„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2002/ Nótt um borð í Nönnu“: Munur á milli breytinga
Karibjarna2 (spjall | framlög) Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
(2 millibreytingar ekki sýndar frá 2 notendum) | |||
Lína 3: | Lína 3: | ||
<big><big><big><center>'''Nótt um borð í Nönnu'''</center></big></big></big><br> | <big><big><big><center>'''Nótt um borð í Nönnu'''</center></big></big></big><br> | ||
[[Mynd:Arnþór Helgason.png|300px|center|thumb|Arnþór Helgason]] | |||
Árið 1999 vann ég að því að safna efni um [[Helgaslysið]] við Faxasker 7. janúar 1950. Mér varð fljótlega ljóst að þeir atburðir, sem urðu í Vestmannaeyjum þennan dag og næstu nótt, áttu sér ýmsar hliðar og fáir vissu gerla hvað gerðist. Hvernig stóð á því að Helgi steytti á [[kellir<Skelli]]? Hvað gerðist um borð í skipum sem voru nærri slysstað og hvernig var staðið að björgunartilraunum. Ég ræddi við fjölda fólks og allir vildu greiða götu mína. Ég lýsti eftir sjónarvottum að slysinu en engir gáfu sig fram. Hins vegar fékk ég greinargóðar lýsingar sjónarvotta af brunanum mikla sem þá varð um nóttina og verða þeim frásögnum e.t.v. gerð skil síðar.<br> | Árið 1999 vann ég að því að safna efni um [[Helgaslysið]] við Faxasker 7. janúar 1950. Mér varð fljótlega ljóst að þeir atburðir, sem urðu í Vestmannaeyjum þennan dag og næstu nótt, áttu sér ýmsar hliðar og fáir vissu gerla hvað gerðist. Hvernig stóð á því að Helgi steytti á [[kellir<Skelli]]? Hvað gerðist um borð í skipum sem voru nærri slysstað og hvernig var staðið að björgunartilraunum. Ég ræddi við fjölda fólks og allir vildu greiða götu mína. Ég lýsti eftir sjónarvottum að slysinu en engir gáfu sig fram. Hins vegar fékk ég greinargóðar lýsingar sjónarvotta af brunanum mikla sem þá varð um nóttina og verða þeim frásögnum e.t.v. gerð skil síðar.<br> | ||
Lína 9: | Lína 9: | ||
„Já,“ svaraði Björgvin, „láttu mig vita það. Ég sá allt sem gerðist.“ Við Hallgrímur bundumst fastmælum um að hitta Begga í Skýlinu og fá hann til að segja frá því sem gerðist.<br> | „Já,“ svaraði Björgvin, „láttu mig vita það. Ég sá allt sem gerðist.“ Við Hallgrímur bundumst fastmælum um að hitta Begga í Skýlinu og fá hann til að segja frá því sem gerðist.<br> | ||
Eitthvað fórst það fyrir að við hittum Begga. Ég hafði síðan samband við Björgvin Þórðarson í desember árið 2000 og tók hann mér ljúfmannlega. Ég sagðist hafa heyrt að hann hefði orðið vitni að slysinu og að frásögnum okkar bæri e.t.v. ekki alveg saman. „Mér féll nú frásögnin ekki verr en svo að ég tók upp þáttinn og hef lánað hann ýmsum,“ svaraði hann. „Ég hef sjálfsagt séð þetta frá öðru sjónarhorni en eins og þú veist góði, þá sjá engir tveir sama atburðinn eins og hver og einn getur sagt sína sögu.“ Símtalinu lauk svo með því að við mæltum okkur mót á heimili þeirra hjóna í Hafnarfirði þann 11. desember.<br> | Eitthvað fórst það fyrir að við hittum Begga. Ég hafði síðan samband við Björgvin Þórðarson í desember árið 2000 og tók hann mér ljúfmannlega. Ég sagðist hafa heyrt að hann hefði orðið vitni að slysinu og að frásögnum okkar bæri e.t.v. ekki alveg saman. „Mér féll nú frásögnin ekki verr en svo að ég tók upp þáttinn og hef lánað hann ýmsum,“ svaraði hann. „Ég hef sjálfsagt séð þetta frá öðru sjónarhorni en eins og þú veist góði, þá sjá engir tveir sama atburðinn eins og hver og einn getur sagt sína sögu.“ Símtalinu lauk svo með því að við mæltum okkur mót á heimili þeirra hjóna í Hafnarfirði þann 11. desember.<br> | ||
