustið 1940 fór Alli í vélstjórnarnám hér í Eyjum. Þá hafði hann þénað um sumarið á Gylli 2250 krónur sem þótti mikið. Eftir vélstjórnarnámið fór hann vélstjóri á Maí, 22 tonna bát, með [[Andrés Einarsson|Andrési Einarssyni]] í [[Baldurshagi|Baldurshaga]]. Vélartegundin hét Gray 48 hestöfl að afli, 1 strokkur (sylunder), stærðar swinghjól og afsláttargangráður. Á lensi í brælum hægði vélin sjálf á sér, afsláttargangráðurinn sá um það.<br> | ||
Næst var Alli vélstjóri í mörg ár hjá [[Óskar Ólafsson|Óskari Ólafssyni]] á [[Garðstaðir|Garðstöðum]] á Nönnu, 25 tonna báti, á línu og netum á veturna og síld og snurvoð á sumrin og haustin. Hann fór með Óskari yfir á Sigurfarann, 24 tonna bát, þegar Óskar og [[Einar Sigurjónsson]] keyptu hann. Af Sigurfara fór Alli á Sjöstjörnuna, sem var 55 tonn, til [[Arndoddur Gunnlaugsson|Arnoddar]] á Gjábakka. Eigendur hennar voru feðgarnir í Höfn, [[Martin Tómasson|Martin]] og [[Tómas Guðjónsson]]. Síðan á Lagarfoss, 27 tonn, hjá sömu útgerð með [[Aðalsteinn Gunnlaugsson|Aðalsteini]] bróður Arnoddar. Var lengi hjá Tómasi í Höfn og líkaði vel. Fylgdi svo Aðalsteini á bát sem Aðalsteinn keypti með Guðjóni Scheving og þeir gáfu nafnið Atli. Hann var 60 tonn. Eftir veruna á Atla fór Alli vélstjóri á Hannes lóðs, 59 tonna bát, sem [[Jóhann Pálsson]] átti og var með. Þar var allt nýlegt og gott og Jói fiskaði alltaf mikið. Árið 1961 hætti Alli á Hannesi lóðs og til sjós fyrir fullt og fast. Hann hafði verið til sjós á stríðsárunum síðari en það var fátt sem hann lenti í af völdum hernámsins. Honum er þó minnisstætt frá fyrsta sumrinu fyrir norðan á Þorgeiri goða að áhafnir norskra, sænskra og færeyskra báta og skipa voru að mála þjóðfána landa sinna á skipsbógana þar sem þau lágu á Siglufirði. Þetta var í stríðsbyrjun. Hann man líka eftir því á trollinu með Júlla þegar þeir voru að toga fyrir vestan [[Einidrangur|Einidrang]] að tundurdufl var á sjónum vestan í Hvítbjörnsboðanum. Þeir töldu það vera botnfast, að minnsta kosti togaði Júlli alltaf að því og var ánægður að hafa það þarna við boðann. Hann notaði duflið eins og bauju meðan það var þarna. En eftir einhverja daga kom herskip og skaut það í kaf. Þeir fengu líka í snurvoðina á Nönnu á Sandvíkinni einhvers konar tundurskeyti. Þetta var lítil sprengja með skrúfu að aftanverðu til þess, trúlega, að knýja hana áfram. Þeir komu með hana hingað til Eyja og herinn tók við henni og sprengdi austur á Urðum. Eftir árin á sjónum varð Alli verkstjóri í pökkunarsal Hraðfrystistöðvar Vestmannaeyja hjá Einari Sigurðssyni. Stefán Runólfsson var yfirverkstjóri og þegar hann hætti, tók Alli við yfirverkstjórastöðunni. Eftir 10 ár hætti hann hjá Einari og fór í Lifrarsamlagið. Öll árin í Hraðfrystistöðinni sá hann eftir sjómennskunni og fylgdist vel með öllu þar. Sjórinn togaði en hann lét ekki undan.