„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1957/ Hurð skall nærri hælum“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: <big><center>JÓN Í. SIGURÐSSON:</center></big><br> <big><big><center>'''Hurð skall nærri hælum'''</center></big></big><br> Um miðnætti þann 27. ...) |
Ekkert breytingarágrip |
||
(1 millibreyting ekki sýnd frá 1 notanda) | |||
Lína 1: | Lína 1: | ||
<br> | |||
<big><center>[[Jón Ísak Sigurðsson|JÓN Í. SIGURÐSSON]]:</center></big><br> | <big><center>[[Jón Ísak Sigurðsson|JÓN Í. SIGURÐSSON]]:</center></big><br> | ||
<big><big><center>'''Hurð skall nærri hælum'''</center></big></big><br> | <big><big><center>'''Hurð skall nærri hælum'''</center></big></big><br> | ||
Um miðnætti þann 27. janúar 1949 hringdi þáverandi skipstjóri á m/s Esju til mín og tjáði mér þeir væru væntanlegir til Eyja eftir eina klukkustund, jafnframt því sem hann spurði um aðstæður að komast inn í höfnina. Ég tjáði honum, að það væri dökkt í álinn, mikið brim og sogadráttur í höfninni, auk þess væri náttmyrkur, en þó væri eini ljósi punkturinn sá, að það væri hásjávað, og mundum við koma um borð til hans, þegar hann kæmi. Það hafði verið vonzkuveður deginum áður, SSV-stormur, en fór lygnandi, og um kvöldið var komið því sem nær logn, en veðurútlitið var samt vont.<br> | Um miðnætti þann 27. janúar 1949 hringdi þáverandi skipstjóri á m/s Esju til mín og tjáði mér þeir væru væntanlegir til Eyja eftir eina klukkustund, jafnframt því sem hann spurði um aðstæður að komast inn í höfnina. Ég tjáði honum, að það væri dökkt í ''álinn'', mikið brim og sogadráttur í höfninni, auk þess væri náttmyrkur, en þó væri eini ljósi punkturinn sá, að það væri hásjávað, og mundum við koma um borð til hans, þegar hann kæmi. Það hafði verið vonzkuveður deginum áður, SSV-stormur, en fór lygnandi, og um kvöldið var komið því sem nær logn, en veðurútlitið var samt vont.<br> | ||
Er við lögðum af stað á [[Léttir|m/b Létti]] út á | Er við lögðum af stað á [[Léttir|m/b Létti]] út á [[Vík]]ina til að taka á móti Esju, var að byrja að anda af austri. Allmikill sjór var, og frussaði úr mörgum öldutoppnum, sem virtust allferlegir í náttmyrkrinu, fyrir smáferju að taka á móti og hrinda frá sér. En í áttina var haldið út á móti Esju, sem var að koma úr hringferð að austan, hafandi innanborðs um 300 farþega auk áhafnarinnar. Það gekk vel að leggja Létti að Esju í þetta sinn, eins og [[Ólafur Ólafsson (skipstjóri)|Óla]] var líka von og vísa.<br> | ||
Er upp í skipið kom, var rætt um útlitið við hafnartökuna, en síðan var lagt á sundið, haldið áleiðis inn í | Er upp í skipið kom, var rætt um útlitið við hafnartökuna, en síðan var lagt á sundið, haldið áleiðis inn í innri höfnina. Það gekk allvel að komast inn á höfnina, og er Esju hafði verið fest við landfestar, hófst afgreiðsla hennar.<br> | ||
<center>[[Mynd:Austan_kaldinn.png|600px]]</center><br> | |||
v/s | <center>''Austan kaldinn á oss blés.</center> | ||
Þar sem við vorum niðri á þilfarinu, | |||
Þegar hér var | |||