Viðtalið lá síðan óhreyft hjá mér og var ég að velta fyrir mér hvar það skyldi birt. Í júní síðastliðnum tók ég á mig rögg og ákvað að senda til hans ljósmyndara en ekki svaraði heima hjá honum. Ég hafði þá samband við [[Friðrik Ásmundsson]] og spurði hvort hann hefði hug á að fá þessa frásögn í [[Sjómannadagsblað Vestmannaeyja]]. Tók hann mér þýðlega eins og hans er vandi en bar mér um leið andlátsfregn Björgvins Þórðarsonar. Verður því þessi frásögn eins konar minningargrein um þennan ágæta prýðismann sem margir á mínu reki muna vel eftir og gaukaði stundum að strákum karamellu eða súkkulaði í [[Friðarhafnarskýlið|Friðarhafnarskýlinu]].<br> Björgvin fæddist þann 11. maí 1924 í Víkurgerði í Fáskrúðsfirði. Foreldrar hans voru Guðrún Jónasdóttir frá Hlíðarenda í Breiðdal og Þórður Gunnarsson frá Kleifarstekk í sömu sveit. Hann ólst upp við sjóróðra og var farinn að róa á trillum innan við fermingu.<br> | [[Mynd:Björgvin Þórðarson.png|300px|thumb|Björgvin Þórðarson]]Viðtalið lá síðan óhreyft hjá mér og var ég að velta fyrir mér hvar það skyldi birt. Í júní síðastliðnum tók ég á mig rögg og ákvað að senda til hans ljósmyndara en ekki svaraði heima hjá honum. Ég hafði þá samband við [[Friðrik Ásmundsson]] og spurði hvort hann hefði hug á að fá þessa frásögn í [[Sjómannadagsblað Vestmannaeyja]]. Tók hann mér þýðlega eins og hans er vandi en bar mér um leið andlátsfregn Björgvins Þórðarsonar. Verður því þessi frásögn eins konar minningargrein um þennan ágæta prýðismann sem margir á mínu reki muna vel eftir og gaukaði stundum að strákum karamellu eða súkkulaði í [[Friðarhafnarskýlið|Friðarhafnarskýlinu]].<br> Björgvin fæddist þann 11. maí 1924 í Víkurgerði í Fáskrúðsfirði. Foreldrar hans voru Guðrún Jónasdóttir frá Hlíðarenda í Breiðdal og Þórður Gunnarsson frá Kleifarstekk í sömu sveit. Hann ólst upp við sjóróðra og var farinn að róa á trillum innan við fermingu.<br> | ||
Björgvin fór á sína fyrstu vertíð til Eyja árið 1941 þá á 17. ári en fluttist þangað alfarinn árið 1946. Hinn 13. nóvember 1947 kvæntist hann [[Ásta Finnbogadóttir|Ástu Finnbogadóttur]] frá [[Vallartún|Vallartúni]] í Vestmannaeyjum og eignuðust þau fjögur börn.<br> Þau eru: Guðrún Þórdís, f. 1949; Gunnar Jónas, f. 1950 d. 1968; Lilja, f. 1967 og Gunnar, f. 1969.<br> | Björgvin fór á sína fyrstu vertíð til Eyja árið 1941 þá á 17. ári en fluttist þangað alfarinn árið 1946. Hinn 13. nóvember 1947 kvæntist hann [[Ásta Finnbogadóttir|Ástu Finnbogadóttur]] frá [[Vallartún|Vallartúni]] í Vestmannaeyjum og eignuðust þau fjögur börn.<br> Þau eru: Guðrún Þórdís, f. 1949; Gunnar Jónas, f. 1950 d. 1968; Lilja, f. 1967 og Gunnar, f. 1969.<br> | ||
Björgvin sótti vélstjórnarnámskeið í Vestmannaeyjum. Eftir það réðst hann á nokkra af bátum [[Helgi Benediktsson|Helga Benediktssonar]]: Auði, Mugg og Skaftfelling þar sem hann var um nokkurt skeið. Árið 1947 fór hann á síld með Árna Finnbogasyni, mági sínum, en lítið fiskaðist og var þetta síldarleysissumar. Auk þess var hann í flutningum á milli hafna við Breiðafjörð og til Vestmannaeyja frá Reykjavík.<br> | Björgvin sótti vélstjórnarnámskeið í Vestmannaeyjum. Eftir það réðst hann á nokkra af bátum [[Helgi Benediktsson|Helga Benediktssonar]]: Auði, Mugg og Skaftfelling þar sem hann var um nokkurt skeið. Árið 1947 fór hann á síld með Árna Finnbogasyni, mági sínum, en lítið fiskaðist og var þetta síldarleysissumar. Auk þess var hann í flutningum á milli hafna við Breiðafjörð og til Vestmannaeyja frá Reykjavík.<br> | ||
Lína 24: | Lína 24: | ||