<br> | Næst var Alli vélstjóri í mörg ár hjá [[Óskar Ólafsson|Óskari Ólafssyni]] á [[Garðstaðir|Garðstöðum]] á Nönnu, 25 tonna báti, á línu og netum á veturna og síld og snurvoð á sumrin og haustin. Hann fór með Óskari yfir á Sigurfarann, 24 tonna bát, þegar Óskar og [[Einar Sigurjónsson]] keyptu hann. Af Sigurfara fór Alli á Sjöstjörnuna, sem var 55 tonn, til [[Arndoddur Gunnlaugsson|Arnoddar]] á Gjábakka. Eigendur hennar voru feðgarnir í Höfn, [[Martin Tómasson (Höfn)|Martin]] og [[Tómas Guðjónsson]]. Síðan á Lagarfoss, 27 tonn, hjá sömu útgerð með [[Aðalsteinn Gunnlaugsson|Aðalsteini]] bróður Arnoddar. Var lengi hjá Tómasi í Höfn og líkaði vel. Fylgdi svo Aðalsteini á bát sem Aðalsteinn keypti með Guðjóni Scheving og þeir gáfu nafnið Atli. Hann var 60 tonn. Eftir veruna á Atla fór Alli vélstjóri á Hannes lóðs, 59 tonna bát, sem [[Jóhann Pálsson]] átti og var með. Þar var allt nýlegt og gott og Jói fiskaði alltaf mikið. Árið 1961 hætti Alli á Hannesi lóðs og til sjós fyrir fullt og fast. Hann hafði verið til sjós á stríðsárunum síðari en það var fátt sem hann lenti í af völdum hernámsins. Honum er þó minnisstætt frá fyrsta sumrinu fyrir norðan á Þorgeiri goða að áhafnir norskra, sænskra og færeyskra báta og skipa voru að mála þjóðfána landa sinna á skipsbógana þar sem þau lágu á Siglufirði. Þetta var í stríðsbyrjun. Hann man líka eftir því á trollinu með Júlla þegar þeir voru að toga fyrir vestan [[Einidrangur|Einidrang]] að tundurdufl var á sjónum vestan í Hvítbjörnsboðanum. Þeir töldu það vera botnfast, að minnsta kosti togaði Júlli alltaf að því og var ánægður að hafa það þarna við boðann. Hann notaði duflið eins og bauju meðan það var þarna. En eftir einhverja daga kom herskip og skaut það í kaf. Þeir fengu líka í snurvoðina á Nönnu á Sandvíkinni einhvers konar tundurskeyti. Þetta var lítil sprengja með skrúfu að aftanverðu til þess, trúlega, að knýja hana áfram. Þeir komu með hana hingað til Eyja og herinn tók við henni og sprengdi austur á Urðum. Eftir árin á sjónum varð Alli verkstjóri í pökkunarsal Hraðfrystistöðvar Vestmannaeyja hjá Einari Sigurðssyni. Stefán Runólfsson var yfirverkstjóri og þegar hann hætti, tók Alli við yfirverkstjórastöðunni. Eftir 10 ár hætti hann hjá Einari og fór í Lifrarsamlagið. Öll árin í Hraðfrystistöðinni sá hann eftir sjómennskunni og fylgdist vel með öllu þar. Sjórinn togaði en hann lét ekki undan.<br>[[Mynd:Á síld á Sjötsjörnunni fyrir norðan.png|500px|center|thumb|Á síld á Sjötsjörnunni norðan. Talið f.v.: Alfreð Einarsson, Ingvar Gunnlaugsson, Eggert Ólafsson og Jóhann Björgvinsson]] | ||
Í Lifrarsamlaginu byrjaði hann verkstjóri hjá Páli Scheving, verksmiðjustjóra og þegar Páll hætti í lok árs 1971, varð Alli verksmiðjustjóri næstu 25 árin, uns hann hætti 1997, 76 ára.<br> Fyrstu árin í Lifrarsamlaginu var lifrin eingöngu gufubrædd. Lýsinu fleytt ofan af grútnum sem svo var lútaður og kreist úr honum lýsi eins og hægt var. Síðar, 1982, kom kaldhreinsunin. Þá varð lýsið betra og verðmætara.<br> | Í Lifrarsamlaginu byrjaði hann verkstjóri hjá Páli Scheving, verksmiðjustjóra og þegar Páll hætti í lok árs 1971, varð Alli verksmiðjustjóri næstu 25 árin, uns hann hætti 1997, 76 ára.<br> Fyrstu árin í Lifrarsamlaginu var lifrin eingöngu gufubrædd. Lýsinu fleytt ofan af grútnum sem svo var lútaður og kreist úr honum lýsi eins og hægt var. Síðar, 1982, kom kaldhreinsunin. Þá varð lýsið betra og verðmætara.<br> | ||