Því var ég mótfallinn, taldi slíkt | Eins og að framan er sagt, voru afar margir farþegar með skipinu í þessari ferð. Margir vermenn fóru af skipinu hér, en héðan fóru með skipinu til Reykjavíkur fjöldi manns, svo farþegafjöldinn var sízt minni, þá Esja lagði á stað úr höfninni, en er hún kom. Upphaflega var dvöl skipsins ákveðin ein klukkustund, en sökum brimstraumþungans slitnuðu festartaugar skipsins, og það tók dálítinn tíma að festa því aftur, og olli þetta töluverðum töfum. Þá er búið var að afgreiða skipið og ganga frá lestaropum, fella rár og færa allt ofanþilfars í ferðafært ástand, voru leystar festartaugar, og skipinu var síðan snúið í áttina og áleiðis haldið út úr höfninni. Meðan skipið dvaldi, hafði veður farið versnandi, og útlit var fyrir að það mundi skella á þá og þegar svarta bylur. Er skipið var komið í stefnuna, var hringt í vélsímann og beðið um hálfa ferð á báðar vélar, og var þeirri bón svarað eins og farið var fram á. Esja sigldi nú áfram á leið út úr höfninni, móti vindi og sjó. Er skipið var komið langleiðina út að hafnargörðum, kom bylsortinn á móti okkur, það svartur, að ekki sást fram á stefni úr „brúnni“, jafnframt fylgdi ''Kári'' allvel á eftir bylnum, því hann blés nú orðið af krafti, eða með 10 vindstiga hraða. Við vorum komnir á góða ferð, og skipið tók að lyfta sér á bárunni og ýtti hressilega sjólöðrinu frá kinnungum sínum. Léttir hafði fylgt okkur eftir út úr höfninni. Þegar Esja var komin það langt út úr höfninni, að Syðrihafnargarðsvitinn var kominn vel aftur fyrir þverskipsstefnu, gaf skipstjórinn skipun um að setja í gang ratsjána, og stefnuna 110°. Ég kvaddi nú skipstjórann og fór niður á þilfarið. Það hafði verið settur út kaðalstigi við tvölestina stjórnborðsmegin til afnota fyrir mig að komast um borð í Létti. Í þessari ferð var 1. stýrimaður Þórarinn Björnsson, sá sem nú er skipherra á v/s „[[Ægir|Ægi]]“. Hann stóð þarna á þilfarinu ásamt fleirum, og var mér til aðstoðar við að komast í bátinn. Er við stóðum við þilfarsskjólið og horfðum eftir Létti, sáum við hann, lítið eitt fyrir aftan Esju, þar sem hann mjakaðist hægt í áttina til okkar, en sökum sjávargangs sóttist honum ferðin seint. Þá Léttir var að komast að skipssíðunni og ætlaði að leggja að kaðaltröppunni, sem áður er á minnzt, var stjórnborðsvél Esju látin ganga með miklu afli aftur á bak, sem og gerði það að verkum, að fram með stjórnborðshliðinni varð mikill straumur og iðuköst, sem tóku Létti og fleyttu honum frá skipinu, svo að hann hvarf okkur sjónum út í náttmyrkrið og bylsortann. Stjórnborðsvélin var nú hætt að bakka, og biðum við nú þess, hvort við sæjum ekki bátinn koma, enda fór svo, að innan stutts tíma sáum við, hvar Léttir kom aftur í ljós. Hann reyndi nú í annað sinn að leggja að, en allt fór á sömu leið og fyrr. Er báturinn var að komast að skipshliðinni, var stjórnborðsvélin látin ganga með miklu afli aftur á bak, svo að straumþunginn frá skipsskrúfunni hreif Létti og færði hann í annað sinn frá skipinu, svo hann hvarf okkur alveg sjónum.<br> | ||