Eins og þú getur ímyndað þér vorum við í miklum vanda. Okkur tókst þó að stýra Nönnu undan veðrinu þannig að einn okkar lagðist aftur á hekkið, spennti rörtöng utan um stýrisstammann og gat hreyft stýrið með því að skorða sig við lunninguna og spyrna fótunum í rörtöngina. Þannig hrakti okkur eiginlega vestur undir Ofanleitishamar og vörpuðum þar akkeri.<br> | Eins og þú getur ímyndað þér vorum við í miklum vanda. Okkur tókst þó að stýra Nönnu undan veðrinu þannig að einn okkar lagðist aftur á hekkið, spennti rörtöng utan um stýrisstammann og gat hreyft stýrið með því að skorða sig við lunninguna og spyrna fótunum í rörtöngina. Þannig hrakti okkur eiginlega vestur undir Ofanleitishamar og vörpuðum þar akkeri.<br> | ||
En veðrið fór stöðugt vaxandi. Ég man ekki hvenær það gerðist, kannski síðdegis eða um kvöldið en við slitum akkerisfestina og okkur rak á legufæri bresks togara sem lá þar við festar og lenti eitt skrúfublaðið á þeim. Skrúfuöxullinn kengbognaði og þar með var ekki hægt að nota vélina í þessum ósköpum, nema með mikilli varúð. Við fórum þá á rek og rak alla nóttina“. | En veðrið fór stöðugt vaxandi. Ég man ekki hvenær það gerðist, kannski síðdegis eða um kvöldið en við slitum akkerisfestina og okkur rak á legufæri bresks togara sem lá þar við festar og lenti eitt skrúfublaðið á þeim. Skrúfuöxullinn kengbognaði og þar með var ekki hægt að nota vélina í þessum ósköpum, nema með mikilli varúð. Við fórum þá á rek og rak alla nóttina“. | ||
Í þeim látum, sem gengu yfir þá um kvöldið og nóttina, óttuðust margir um Nönnu en þar um borð höfðu menn ekki tök á að nota talstöðina. Björgvin taldi að sjór hefði komist í hana og hún því orðið óvirk. Einnig voru menn hræddir um Gottu en [[Sigurjón Ólafsson]], skipstjóri frá [[Litlibær|Litlabæ]], hafði farið við fjórða mann út að Faxaskeri þá um kvöldið til þess að freista þess að lýsa upp skerið ef það mætti verða til þess að gefa þeim tveimur skipverjum af Helga, sem höfðu komist á skerið, einhverja lífsvon. En Sigurjón og hans menn urðu að láta undan síga og leita vars vestan undir [[Ofanleitishamar|Ofanleitishamri]]. Talfæri stöðvarinnar biluðu og gátu þeir því ekki heldur látið vita af sér.<br> | Í þeim látum, sem gengu yfir þá um kvöldið og nóttina, óttuðust margir um Nönnu en þar um borð höfðu menn ekki tök á að nota talstöðina. Björgvin taldi að sjór hefði komist í hana og hún því orðið óvirk. Einnig voru menn hræddir um Gottu en [[Sigurjón Ólafsson]], skipstjóri frá [[Litlibær|Litlabæ]], hafði farið við fjórða mann út að Faxaskeri þá um kvöldið til þess að freista þess að lýsa upp skerið ef það mætti verða til þess að gefa þeim tveimur skipverjum af Helga, sem höfðu komist á skerið, einhverja lífsvon. En Sigurjón og hans menn urðu að láta undan síga og leita vars vestan undir [[Ofanleitishamar|Ofanleitishamri]]. Talfæri stöðvarinnar biluðu og gátu þeir því ekki heldur látið vita af sér.<br>[[Mynd:Nanna RE 9, 72 tonn, smíðuð í Svíþjóð 1933.png|300px|thumb|Nanna RE 9, 72 tonn, smíðuð í Svíþjóð 1933]] | ||
Um tvöleytið um nóttina hafði breskur togari, sem var fyrir innan [[Þrídrangar|Þrídranga]], samband við Vestmannaeyjaradíó og greindi frá því að rekald úr skipi væri að fara framhjá þeim þar skammt frá. „That must be Nanna, she is missing (Það hlýtur að vera Nanna, hennar er saknað)“, svaraði hlustvörðurinn. En víkjum aftur að þeim félögum um borð í Nönnu.<br> | Um tvöleytið um nóttina hafði breskur togari, sem var fyrir innan [[Þrídrangar|Þrídranga]], samband við Vestmannaeyjaradíó og greindi frá því að rekald úr skipi væri að fara framhjá þeim þar skammt frá. „That must be Nanna, she is missing (Það hlýtur að vera Nanna, hennar er saknað)“, svaraði hlustvörðurinn. En víkjum aftur að þeim félögum um borð í Nönnu.<br> | ||
