„Guðrún Sigurðardóttir (Stóra-Gerði)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Guðrún Sigurðardóttir''' frá Gerði, vinnukona á Brekkum í Hvolhreppi, fæddist 3. júní 1854 og lést 29. maí 1943.<br> Foreldrar hennar voru [[Sigurð...)
 
m (Verndaði „Guðrún Sigurðardóttir (Stóra-Gerði)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 24. mars 2016 kl. 10:52

Guðrún Sigurðardóttir frá Gerði, vinnukona á Brekkum í Hvolhreppi, fæddist 3. júní 1854 og lést 29. maí 1943.
Foreldrar hennar voru Sigurður Jónsson bóndi í Gerði, sjómaður, f. 14. mars 1825 í Gularáshjáleigu í A-Landeyjum, fórst með þilskipinu Hansínu í mars 1863, og kona hans Járngerður Sigurðardóttir húsfreyja, f. 17. september 1830 á Borgareyrum u. Eyjafjöllum, d. 23. desember 1876 á Skækli (Guðnastöðum) í A-Landeyjum.

Guðrún var blind frá bernsku.
Hún missti föður sinn og bróður í Hansínuslysinu, er hún var á 9. árinu.
Hún fluttist með móður sinni og systkinum í Landeyjar 1864, en móðir hennar fór síðar í sambúð með Guðna Guðmundssyni bónda á Skækli (Guðnastöðum) í A-Landeyjum.
Guðrún var skráð vinnukona hjá Guðbjörgu systur sinni og Guðjóni Jóngeirssyni á Brekkum í Hvolhreppi um áratugi og að lokum skráð á framfæri hjónanna.
Hún var ógift og barnlaus.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.