Ég gleymi seint ástandinu, sem var orðið um borð í Esju í umrætt sinn, þá ekki var annað sýnilegt en að hún væri að stranda þá og þegar. Farþegar hlupu fram og aftur | Þar sem við vorum niðri á þilfarinu, vissum við ekki eiginlega, hve langt við vorum komnir út á Víkina, þar sem útsýnið var slæmt, vegna aðstæðnanna. Er við höfðum staðið dálitla stund við þilfarsskýlið stjórnborðsmegin og horft eftir Létti án árangurs, segir Þórarinn stýrimaður við mig, að við skulum koma yfir í bakborðssíðuna, því það hljóti að vera miklu betra þeim megin við skipið. Er við komum yfir að bakborðsskjólklæðningunni, brá okkur heldur í brún, því útlitið var ekki sem bezt eða ákjósanlegast. Esja var sem sagt komin upp í grjótið. Við bjuggumst við, að skipið mundi þá og þegar taka niðri, stranda á [[Urðir|Urðunum]], sem þá voru ekki árennilegar til að lenda við eða að gista. Hafrótið og stormurinn lamdi þær, og gekk hvítfyssandi sælöðrið hátt í loft upp, þá það varð fyrir mótstöðu klappanna, enda fylgdi hafaldan og stormurinn fast eftir, gnauðandi með samtaka óhugnanlegum árásarmætti. Við hlupum strax upp í brú, og er við komum þangað, stóð skipstjórinn við vélsímann og sagði „að þetta væri eðlilegt, þar sem ekki sæist neitt til.“<br> | ||
Ég er þess fullviss, að ef við hefðum farið að bakka skipinu og gera tilraun með að komast þannig á frían sjó, hefði sú tilraun borið neikvæðan árangur, þar sem vindurinn var okkur óhagstæður til slíks. Esja hefði ábyggilega lent á Urðirnar og þar týnzt með manni og mús. Og á spjöld sögunnar hefði verið skráð um eitt af mestu | Þegar hér var komið, hafði Esja orðið gagnkvæma stefnu, eða horfði nú í NV, í staðinn fyrir SA, þá hún var komin út úr hafnarmynninu. Skipið hafði nú vindinn aftan til á stjórnborðshliðina, og var bakborðshlið þess, sem vissi að Urðunum, svo árennilegar sem þær voru til landtöku, eins og nú stóð á. Nú voru hverjar mínútur dýrmætar og ekki tími til mikilla bollalegginga. Ingvar skipstjóri spurði mig, hvort ekki mundi vera bezt að gera tilraun með að bakka og reyna að ná skipinu frá landinu með því móti.<br> | ||
En sem betur fór urðum við þeirrar gæfu aðnjótandi að losna úr yfirvofandi | Því var ég mótfallinn, taldi slíkt tilgangslaust. Ef við færum að bakka, mundum við alls ekki komast frá landinu, sökum þess að vindurinn var á útsíðuna, og eins og hann sæi, gengi landið út fyrir aftan okkur, þar sem við værum núna, enda mundi sjór og vindurinn drífa okkur umsvifalaust í land. Ég hvatti hann til að setja heldur áfram og gera tilraun með því að biðja um eins mikla ferð og hægt væri. Á þetta féllst hann; var síðan hringt neyðarhringingu í vélsímann, jafnframt því sem skipstjórinn talaði niður í vélarúm og bað um eins mikinn vélakraft og hægt væri að gefa. Stýrið var lagt hart yfir til stjórnborða, og Esja tók nú allhressilega við sér, og jókst ferðin jafnt og þétt áfram. Það var alveg tvísýnt, hvort okkur tækist að komast á frían sjó, því við vorum alveg upp á landsjónum, og reikna mátti með því á hverju augnabliki, að skipið tæki niðri, og þar með lyki för okkar. En gæfan var okkur hliðholl. Er skipið hafði fengið töluverðan framdrátt, sáum við brjóta á skeri stafn fram. Það varð að skeika að sköpuðu, hvort okkur auðnaðist að ná Esju það mikið yfir til stjórnborða, að við slyppum við boðann. Ekkert var hægt að gera, við urðum að treysta á forsjónina, vélarnar og stýri skipsins. Framhjá skerinu tókst okkur að komast, þótt bakborðskinnungurinn næstum strykist við skerið, sem vafalítið hefði verið hart viðkomu, en til allrar hamingju komumst við frá skeri og boða og á frían sjó. Þessi óhugnanlegi staður, sem við höfðum lent á, var illu heilli vogurinn fyrir austan þurrkhúsið á Urðunum. Hvað valdið hefur því, að við lentum þarna og að skipið hafði breytt um stefnu og horfði nú til NV í staðinu fyrir SA, er víst það, að skipstjórinn hefur víst ætlað að gefa Létti heldur var með skipshliðinni og þess vegna bakkað með stjórnborðsvélinni, en við það hefur hann snúið skipinu, án þess að hann tæki eftir eða vissi af.<br> | ||