„Okkur rak alla nóttina og daginn eftir. Rokið var svo mikið þessa nótt að útilokað var að standa uppréttur úti á dekki. Við vorum með dekklest, smurolíutunnur sem voru reyrðar með spilvírnum við lunninguna bakborðsmegin og þá fóru þær að losna. Það hefur sennilega verið af því að ég var yngstur um borð að mér var sagt að brjóta gat á þær til þess að þær brytu ekki fyrir okkur lunninguna en það var varla nokkur vegur. Hefði maður nú haft brunaöxi hefði það verið hægur vandi. En ég fór niður í vélarrúm og sótti meitil og slaghamar. Þannig tókst mér að koma gati á tunnurnar.<br> | „Okkur rak alla nóttina og daginn eftir. Rokið var svo mikið þessa nótt að útilokað var að standa uppréttur úti á dekki. Við vorum með dekklest, smurolíutunnur sem voru reyrðar með spilvírnum við lunninguna bakborðsmegin og þá fóru þær að losna. Það hefur sennilega verið af því að ég var yngstur um borð að mér var sagt að brjóta gat á þær til þess að þær brytu ekki fyrir okkur lunninguna en það var varla nokkur vegur. Hefði maður nú haft brunaöxi hefði það verið hægur vandi. En ég fór niður í vélarrúm og sótti meitil og slaghamar. Þannig tókst mér að koma gati á tunnurnar.<br> | ||
Lína 32: | Lína 32: | ||
Seinnipart sunnudagsins fór veðrið að lægja nokkuð og fórum við þá að damla áleiðis til Eyja. Þá hafði okkur rekið alla leið vestur í Grindavíkursjó.<br> | Seinnipart sunnudagsins fór veðrið að lægja nokkuð og fórum við þá að damla áleiðis til Eyja. Þá hafði okkur rekið alla leið vestur í Grindavíkursjó.<br> | ||
Þegar við fórum að keyra kom náttúrlega sjór í vélarrúmið því að öxullinn var svo boginn. En dælan hafði vel undan. Við dóluðum svo þetta um nóttina. Við sigldum síðan inn í höfnina á mánudagsmorgun um svipað leyti og Sjöfnin kom með björgunarbátinn sem flutti lík þeirra Gísla Jónassonar og Óskars Magnússonar úr Faxaskeri. En á þessari sorgarstundu fögnuðu ástvinir okkar komu Nönnu með alla heila um borð. Hún var jafnvel talin af þar sem ekkert hafði heyrst frá henni né sést í þessu vonda veðri í tæpa tvo sólarhringa.<br> | Þegar við fórum að keyra kom náttúrlega sjór í vélarrúmið því að öxullinn var svo boginn. En dælan hafði vel undan. Við dóluðum svo þetta um nóttina. Við sigldum síðan inn í höfnina á mánudagsmorgun um svipað leyti og Sjöfnin kom með björgunarbátinn sem flutti lík þeirra Gísla Jónassonar og Óskars Magnússonar úr Faxaskeri. En á þessari sorgarstundu fögnuðu ástvinir okkar komu Nönnu með alla heila um borð. Hún var jafnvel talin af þar sem ekkert hafði heyrst frá henni né sést í þessu vonda veðri í tæpa tvo sólarhringa.<br> | ||
Það urðu furðulega litlar skemmdir um borð hjá okkur. Það brotnuðu nokkrar stunnur þegar tunnurnar fóru út í síðuna. Við sigldum svo til Reykjavíkur eftir nokkra daga í fylgd annars báts og þar var Nannan tekin í slipp. Þar vorum við í hálfan mánuð á meðan verið var að laga skemmdir og skipta um öxul. Eftir það héldum við áfram eitthvað fram á vertíðina en þá var þetta úthald búið.“<br><br> | Það urðu furðulega litlar skemmdir um borð hjá okkur. Það brotnuðu nokkrar stunnur þegar tunnurnar fóru út í síðuna. Við sigldum svo til Reykjavíkur eftir nokkra daga í fylgd annars báts og þar var Nannan tekin í slipp. Þar vorum við í hálfan mánuð á meðan verið var að laga skemmdir og skipta um öxul. Eftir það héldum við áfram eitthvað fram á vertíðina en þá var þetta úthald búið.“<br><br>[[Mynd:Leiðin austur Faxasund, Skelli og Faxasker.png|500px|center|thumb|Þetta sjókort, sem er í mœlikvarðanum 1:10000, sýnir vel leiðina austur Faxasund, Skelli og Faxasker. Einnig akkerisleguna við Eiðið. Þegar þetta kort var geftð út, 1994, var bannað að leggjast við akkeri þarna vegna rafstrengsins sem sýndur er (báraða línan). Hann hefur nú verið fjarlœgður og akkerislegur aftur leyfðar þarna]] | ||