Árið 1980 var hafin niðursuða á lifur og síld í Niðursuðuverksmiðju Lifrarsamlagsins. Það gekk ljómandi vel en því var hætt eftir nokkur ár vegna hráefnisskorts. Reyndar var oftast hægt að fá síld en oft vantaði lifur.<br> | Árið 1980 var hafin niðursuða á lifur og síld í Niðursuðuverksmiðju Lifrarsamlagsins. Það gekk ljómandi vel en því var hætt eftir nokkur ár vegna hráefnisskorts. Reyndar var oftast hægt að fá síld en oft vantaði lifur.<br> | ||
Kona Alla er [[Sigfríð Runólfsdóttir]], fædd á Seyðisfirði en flutti barn að aldri með foreldrum sínum hingað til Eyja. Þau hófu búskap í [[Jómsborg]] við [[Heimatorg]] en árið 1946 keyptu þau austurendann í [[Birtingarholt|Birtingarholti]] á 20 þúsund krónur og seldu aftur 12 árum síðar á 110 þúsund krónur.<br> Þarna á 6. tug síðustu aldar var mikið byggt og þau hjónin smituðust af þessari bylgju sem gekk yfir og byrjuðu að byggja einbýlishús að Heiðarvegi 66 árið 1954. Alli fór til Tómasar í [[Höfn]], gamla útgerðarmannsins síns á [[Sjöstjarnarn|Sjöstjörnunni]] og Lagarfossi, sem átti stakkstæði þarna undir tvær húslóðir og bað hann að selja sér aðra lóðina undir væntanlega byggingu. „Þú mátt eiga hvora lóðina sem þú vilt góurinn,“ svaraði Tómas og þar með var það klárt og kvitt. Tómasi var tamt að nota orðið góurinn. Sumarið 1954 var Alli í landi til þess að koma byggingunni af stað, rífa upp stakkstæðið, grafa og steypa sökkulinn. Þetta var fyrsta sumarið sem hann var í landi eftir að hann fluttist til Eyja, var alltaf á síldinni norðanlands, og þá kynntist hann þjóðhátíð fyrst eftir 16 ára búsetu í Vestmannaeyjum. Árið 1958 seldu þau Birtingarholtið og fluttu í nýtt húsið og eiga heima þar enn. Þau eignuðust 4 börn sem eru í aldursröð: Erna, Sigurlaug, Runólfur og Hulda sem dó um fertugt. Núna eru þau Alli og Sigfríð aftur ein í húsinu, börnin löngu farin en búa hér í Eyjum í nágrenni við foreldrana svo það eru oft börn, barnabörn og barnabarnabörn á ferðinni á Heiðarvegi 66 sem er ljúft og gott.<br> | Kona Alla er [[Sigfríð Runólfsdóttir]], fædd á Seyðisfirði en flutti barn að aldri með foreldrum sínum hingað til Eyja. Þau hófu búskap í [[Jómsborg]] við [[Heimatorg]] en árið 1946 keyptu þau austurendann í [[Birtingarholt|Birtingarholti]] á 20 þúsund krónur og seldu aftur 12 árum síðar á 110 þúsund krónur.<br> Þarna á 6. tug síðustu aldar var mikið byggt og þau hjónin smituðust af þessari bylgju sem gekk yfir og byrjuðu að byggja einbýlishús að Heiðarvegi 66 árið 1954. Alli fór til Tómasar í [[Höfn]], gamla útgerðarmannsins síns á [[Sjöstjarnarn|Sjöstjörnunni]] og Lagarfossi, sem átti stakkstæði þarna undir tvær húslóðir og bað hann að selja sér aðra lóðina undir væntanlega byggingu. „Þú mátt eiga hvora lóðina sem þú vilt góurinn,“ svaraði Tómas og þar með var það klárt og kvitt. Tómasi var tamt að nota orðið góurinn. Sumarið 1954 var Alli í landi til þess að koma byggingunni af stað, rífa upp stakkstæðið, grafa og steypa sökkulinn. Þetta var fyrsta sumarið sem hann var í landi