<center>[[Mynd:Fyrsta_vélknúna_farþegaskip.png|600px]]</center><br> | |||
<center>''Fyrsta vélknúna farþegaskip Vestmannaeyja, m.b. Ásdís. Hún þótti of stór til fiskveiða.</center> | |||
Er við vorum lausir úr strandhættunni og komnir á frían sjó, var hægt á vélunum og farið að athuga staðhætti og skyggnast eftir Létti. En skyggni var slæmt, blindbylur, náttmyrkur og sjórok. Esja var nú látin horfa upp í sjóinn og lónað áfram, eða með það mikilli ferð, að rétt stýrði og hægt væri að halda skipinu upp í. Er við höfðum andæft dálítinn tíma, sáum við dauft ljós á bakborða, sem síðar skýrðist og reyndist vera á Létti, sem hafði séð okkur og hélt nú í áttina til okkar. Honum gekk allvel að komast að skipshliðinni, þrátt fyrir vonda aðstöðu, og leggjast að, svo ég komst í bátinn. Við fórum nú að halda undan og fórum okkur hægt, því skyggni var slæmt eins og áður er á minnzt. Heilu og höldnu komumst við í höfn, þótt ekki liti vel út á tímabili.<br> | |||
Ég gleymi seint ástandinu, sem var orðið um borð í Esju í umrætt sinn, þá ekki var annað sýnilegt en að hún væri að stranda þá og þegar. Farþegar hlupu fram og aftur kallandi, hrópandi, og grátandi börn og kvenfólk. Angistarvein kváðu við, við erum að stranda, við drukknum. Já, það var sannkölluð upplausn um borð. Enda þótt margir af farþegunum væru í fasta svefni, varð samt varla þverfótað. Troðningur, hlaup og köll, hrópað á hjálp, en angistin skein út úr mörgu andlitinu.<br> | |||
Ég er þess fullviss, að ef við hefðum farið að bakka skipinu og gera tilraun með að komast þannig á frían sjó, hefði sú tilraun borið neikvæðan árangur, þar sem vindurinn var okkur óhagstæður til slíks. Esja hefði ábyggilega lent á Urðirnar og þar týnzt með manni og mús. Og á spjöld sögunnar hefði verið skráð um eitt af mestu sjóslysum, því um 400 manns var um borð í skipinu í umræddri ferð. Það hefði mátt þykja gott, ef nokkrum hefði verið hægt að bjarga í því hafróti og þeim veðurofsa, sem þá var.<br> | |||
En sem betur fór urðum við þeirrar gæfu aðnjótandi að losna úr yfirvofandi hættu, heimtir úr helju. Þjóðarheildin losnaði við að sjá á bak góðum farkosti og hundruðum þegna sinna.<br> | |||
{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}} |
Núverandi breyting frá og með 11. febrúar 2018 kl. 19:58
Um miðnætti þann 27. janúar 1949 hringdi þáverandi skipstjóri á m/s Esju til mín og tjáði mér þeir væru væntanlegir til Eyja eftir eina klukkustund, jafnframt því sem hann spurði um aðstæður að komast inn í höfnina. Ég tjáði honum, að það væri dökkt í álinn, mikið brim og sogadráttur í höfninni, auk þess væri náttmyrkur, en þó væri eini ljósi punkturinn sá, að það væri hásjávað, og mundum við koma um borð til hans, þegar hann kæmi. Það hafði verið vonzkuveður deginum áður, SSV-stormur, en fór lygnandi, og um kvöldið var komið því sem nær logn, en veðurútlitið var samt vont.