'''Seinn tíma störf'''<br> | '''Seinn tíma störf'''<br> | ||
Björgvin fór ekki á sjó eftir þetta. Þegar úthaldinu á Nönnu lauk var liðið á vertíðina og búið að ráða í öll betri pláss. Réðst hann þá til Olíusamlagsins sem afgreiðslumaður. Þá var farið að kynda hús í Eyjum með olíu og hafði verið fenginn lítill olíubíll til þess að dæla olíunni á tankana við húsin.<br> | Björgvin fór ekki á sjó eftir þetta. Þegar úthaldinu á Nönnu lauk var liðið á vertíðina og búið að ráða í öll betri pláss. Réðst hann þá til Olíusamlagsins sem afgreiðslumaður. Þá var farið að kynda hús í Eyjum með olíu og hafði verið fenginn lítill olíubíll til þess að dæla olíunni á tankana við húsin.<br> |
Núverandi breyting frá og með 23. júlí 2019 kl. 14:15
Árið 1999 vann ég að því að safna efni um Helgaslysið við Faxasker 7. janúar 1950. Mér varð fljótlega ljóst að þeir atburðir, sem urðu í Vestmannaeyjum þennan dag og næstu nótt, áttu sér ýmsar hliðar og fáir vissu gerla hvað gerðist. Hvernig stóð á því að Helgi steytti á [[kellir<Skelli]]? Hvað gerðist um borð í skipum sem voru nærri slysstað og hvernig var staðið að björgunartilraunum. Ég ræddi við fjölda fólks og allir vildu greiða götu mína. Ég lýsti eftir sjónarvottum að slysinu en engir gáfu sig fram. Hins vegar fékk ég greinargóðar lýsingar sjónarvotta af brunanum mikla sem þá varð um nóttina og verða þeim frásögnum e.t.v. gerð skil síðar.
Skömmu eftir að þætti um þessa atburði var útvarpað í janúar árið 2000 hafði Hallgrímur, sonur Hallgríms skipstjóra á Helga, samband við mig og sagðist hafa hitt Begga í Skýlinu þann 7. janúar og sagt: „Jæja, þá eru 50 ár síðan.“
„Já,“ svaraði Björgvin, „láttu mig vita það. Ég sá allt sem gerðist.“ Við Hallgrímur bundumst fastmælum um að hitta Begga í Skýlinu og fá hann til að segja frá því sem gerðist.
Eitthvað fórst það fyrir að við hittum Begga. Ég hafði síðan samband við Björgvin Þórðarson í desember árið 2000 og tók hann mér ljúfmannlega. Ég sagðist hafa heyrt að hann hefði orðið vitni að slysinu og að frásögnum okkar bæri e.t.v. ekki alveg saman. „Mér féll nú frásögnin ekki verr en svo að ég tók upp þáttinn og hef lánað hann ýmsum,“ svaraði hann. „Ég hef sjálfsagt séð þetta frá öðru sjónarhorni en eins og þú veist góði, þá sjá engir tveir sama atburðinn eins og hver og einn getur sagt sína sögu.“ Símtalinu lauk svo með því að við mæltum okkur mót á heimili þeirra hjóna í Hafnarfirði þann 11. desember.
Viðtalið lá síðan óhreyft hjá mér og var ég að velta fyrir mér hvar það skyldi birt. Í júní síðastliðnum tók ég á mig rögg og ákvað að senda til hans ljósmyndara en ekki svaraði heima hjá honum. Ég hafði þá samband við Friðrik Ásmundsson og spurði hvort hann hefði hug á að fá þessa frásögn í Sjómannadagsblað Vestmannaeyja. Tók hann mér þýðlega eins og hans er vandi en bar mér um leið andlátsfregn Björgvins Þórðarsonar. Verður því þessi frásögn eins konar minningargrein um þennan ágæta prýðismann sem margir á mínu reki muna vel eftir og gaukaði stundum að strákum karamellu eða súkkulaði í Friðarhafnarskýlinu.