eftir að hann fluttist til Eyja, var alltaf á síldinni norðanlands, og þá kynntist hann þjóðhátíð fyrst eftir 16 ára búsetu í Vestmannaeyjum. Árið 1958 seldu þau Birtingarholtið og fluttu í nýtt húsið og eiga heima þar enn. Þau eignuðust 4 börn sem eru í aldursröð: Erna, Sigurlaug, Runólfur og Hulda sem dó um fertugt. Núna eru þau Alli og Sigfríð aftur ein í húsinu, börnin löngu farin en búa hér í Eyjum í nágrenni við foreldrana svo það eru oft börn, barnabörn og barnabarnabörn á ferðinni á Heiðarvegi 66 sem er ljúft og gott.<br> | ||
Varla sést snyrtilegra hús hér í Eyjum en þeirra hjóna og lóðin í kringum það vekur athygli vegfarenda. Þau sjást líka oft á góðviðrisdögum að mála og fegra svo að til fyrirmyndar er. Og undirritaður hefur það fyrir satt að svoleiðis hafi það alltaf verið í kringum þau bæði á sjó og landi. Núna, á efri árum, eru þau heilsuhraust og vonandi endist það þeim sem allra lengst.<br> | Varla sést snyrtilegra hús hér í Eyjum en þeirra hjóna og lóðin í kringum það vekur athygli vegfarenda. Þau sjást líka oft á góðviðrisdögum að mála og fegra svo að til fyrirmyndar er. Og undirritaður hefur það fyrir satt að svoleiðis hafi það alltaf verið í kringum þau bæði á sjó og landi. Núna, á efri árum, eru þau heilsuhraust og vonandi endist það þeim sem allra lengst.<br>[[Mynd:Sérsmíðaðir kappróðrarbátar sjómannadagsráðs sjósettir.png|500px|center|thumb|Sérsmíðaðir kappróðrarbátar sjómannadagsráðs sjósettir í fyrsta skipti árið 1946. Smiður var Ólafur Ástgeirsson frá Litlabæ og Valdimar bróðir hans málaði þá. Þeir fengu nöfnin: Jötunn, sem Sjómannafélagið átti, Hreyfill sem Vélstjórafélagið átti og Ólafur sem SS Verðandi átti]] | ||
Árið 1988 veitti Vestmannaeyjadeild Garðyrkjufélags Íslands þeim hjónum viðurkenningu fyrir snyrtilegasta garðinn og árið 1989 veitti Vestmannaeyjabær þeim viðurkenningu fyrir snyrtilegasta garðinn í Vestmannaeyjum. | Árið 1988 veitti Vestmannaeyjadeild Garðyrkjufélags Íslands þeim hjónum viðurkenningu fyrir snyrtilegasta garðinn og árið 1989 veitti Vestmannaeyjabær þeim viðurkenningu fyrir snyrtilegasta garðinn í Vestmannaeyjum. | ||
{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}} | {{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}} |
Núverandi breyting frá og með 29. ágúst 2019 kl. 14:23
Alfreð Einarsson fæddist á Búðum í Fáskrúðsfirði 6. desember 1921. Foreldrar hans voru Einar Björnsson, sjómaður, stýrimaður og skipstjóri og Sigurlaug Guðmundsdóttir, húsmóðir og voru börnin 5 í þessari aldursröð: Guðlaugur, Alfreð, Erla, Stefán og Elsa.
Alli stundaði nám í barnaskólanum á Búðum og 2 vetur í kvöldskóla sem þar var og lærði þar stærðfræði, íslensku og ensku. Þegar hann var 12 ára, reru þeir bræður hann og Lalli (Guðlaugur, faðir Guðmundar, skipstjóra á Þórunni Sveinsdóttur og hans systkina) sem var 2 árum eldri, á skektu sem hafði eina ár á hvort borð. Pabbi þeirra átti færeying sem hafði þrjár árar á hvort borð en þeim bræðrum fannst hann of þungur og fengu skektuna lánaða.
Þeir réru með handfæri og flotlínu og fiskuðu oft vel af þorski þarna innan fjarðar.