Er við lögðum af stað á m/b Létti út á Víkina til að taka á móti Esju, var að byrja að anda af austri. Allmikill sjór var, og frussaði úr mörgum öldutoppnum, sem virtust allferlegir í náttmyrkrinu, fyrir smáferju að taka á móti og hrinda frá sér. En í áttina var haldið út á móti Esju, sem var að koma úr hringferð að austan, hafandi innanborðs um 300 farþega auk áhafnarinnar. Það gekk vel að leggja Létti að Esju í þetta sinn, eins og Óla var líka von og vísa.
Er upp í skipið kom, var rætt um útlitið við hafnartökuna, en síðan var lagt á sundið, haldið áleiðis inn í innri höfnina. Það gekk allvel að komast inn á höfnina, og er Esju hafði verið fest við landfestar, hófst afgreiðsla hennar.
Eins og að framan er sagt, voru afar margir farþegar með skipinu í þessari ferð. Margir vermenn fóru af skipinu hér, en héðan fóru með skipinu til Reykjavíkur fjöldi manns, svo farþegafjöldinn var sízt minni, þá Esja lagði á stað úr höfninni, en er hún kom. Upphaflega var dvöl skipsins ákveðin ein klukkustund, en sökum brimstraumþungans slitnuðu festartaugar skipsins, og það tók dálítinn tíma að festa því aftur, og olli þetta töluverðum töfum. Þá er búið var að afgreiða skipið og ganga frá lestaropum, fella rár og færa allt ofanþilfars í ferðafært ástand, voru leystar festartaugar, og skipinu var síðan snúið í áttina og áleiðis haldið út úr höfninni. Meðan skipið dvaldi, hafði veður farið versnandi, og útlit var fyrir að það mundi skella á þá og þegar svarta bylur. Er skipið var komið í stefnuna, var hringt í vélsímann og beðið um hálfa ferð á báðar vélar, og var þeirri bón svarað eins og farið var fram á. Esja sigldi nú áfram á leið út úr höfninni, móti vindi og sjó. Er skipið var komið langleiðina út að hafnargörðum, kom bylsortinn á móti okkur, það svartur, að ekki sást fram á stefni úr „brúnni“, jafnframt fylgdi Kári allvel á eftir bylnum, því hann blés nú orðið af krafti, eða með 10 vindstiga hraða. Við vorum komnir á góða ferð, og skipið tók að lyfta sér á bárunni og ýtti hressilega sjólöðrinu frá kinnungum sínum. Léttir hafði fylgt okkur eftir út úr höfninni. Þegar Esja var komin það langt út úr höfninni, að Syðrihafnargarðsvitinn var kominn vel aftur fyrir þverskipsstefnu, gaf skipstjórinn skipun um að setja í gang ratsjána, og stefnuna 110°. Ég kvaddi nú skipstjórann og fór niður á þilfarið. Það hafði verið settur út kaðalstigi við tvölestina stjórnborðsmegin til afnota fyrir mig að komast um borð í Létti. Í þessari ferð var 1. stýrimaður Þórarinn Björnsson, sá sem nú er skipherra á v/s „Ægi“. Hann stóð þarna á þilfarinu ásamt fleirum, og var mér til aðstoðar við að komast