Björgvin fæddist þann 11. maí 1924 í Víkurgerði í Fáskrúðsfirði. Foreldrar hans voru Guðrún Jónasdóttir frá Hlíðarenda í Breiðdal og Þórður Gunnarsson frá Kleifarstekk í sömu sveit. Hann ólst upp við sjóróðra og var farinn að róa á trillum innan við fermingu.
Björgvin fór á sína fyrstu vertíð til Eyja árið 1941 þá á 17. ári en fluttist þangað alfarinn árið 1946. Hinn 13. nóvember 1947 kvæntist hann Ástu Finnbogadóttur frá Vallartúni í Vestmannaeyjum og eignuðust þau fjögur börn.
Þau eru: Guðrún Þórdís, f. 1949; Gunnar Jónas, f. 1950 d. 1968; Lilja, f. 1967 og Gunnar, f. 1969.
Björgvin sótti vélstjórnarnámskeið í Vestmannaeyjum. Eftir það réðst hann á nokkra af bátum Helga Benediktssonar: Auði, Mugg og Skaftfelling þar sem hann var um nokkurt skeið. Árið 1947 fór hann á síld með Árna Finnbogasyni, mági sínum, en lítið fiskaðist og var þetta síldarleysissumar. Auk þess var hann í flutningum á milli hafna við Breiðafjörð og til Vestmannaeyja frá Reykjavík.
Haustið 1949 réðst hann á Nönnu RE 9 sem stundaði vöruflutninga frá Reykjavík til Vestmannaeyja. Bátur þessi var sænskur eikarbátur, 72 lestir, smíðaður í Svíþjóð 1933 og var í eigu Áka Jakobssonar og fleiri. Skipstjóri var Páll Þorbjörnsson. Flutti Nanna vörur til Vestmannaeyja ásamt Helga VE 333 og Skaftfellingi VE 33 Bar fátt til tíðinda fram yfir jól.
Þegar talið barst að örlagadeginum 7. janúar sagði Björgvin svo frá:
„Þennan dag, 6. janúar sem var föstudagur, vorum við að lesta Nönnu og urðum tilbúnir til brottfarar skömmu á undan þeim á Helga ef ég man rétt. Þótt nokkur samkeppni væri á milli bátanna var ævinlega góður samgangur á milli okkar og strákanna á Helga enda þekktumst við vel og sumir okkar höfðu verið á bátum Helga Ben eins og ég sem hafði verið á Skaftfellingi og Páll Þorbjörnsson sem var eitt sinn stýrimaður á Helga og skipstjóri á Skaftfellingi eins og frægt varð. Við heimsóttum því stundum hverjir aðra og fengum okkur kaffi.
Þennan dag komu tveir skipverjar um borð í Nönnu og niður í lúkar að fá sér kaffisopa og spjalla. Ég sat andspænis þeim. Skyndilega greip mig einhver óhugur. Þeir voru svo torkennilegir í framan að mér stóð hálfgerður stuggur af. Eitthvað spurði ég félaga mína hvort þeir hefðu tekið eftir þessu en þeir kváðu nei við og hugsaði ég síðan ekki meira um það. Ég hef víst ekki minnst á þetta síðan.
Við fórum seinnipartinn til Eyja í sæmilegasta veðri. En þegar á leið kvöldið fór veðrið versnandi og um nóttina var kominn haugasjór og suðaustan hvass vindur. Það bar fátt til tíðinda. Við slömpuðumst þetta austur með landinu og fórum svo skáhallt suður sundið milli lands og Eyja og komum upp að Eiðinu um klukkan hálftvö eftir hádegi 7. janúar 1950.
Um borð í Nönnu var glussastýri og var eitthvað lítil olía á því. Páll Þorbjörnsson vildi ekki hætta á að fara inn í þessu veðri og var því ákveðið að leggjast og freista þess að bæta glussa á stýrið sem var nú reyndar oftast nær í hálfgerðu ólagi. Jæja, við lögðumst þarna í hálfgerðum lognpolli og hófumst handa við að bæta á stýrismaskínuna. Herðubreiðin lá þarna djúpt undan Eiðinu, sennilega að bíða eftir lóðs og við sáum að Helgi kom upp undir Eiðið. Okkur virtist hann hafa einhverja viðdvöl þar en síðan sáum við að hann fór austur Faxasund og ætlaði greinilega inn til hafnar.
Svo illa tókst til hjá okkur að stýrisvélin dældi út af stýrinu öllum glussanum og misstum við hann allan.
