„Elínborg Guðný Ólafsdóttir (Hjalla)“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum) | |||
Lína 12: | Lína 12: | ||
Börn Elínborgar Guðnýjar og Sigurðar voru:<br> | Börn Elínborgar Guðnýjar og Sigurðar voru:<br> | ||
1. [[ | 1. [[Ólafía Sigurðardóttir (Götu)|Oddný ''Ólafía'' Sigurðardóttir]] húsfreyja, verkakona, f. 15. ágúst 1916 í [[Hlíðarhús]]i, d. 7. desember 2003, gift [[Tryggvi Gunnarsson (Geirlandi)|Tryggva Gunnarssyni]] vélstjóra og útgerðarmanni, f. 29. apríl 1916, d. 22. mars 2001.<br> | ||
2. Björn Helgi Sigurðsson, f. 4. janúar 1920, d. 14. janúar 1920.<br> | 2. Björn Helgi Sigurðsson, f. 4. janúar 1920, d. 14. janúar 1920.<br> | ||
3. [[ | 3. [[Pétur Sigurðsson (skipstjóri)|Guðni ''Pétur'' Sigurðsson]] skipstjóri, f. 30. júlí 1921 á [[Hjalli|Hjalla]], d. 16. mars 2012, kvæntur [[Guðríður Ólafsdóttir (Karlsbergi)|Guðríði Ólafsdóttur]] húsfreyju að [[Heimagata|Heimagötu 20, Karlsbergi]], f. 21. október 1919, d. 21. október 1984.<br> | ||
4. [[ | 4. [[Lea Sigurðardóttir|Unnur ''Lea'' Sigurðardóttir]] húsfreyja, f. 9. ágúst 1922 á [[Hjalli|Hjalla]], d. 30. maí 1998, gift [[Helgi Bergvinsson|Helga Bergvinssyni]] skipstjóra, f. 26. ágúst 1918, d. 16. maí 1989.<br> | ||
5. [[Helgi Sigurðsson ( | 5. [[Helgi Sigurðsson (Götu)|Helgi Sigurðsson]] sjómaður og verkamaður á Siglufirði, f. 11. júní 1925, d. 17. janúar 2008, kvæntur Söru Símonardóttur húsfreyju, f. 30. ágúst 1923, d. 27. ágúst 2004. <br> | ||
6. Sigríður Sigurðardóttir, f. 25. desember 1926, d. 2. apríl 1927. | 6. Sigríður Sigurðardóttir, f. 25. desember 1926, d. 2. apríl 1927. | ||
{{Heimildir| | {{Heimildir| |
Núverandi breyting frá og með 19. desember 2019 kl. 17:17
Elínborg Guðný Ólafsdóttir húsfreyja á Hjalla fæddist 9. nóvember 1893 að Kirkjufelli í Eyrarsveit, en flutti til Eyja árið 1914 og lést 15. desember 1944.
Faðir hennar var Ólafur bóndi og sjómaður á Vaðstakksheiði, Fossi, Hellnafelli og Fáskrúð á Snæfellsnesi norðan Jökuls, f. 14. júní 1857, d. 21. mars 1929, Magnússon sjávarbónda á Blómsturvöllum á Hellissandi frá 1843, „Brokeyjar-Magnús“, f. 6. júlí 1817, d. 9. mars 1867, Guðmundssonar bónda og gullsmiðs í Fremri-Hundadal í Mið-Dölum, f. 1773 á Sólheimum í Laxárdal, d. 1. desember 1839, Tómassonar, og konu Guðmundar Tómassonar, Sesselju húsfreyju og hannyrðakonu frá Snóksdal í Mið-Dölum, húsfreyju í Fremri-Hundadal þar 1818, f. 1779, d. 30. ágúst 1830, Sveinsdóttur.