í bátinn. Er við stóðum við þilfarsskjólið og horfðum eftir Létti, sáum við hann, lítið eitt fyrir aftan Esju, þar sem hann mjakaðist hægt í áttina til okkar, en sökum sjávargangs sóttist honum ferðin seint. Þá Léttir var að komast að skipssíðunni og ætlaði að leggja að kaðaltröppunni, sem áður er á minnzt, var stjórnborðsvél Esju látin ganga með miklu afli aftur á bak, sem og gerði það að verkum, að fram með stjórnborðshliðinni varð mikill straumur og iðuköst, sem tóku Létti og fleyttu honum frá skipinu, svo að hann hvarf okkur sjónum út í náttmyrkrið og bylsortann. Stjórnborðsvélin var nú hætt að bakka, og biðum við nú þess, hvort við sæjum ekki bátinn koma, enda fór svo, að innan stutts tíma sáum við, hvar Léttir kom aftur í ljós. Hann reyndi nú í annað sinn að leggja að, en allt fór á sömu leið og fyrr. Er báturinn var að komast að skipshliðinni, var stjórnborðsvélin látin ganga með miklu afli aftur á bak, svo að straumþunginn frá skipsskrúfunni hreif Létti og færði hann í annað sinn frá skipinu, svo hann hvarf okkur alveg sjónum.
Þar sem við vorum niðri á þilfarinu, vissum við ekki eiginlega, hve langt við vorum komnir út á Víkina, þar sem útsýnið var slæmt, vegna aðstæðnanna. Er við höfðum staðið dálitla stund við þilfarsskýlið stjórnborðsmegin og horft eftir Létti án árangurs, segir Þórarinn stýrimaður við mig, að við skulum koma yfir í bakborðssíðuna, því það hljóti að vera miklu betra þeim megin við skipið. Er við komum yfir að bakborðsskjólklæðningunni, brá okkur heldur í brún, því útlitið var ekki sem bezt eða ákjósanlegast. Esja var sem sagt komin upp í grjótið. Við bjuggumst við, að skipið mundi þá og þegar taka niðri, stranda á Urðunum, sem þá voru ekki árennilegar til að lenda við eða að gista. Hafrótið og stormurinn lamdi þær, og gekk hvítfyssandi sælöðrið hátt í loft upp, þá það varð fyrir mótstöðu klappanna, enda fylgdi hafaldan og stormurinn fast eftir, gnauðandi með samtaka óhugnanlegum árásarmætti. Við hlupum strax upp í brú, og er við komum þangað, stóð skipstjórinn við vélsímann og sagði „að þetta væri eðlilegt, þar sem ekki sæist neitt til.“
Þegar hér var komið, hafði Esja orðið gagnkvæma stefnu, eða horfði nú í NV, í staðinn fyrir SA, þá hún var komin út úr hafnarmynninu. Skipið hafði nú vindinn aftan til á stjórnborðshliðina, og var bakborðshlið þess, sem vissi að Urðunum, svo árennilegar sem þær voru til landtöku, eins og nú stóð á. Nú voru hverjar mínútur dýrmætar og ekki tími til mikilla bollalegginga. Ingvar skipstjóri spurði mig, hvort ekki mundi vera bezt að gera tilraun með að bakka og reyna að ná skipinu frá landinu með því móti.