Um svipað leyti eða kannski nokkru fyrr skall á hávaðarok, eiginlega fárviðri. Okkur tók þá strax að reka í áttina frá skerinu. Við sáum yfir kúfinn á Faxaskeri möstrin á Helga og gerðum okkur strax grein fyrir að hann væri kominn á rek. En það var ekki annað að gera en að láta síga undan veðrinu; stýrisvana gátum við ekkert gert. Það var ömurlegt til þess að hugsa að vera svona nærri og geta ekki komið þeim á Helga til hjálpar. En við þóttumst vissir um að þeir á Herðubreiðinni færu honum til aðstoðar. Við vissum að hún var vel búin björgunartækjum og ræddum þetta nokkuð. En ég vissi ekki fyrr en þú greindir mér frá því að þeir hefðu átt í basli með akkerið.
Síðan gerðist nokkuð sem hefur mótast í minni mínu og hverfur þaðan aldrei. Við sáum að Helgi hlyti að vera kominn hættulega nærri skerinu. Allt í einu reis einn sá hæsti boði sem ég hef nokkru sinni séð. Ég sá öldustokkana á Helga bera yfir skerið og svo var hann horfinn.
Hrakningarnir
Eins og þú getur ímyndað þér vorum við í miklum vanda. Okkur tókst þó að stýra Nönnu undan veðrinu þannig að einn okkar lagðist aftur á hekkið, spennti rörtöng utan um stýrisstammann og gat hreyft stýrið með því að skorða sig við lunninguna og spyrna fótunum í rörtöngina. Þannig hrakti okkur eiginlega vestur undir Ofanleitishamar og vörpuðum þar akkeri.
En veðrið fór stöðugt vaxandi. Ég man ekki hvenær það gerðist, kannski síðdegis eða um kvöldið en við slitum akkerisfestina og okkur rak á legufæri bresks togara sem lá þar við festar og lenti eitt skrúfublaðið á þeim. Skrúfuöxullinn kengbognaði og þar með var ekki hægt að nota vélina í þessum ósköpum, nema með mikilli varúð. Við fórum þá á rek og rak alla nóttina“.
Í þeim látum, sem gengu yfir þá um kvöldið og nóttina, óttuðust margir um Nönnu en þar um borð höfðu menn ekki tök á að nota talstöðina. Björgvin taldi að sjór hefði komist í hana og hún því orðið óvirk. Einnig voru menn hræddir um Gottu en Sigurjón Ólafsson, skipstjóri frá Litlabæ, hafði farið við fjórða mann út að Faxaskeri þá um kvöldið til þess að freista þess að lýsa upp skerið ef það mætti verða til þess að gefa þeim tveimur skipverjum af Helga, sem höfðu komist á skerið, einhverja lífsvon. En Sigurjón og hans menn urðu að láta undan síga og leita vars vestan undir Ofanleitishamri. Talfæri stöðvarinnar biluðu og gátu þeir því ekki heldur látið vita af sér.
Um tvöleytið um nóttina hafði breskur togari, sem var fyrir innan Þrídranga, samband við Vestmannaeyjaradíó og greindi frá því að rekald úr skipi væri að fara framhjá þeim þar skammt frá. „That must be Nanna, she is missing (Það hlýtur að vera Nanna, hennar er saknað)“, svaraði hlustvörðurinn. En víkjum aftur að þeim félögum um borð í Nönnu.
„Okkur rak alla nóttina og daginn eftir. Rokið var svo mikið þessa nótt að útilokað var að standa uppréttur úti á dekki. Við vorum með dekklest, smurolíutunnur sem voru reyrðar með spilvírnum við lunninguna bakborðsmegin og þá fóru þær að losna. Það hefur sennilega verið af því að ég var yngstur um borð að mér var sagt að brjóta gat á þær til þess að þær brytu ekki fyrir okkur lunninguna en það var varla nokkur vegur. Hefði maður nú haft brunaöxi hefði það verið hægur vandi. En ég fór niður í vélarrúm og sótti meitil og slaghamar. Þannig tókst mér að koma gati á tunnurnar.
Mér hefur oft orðið hugsað til þess að þar sem ég horfði á olíuna renna útbyrðis breiddi hún ekkert úr sér. Kannski hefur sjórinn verið svona kaldur. Þetta fór allt saman í hnykla.
Ástandið var heldur aumt um borð. Við gátum ekki haft neinn hita því að við urðum að þétta kabyssurörið til þess að þar færi ekki sjór niður. Við vorum líka matarlausir. Við söfnuðumst saman í vélarrúminu því að þar var eini heiti staðurinn í skipinu.