Flotlínan var hnýtt upp á færin og var alltaf í sjónum, kom ekki um borð í skektuna fyrr en úthaldinu lauk. Þeir drógu sig eftir henni, tóku þorskinn af og beittu síld og skelfiski jafnóðum. Síldina fengu þeir í lagnet í firðinum og skelfiskinn í fjörunni. Á Búðum var gamalt íshús og þar var stundum hægt að fá beitu þegar enga síld var að hafa í lagnetin. Aflinn var oftast ljómandi þorskur sem bræðurnir lögðu upp hjá kaupmanni í þorpinu sem verkaði hann í salt. Enginn peningur var greiddur fyrir innleggið en vöruskipti viðhöfð. Vörur til heimilisins voru því teknar út fyrir afla strákanna.
Fjórtán ára byrjaði Alli að róa upp á hálfan hlut hjá pabba sínum á snurvoð á 10 tonna báti, Heklu, sem gerð var út á voðina á sumrin og línu á veturna.
Útgerðarmaðurinn hét Stefán Jakobsson. Þaðan lá leiðin á Kötlu, 11 tonna bát, hjá sama útgerðarmanni. Auk annarra starfa þar var Alli ljósameistari eins og það var kallað. Ekkert rafmagn var í bátnum og voru siglingarljósin olíuluktir með lampa og kveik. Þegar búið var að bera eldspýtu að kveiknum, var luktinni lokað og mastursljósið híft upp. Hliðarljósin (lanternurnar) voru tendruð á sama hátt, hvort sínu megin og skutljósið aftan á stýrishúsinu. Þetta gat verið skítaverk en það lifði furðu vel á þessu. Auðvitað kom fyrir að ljósin slokknuðu og þá varð að slaka mastursljósinu niður og bera logandi eldspýtu að kveiknum öðru sinni og kannski oftar og bæta þurfti olíu á annað slagið. Eina vinnuljósið var karbítljós aftan við stýrishúsið.
Aflinn var seldur sama kaupmanni og bræðurnir höfðu lagt upp hjá og voru hlutir greiddir í vöruútekt eins og áður. Út á það fékk Alli peninga hjá mömmu sinni á böll og skemmtanir. Næst lá leiðin á norskan 14 tonna bát, Höfding.
Útgerðarfélagið Stagland átti 2 slíka og var Árni Stefánsson á Búðum skipstjóri á Höfding, Fyrst voru þeir á snurvoð en um sumarið á reknetum Norðanlands og rótfiskuðu, mest á Grímseyjarsundinu. Í áhöfn voru 7 karlar og var Alli kokkur. Síldina lögðu þeir upp hjá Tynesbræðrum á Siglufirði. Hluturinn varð 850 krónur eftir tæpa 2 mánuði og þótti afbragðsgott. Þegar komið var heim eftir úthaldið, gerði Einar upp fyrir son sinn og hélt Alli 50 krónum eftir þegar búið var að greiða fæðið. Þessa hýru notaði hann til þess að kaupa gamlan, handsnúinn, grammifón og 50 plötur fylgdu.
Síðla árs 1938 flutti fjölskyldan hingað til Vestmannaeyja og fékk hún inni í Viðey við Vestmannabraut. Litla vinnu var að hafa og var Einari úthlutuð atvinnubótavinna við að hreinsa upp grjót og rækta þannig tún vestur á Eyju. Grjótið var flutt austur á Skans þar sem Mangi grjót var að hlaða hann upp. Þeir tveir, eldri bræðurnir, voru í þessu fyrir pabba sinn í einhverjar vikur þarna um haustið. Vetrarvertíðina 1939 var Alli á Stellu sem Magnús í Stafholti og Ögmundur á Litlalandi áttu. Hún var 20 tonn og beitti hann á línunni og reri á netunum. Hann hafði lært að beita fyrir austan og var vanur því. Þetta var lélegt úthald, hafðist varla fyrir fæðinu. Strax eftir lokin fór hann á Þorgeir goða, 38 tonna bát, sem Júlíus Sigurðsson, Júlli í Skjaldbreið, var með. Fyrst á trolli hér heima og fiskaðist vel, síðar um sumarið á síld norðan lands og mokfiskuðu þeir þar. Elsti maðurinn um borð, fyrir utan Júlla, var Einar Runólfsson, stýrimaður rúmlega tvítugur, hinir allir undir tvítugu, hörkuduglegir strákar. Þeir voru á snurpunót, 16 á, og voru tveir um hverja koju. Þeir rótfiskuðu, lönduðu einu sinni 9 sinnum á 9 dögum, fullfermi um 70 tonnum af síld, á Siglufirði. Þeir rétt komust út úr fjarðarkjaftinum þegar þeir rákust á torfur og köstuðu. Stundum var ekki búið að spúla