Því var ég mótfallinn, taldi slíkt tilgangslaust. Ef við færum að bakka, mundum við alls ekki komast frá landinu, sökum þess að vindurinn var á útsíðuna, og eins og hann sæi, gengi landið út fyrir aftan okkur, þar sem við værum núna, enda mundi sjór og vindurinn drífa okkur umsvifalaust í land. Ég hvatti hann til að setja heldur áfram og gera tilraun með því að biðja um eins mikla ferð og hægt væri. Á þetta féllst hann; var síðan hringt neyðarhringingu í vélsímann, jafnframt því sem skipstjórinn talaði niður í vélarúm og bað um eins mikinn vélakraft og hægt væri að gefa. Stýrið var lagt hart yfir til stjórnborða, og Esja tók nú allhressilega við sér, og jókst ferðin jafnt og þétt áfram. Það var alveg tvísýnt, hvort okkur tækist að komast á frían sjó, því við vorum alveg upp á landsjónum, og reikna mátti með því á hverju augnabliki, að skipið tæki niðri, og þar með lyki för okkar. En gæfan var okkur hliðholl. Er skipið hafði fengið töluverðan framdrátt, sáum við brjóta á skeri stafn fram. Það varð að skeika að sköpuðu, hvort okkur auðnaðist að ná Esju það mikið yfir til stjórnborða, að við slyppum við boðann. Ekkert var hægt að gera, við urðum að treysta á forsjónina, vélarnar og stýri skipsins. Framhjá skerinu tókst okkur að komast, þótt bakborðskinnungurinn næstum strykist við skerið, sem vafalítið hefði verið hart viðkomu, en til allrar hamingju komumst við frá skeri og boða og á frían sjó. Þessi óhugnanlegi staður, sem við höfðum lent á, var illu heilli vogurinn fyrir austan þurrkhúsið á Urðunum. Hvað valdið hefur því, að við lentum þarna og að skipið hafði breytt um stefnu og horfði nú til NV í staðinu fyrir SA, er víst það, að skipstjórinn hefur víst ætlað að gefa Létti heldur var með skipshliðinni og þess vegna bakkað með stjórnborðsvélinni, en við það hefur hann snúið skipinu, án þess að hann tæki eftir eða vissi af.
Er við vorum lausir úr strandhættunni og komnir á frían sjó, var hægt á vélunum og farið að athuga staðhætti og skyggnast eftir Létti. En skyggni var slæmt, blindbylur, náttmyrkur og sjórok. Esja var nú látin horfa upp í sjóinn og lónað áfram, eða með það mikilli ferð, að rétt stýrði og hægt væri að halda skipinu upp í. Er við höfðum andæft dálítinn tíma, sáum við dauft ljós á bakborða, sem síðar skýrðist og reyndist vera á Létti, sem hafði séð okkur og hélt nú í áttina til okkar. Honum gekk allvel að komast að skipshliðinni, þrátt fyrir vonda aðstöðu, og leggjast að, svo ég komst í bátinn. Við fórum nú að halda undan og fórum okkur hægt, því skyggni var slæmt eins og áður er á minnzt. Heilu og höldnu komumst við í höfn, þótt ekki liti vel út á tímabili.
Ég gleymi seint ástandinu, sem var orðið um borð í Esju í umrætt sinn, þá ekki var annað sýnilegt en að hún væri að stranda þá og þegar. Farþegar hlupu fram og aftur kallandi, hrópandi, og grátandi börn og kvenfólk. Angistarvein kváðu við, við erum að stranda, við drukknum. Já, það var sannkölluð upplausn um borð. Enda þótt margir af farþegunum væru í fasta svefni, varð samt varla þverfótað. Troðningur, hlaup og köll, hrópað á hjálp, en angistin skein út úr mörgu andlitinu.
Ég er þess fullviss, að ef við hefðum farið að bakka skipinu og gera tilraun með að komast þannig á frían sjó, hefði sú tilraun borið neikvæðan árangur, þar sem vindurinn var okkur óhagstæður til slíks. Esja hefði ábyggilega lent á Urðirnar og þar týnzt með manni og mús. Og á spjöld sögunnar hefði verið skráð um eitt af mestu sjóslysum, því um 400 manns var um borð í skipinu í umræddri ferð. Það hefði mátt þykja gott, ef nokkrum hefði verið hægt að bjarga í því hafróti og þeim veðurofsa, sem þá var.
En sem betur fór urðum við þeirrar gæfu aðnjótandi að losna úr yfirvofandi hættu, heimtir úr helju. Þjóðarheildin losnaði við að sjá á bak góðum farkosti og hundruðum þegna sinna.