Eins og þú getur nærri lá Nanna þvert fyrir veðrinu. Stundum var ofsinn svo mikill að hún hallaðist a.m.k um 45 gráður og sjórinn lá vel inn á lúgukarm. En við fengum ekki á okkur neina brotsjói. Hvassviðrið var svo mikið að sjórinn bókstaflega rauk. Ég hugsaði oft um það, hvort lestarlúgurnar myndu halda. En ég huggaði mig við það að ef þær gæfu sig, værum við með netakúlur í lestinni og það væri þó eitthvert flot í þeim. Alexander Gíslason, óttaðist mest að við myndum lenda á Blindskerjunum við Þrídranga en það varð sem betur fer ekki.
Seinnipart sunnudagsins fór veðrið að lægja nokkuð og fórum við þá að damla áleiðis til Eyja. Þá hafði okkur rekið alla leið vestur í Grindavíkursjó.
Þegar við fórum að keyra kom náttúrlega sjór í vélarrúmið því að öxullinn var svo boginn. En dælan hafði vel undan. Við dóluðum svo þetta um nóttina. Við sigldum síðan inn í höfnina á mánudagsmorgun um svipað leyti og Sjöfnin kom með björgunarbátinn sem flutti lík þeirra Gísla Jónassonar og Óskars Magnússonar úr Faxaskeri. En á þessari sorgarstundu fögnuðu ástvinir okkar komu Nönnu með alla heila um borð. Hún var jafnvel talin af þar sem ekkert hafði heyrst frá henni né sést í þessu vonda veðri í tæpa tvo sólarhringa.
Það urðu furðulega litlar skemmdir um borð hjá okkur. Það brotnuðu nokkrar stunnur þegar tunnurnar fóru út í síðuna. Við sigldum svo til Reykjavíkur eftir nokkra daga í fylgd annars báts og þar var Nannan tekin í slipp. Þar vorum við í hálfan mánuð á meðan verið var að laga skemmdir og skipta um öxul. Eftir það héldum við áfram eitthvað fram á vertíðina en þá var þetta úthald búið.“
Seinn tíma störf
Björgvin fór ekki á sjó eftir þetta. Þegar úthaldinu á Nönnu lauk var liðið á vertíðina og búið að ráða í öll betri pláss. Réðst hann þá til Olíusamlagsins sem afgreiðslumaður. Þá var farið að kynda hús í Eyjum með olíu og hafði verið fenginn lítill olíubíll til þess að dæla olíunni á tankana við húsin.
Árið 1957 hóf hann rekstur Friðarhafnarskýlisins og rak það í um 7 ár. Eftir það réðst hann til starfa hjá Ísfélagi Vestmannaeyja og vann þar fram yfir gos. Þá fór hann á fiskmatsnámskeið og vann eftir það, um 20 ára skeið, hjá Fiskmati ríkisins eða þar til það var lagt niður.
Eftirmáli
Eftir að hinu eiginlega viðtali lauk, sátum við nokkra stund og ræddum um lífið og tilveruna. Hann sagði mér frá útsýninu sem blasti við út um stofugluggann og minntist á sjóinn sem hann hefði fyrir augunum daglega. Fyrsta verkið á morgnana sagði hann vera að fara niður á bryggju til þess að „kanna ástandi“ eins og hann orðaði það.
Ásta bar okkur rjúkandi og bragðmikið kaffi og Björgvin bauð mér að bragða á spænsku eðalvíni sem þau hjónin höfðu komið með frá Kanaríeyjum þá nokkrum dögum áður. Og enn barst talið að örlagadeginum mikla fyrir 50 árum:
„Mér finnst, þegar ég hugsa um þetta sem gerðist, að ég hafi í rauninni aldrei jafnað mig á þessu. Ég hef ekki talað mikið um þessa atburði eða einstök atriði þeirra. Oft hef ég hugsað um öll þessi EF. Ef við hefðum ekki farið að bæta glussa á stýrið, hefðum við verið í standi til að koma til hjálpar. Og ef Herðubreiðin hefði verið fljótari á vettvang þá ..? En það eru öll þessi EF. Það er eins og þetta hafi átt að gerast.
Ég fæ enn þá martröð á næturnar. Þá finnst mér að ég sé um borð í Nönnu. Ég sé allt í einu þennan voðalega brotsjó og öldustokkana á Helga bera yfir skerið. Síðan er hann horfinn og ég hrekk upp í svitabaði. Fyrst veit ég ekki hvort ég er enn um borð í Nönnu eða í rúminu mínu. Eftir þetta get ég ekki sofnað. Ég fer þá stundum fram úr og reyni að róa hugann.“
- Arnþór Helgason
- Arnþór Helgason