Móðir Ólafs á Vaðstakksheiði og kona Magnúsar á Blómsturvöllum var Ingveldur húsfreyja á Blómsturvöllum í Ingjaldshólssókn 1860, f. 11. janúar 1822, á lífi 1870, Gísladóttir bónda á Litlu-Dumpu í Ingjaldshólssókn 1835, f. 25. febrúar 1796 á Litlabæ í Álftaneshreppi á Mýrum, d. 19. desember 1840, Pálssonar, og konu Gísla Pálssonar, Kristínar húsfreyju, f. 18. janúar 1799, d. 25. mars 1868, Björnsdóttur.
Móðir Elínborgar Guðnýjar og kona Ólafs Magnússonar var Oddný húsfreyja á Fossi utan Ennis á Snæfellsnesi 1910, f. 13. desember 1856, d. 9. júlí 1927, Björnsdóttir bónda á Þorkelshóli í Víðidal í A-Hún., síðar á Ytri-Hrafnabjörgum í Hörðudal í Dal., f. 11. maí 1820, d. 13. júní 1863, Gestssonar bónda á Hvoli í Breiðabólstaðarsókn í Hún., f. 30. maí 1791, d. 29. maí 1859, Þórarinssonar, og konu Gests á Hvoli, Guðrúnar húsfreyju, f. 21. apríl 1790, d. 26. maí 1866, Guðmundsdóttur.
Móðir Oddnýjar og kona (5. október 1844) Björns á Þorkelshóli var Halldóra húsfreyja, f. 1818, d. 10. janúar 1875, Sigfúsdóttir Bergmanns bónda á Ysta-Mó í Skagafirði 1801 og síðar bónda og hreppstjóra á Þorkelshóli í Víðidal í A-Hún., skírður 3. desember 1765, d. 7. mars 1844, Sigfússonar, og barnsmóður Sigfúsar Bergmanns, Halldóru, síðar húsfreyju á Litlu-Ásgeirsá, f. 6. janúar 1790, d. 9. ágúst 1833, Tómasdóttur.
Elínborg Guðný var með foreldrum sínum á Vaðstakksheiði á Snæfellsnesi 1901. Hún fluttist til Eyja 1914, var húsfreyja á Hjalla með Sigurði og barninu Oddnýju Ólafíu 1920, húsfreyja og sjómannskona á Herjólfsgötu 12A 1930. Hún bjó að Vesturvegi 30, Sunnuhlíð við andlát.
Maður Elínborgar Guðnýjar var Sigurður Helgason frá Götu, fæddur 11. desember 1888, dáinn 24. júlí 1935, hrapaði við fuglaveiðar í Miðkletti.
Börn Elínborgar Guðnýjar og Sigurðar voru:
1. Oddný Ólafía Sigurðardóttir húsfreyja, verkakona, f. 15. ágúst 1916 í Hlíðarhúsi, d. 7. desember 2003, gift Tryggva Gunnarssyni vélstjóra og útgerðarmanni, f. 29. apríl 1916, d. 22. mars 2001.
2. Björn Helgi Sigurðsson, f. 4. janúar 1920, d. 14. janúar 1920.
3. Guðni Pétur Sigurðsson skipstjóri, f. 30. júlí 1921 á Hjalla, d. 16. mars 2012, kvæntur Guðríði Ólafsdóttur húsfreyju að Heimagötu 20, Karlsbergi, f. 21. október 1919, d. 21. október 1984.
4. Unnur Lea Sigurðardóttir húsfreyja, f. 9. ágúst 1922 á Hjalla, d. 30. maí 1998, gift Helga Bergvinssyni skipstjóra, f. 26. ágúst 1918, d. 16. maí 1989.
5. Helgi Sigurðsson sjómaður og verkamaður á Siglufirði, f. 11. júní 1925, d. 17. janúar 2008, kvæntur Söru Símonardóttur húsfreyju, f. 30. ágúst 1923, d. 27. ágúst 2004.
6. Sigríður Sigurðardóttir, f. 25. desember 1926, d. 2. apríl 1927.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Ættir Austur-Húnvetninga. Guðmundur Sigurður Jóhannsson og Magnús Björnsson. Mál og mynd 1999.
- Minningarrit. Páll Oddgeirsson. Vestmannaeyjum 1952.
- Morgunblaðið. Minning.
- Manntöl.
- Íslendingabók.is.
- Garður.is.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.