eftir síðustu löndun. Þetta var auðvitað svakalegt púl. Úti á miðunum var nótabátunum róið umhverfis torfurnar, snurpað og nótin dregin, allt á höndunum. í landi var síldinni mokað í mál sem hífð voru upp í vagna og þar var sturtað úr þeim og vögnunum síðan keyrt upp í verksmiðju. Mest af síldinni fór í bræðslu, sáralítið í salt. Seinna var Alli á síld á Gylli sem síðar var Gullveig. Einar, faðir hans var þar stýrimaður hjá Óskari Þorsteinssyni síðar bóksala. Þeir höfðu fiskað mikið á vetrarvertíðinni og þegar Alli var kominn um borð, á síldinni fyrir norðan, lentu þeir í löngum löndunarstoppum. Næsta vetur, 1940, fóru þeir bræður á lngólf, 12 tonna bát, sem Tanginn, Gunnar Ólafsson & co., átti. Einar Runólfsson, mágur Alla, var með hann og var þetta upphaf formennsku hans. Allt gekk það vel og næstu vetrarvertíð voru þeir áfram með Einari á Geir goða hjá sömu útgerð. Hún átti líka Þorgeir goða o.fl. báta. Þeir beittu á línunni og reru á netunum. Haustið 1940 fór Alli í vélstjórnarnám hér í Eyjum. Þá hafði hann þénað um sumarið á Gylli 2250 krónur sem þótti mikið. Eftir vélstjórnarnámið fór hann vélstjóri á Maí, 22 tonna bát, með Andrési Einarssyni í Baldurshaga. Vélartegundin hét Gray 48 hestöfl að afli, 1 strokkur (sylunder), stærðar swinghjól og afsláttargangráður. Á lensi í brælum hægði vélin sjálf á sér, afsláttargangráðurinn sá um það.
Næst var Alli vélstjóri í mörg ár hjá Óskari Ólafssyni á Garðstöðum á Nönnu, 25 tonna báti, á línu og netum á veturna og síld og snurvoð á sumrin og haustin. Hann fór með Óskari yfir á Sigurfarann, 24 tonna bát, þegar Óskar og Einar Sigurjónsson keyptu hann. Af Sigurfara fór Alli á Sjöstjörnuna, sem var 55 tonn, til Arnoddar á Gjábakka. Eigendur hennar voru feðgarnir í Höfn, Martin og Tómas Guðjónsson. Síðan á Lagarfoss, 27 tonn, hjá sömu útgerð með Aðalsteini bróður Arnoddar. Var lengi hjá Tómasi í Höfn og líkaði vel. Fylgdi svo Aðalsteini á bát sem Aðalsteinn keypti með Guðjóni Scheving og þeir gáfu nafnið Atli. Hann var 60 tonn. Eftir veruna á Atla fór Alli vélstjóri á Hannes lóðs, 59 tonna bát, sem Jóhann Pálsson átti og var með. Þar var allt nýlegt og gott og Jói fiskaði alltaf mikið. Árið 1961 hætti Alli á Hannesi lóðs og til sjós fyrir fullt og fast. Hann hafði verið til sjós á stríðsárunum síðari en það var fátt sem hann lenti í af völdum hernámsins. Honum er þó minnisstætt frá fyrsta sumrinu fyrir norðan á Þorgeiri goða að áhafnir norskra, sænskra og færeyskra báta og skipa voru að mála þjóðfána landa sinna á skipsbógana þar sem þau lágu á Siglufirði. Þetta var í stríðsbyrjun. Hann man líka eftir því á trollinu með Júlla þegar þeir voru að toga fyrir vestan Einidrang að tundurdufl var á sjónum vestan í Hvítbjörnsboðanum. Þeir töldu það vera botnfast, að minnsta kosti togaði Júlli alltaf að því og var ánægður að hafa það þarna við boðann. Hann notaði duflið eins og bauju meðan það var þarna. En eftir einhverja daga kom herskip og skaut það í kaf. Þeir fengu líka í snurvoðina á Nönnu á Sandvíkinni einhvers konar tundurskeyti. Þetta var lítil sprengja með skrúfu að aftanverðu til þess, trúlega, að knýja hana áfram. Þeir komu með hana hingað til Eyja og herinn tók við henni og sprengdi austur á Urðum. Eftir árin á sjónum varð Alli verkstjóri í pökkunarsal Hraðfrystistöðvar Vestmannaeyja hjá Einari Sigurðssyni. Stefán Runólfsson var yfirverkstjóri og þegar hann hætti, tók Alli við yfirverkstjórastöðunni. Eftir 10 ár hætti hann hjá Einari og fór í Lifrarsamlagið. Öll árin í Hraðfrystistöðinni sá hann eftir sjómennskunni og fylgdist vel með öllu þar. Sjórinn togaði en hann lét ekki undan.
Í Lifrarsamlaginu byrjaði hann verkstjóri hjá Páli Scheving, verksmiðjustjóra og þegar Páll hætti í lok árs 1971, varð Alli verksmiðjustjóri næstu 25 árin, uns hann hætti 1997, 76 ára.
Fyrstu árin í Lifrarsamlaginu var lifrin eingöngu gufubrædd. Lýsinu fleytt ofan af grútnum sem svo var lútaður og kreist úr honum lýsi eins og hægt var. Síðar, 1982, kom kaldhreinsunin. Þá varð lýsið betra og verðmætara.
Árið 1980 var hafin niðursuða á lifur og síld í Niðursuðuverksmiðju Lifrarsamlagsins. Það gekk ljómandi vel en því var hætt eftir nokkur ár vegna hráefnisskorts. Reyndar var oftast hægt að fá síld en oft vantaði lifur.
Kona Alla er Sigfríð Runólfsdóttir, fædd á Seyðisfirði en flutti barn að aldri með foreldrum sínum hingað til Eyja. Þau hófu búskap í Jómsborg við Heimatorg en árið 1946 keyptu þau austurendann í Birtingarholti á 20 þúsund krónur og seldu aftur 12 árum síðar á 110 þúsund krónur.
Þarna á 6. tug síðustu aldar var mikið byggt og þau hjónin smituðust af þessari bylgju sem gekk yfir og byrjuðu að byggja einbýlishús að Heiðarvegi 66 árið 1954. Alli fór til Tómasar í Höfn, gamla útgerðarmannsins síns á Sjöstjörnunni og Lagarfossi, sem átti stakkstæði þarna undir tvær húslóðir og bað hann að selja sér aðra lóðina undir væntanlega byggingu. „Þú mátt eiga hvora lóðina sem þú vilt góurinn,“ svaraði Tómas og þar með var það klárt og kvitt. Tómasi var tamt að nota orðið góurinn. Sumarið 1954 var Alli í landi til þess að koma byggingunni af stað, rífa upp stakkstæðið, grafa og steypa sökkulinn. Þetta var fyrsta sumarið sem hann var í landi eftir að hann fluttist til Eyja, var alltaf á síldinni norðanlands, og þá kynntist hann þjóðhátíð fyrst eftir 16 ára búsetu í Vestmannaeyjum. Árið 1958 seldu þau Birtingarholtið og fluttu í nýtt húsið og eiga heima þar enn. Þau eignuðust 4 börn sem eru í aldursröð: Erna, Sigurlaug, Runólfur og Hulda sem dó um fertugt. Núna eru þau Alli og Sigfríð aftur ein í húsinu, börnin löngu farin en búa hér í Eyjum í nágrenni við foreldrana svo það eru oft börn, barnabörn og barnabarnabörn á ferðinni á Heiðarvegi 66 sem er ljúft og gott.
Varla sést snyrtilegra hús hér í Eyjum en þeirra hjóna og lóðin í kringum það vekur athygli vegfarenda. Þau sjást líka oft á góðviðrisdögum að mála og fegra svo að til fyrirmyndar er. Og undirritaður hefur það fyrir satt að svoleiðis hafi það alltaf verið í kringum þau bæði á sjó og landi. Núna, á efri árum, eru þau heilsuhraust og vonandi endist það þeim sem allra lengst.
Árið 1988 veitti Vestmannaeyjadeild Garðyrkjufélags Íslands þeim hjónum viðurkenningu fyrir snyrtilegasta garðinn og árið 1989 veitti Vestmannaeyjabær þeim viðurkenningu fyrir snyrtilegasta garðinn í Vestmannaeyjum.