„Diderikke Claudine Abel“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
m (Verndaði „Diderikke Abel“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
m (Viglundur færði Diderikke Abel á Diderikke Claudine Abel)
 
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum)
Lína 22: Lína 22:
*My heritage.com.  
*My heritage.com.  
*Prestþjónustubækur.}}
*Prestþjónustubækur.}}
{{Æviskrár Víglundar Þórs}}
[[Flokkur:Húsfreyjur]]
[[Flokkur:Húsfreyjur]]
[[Flokkur: Fólk fætt á 18. öld]]
[[Flokkur: Fólk fætt á 18. öld]]

Núverandi breyting frá og með 3. febrúar 2016 kl. 13:55

Diderikke Claudine Abel, fædd Bech, húsfreyja, sýslumannskona fæddist 3. febrúar 1792 í Kaupmannahöfn og lést 18. febrúar 1855 í Hilleröd.
Foreldrar hennar voru Hans Christian Bech, f. 1759, d. 28. apríl 1806 og Agnethe Cicilia Bech, fædd Clausen 15. október 1768, d. 21. maí 1835.

Diderikke var með foreldrum sínum 1801.
Hún fylgdi Abel til Eyja frá Danmörku 1821.
Þau bjuggu í fyrstu í Kornhól, á Vesturhúsum 1823 og 1825 og um skeið á Vilborgarstöðum, í Kornhól 1830-1834, var erlendis 1835-1842 og dvaldi þá í húsi sínu í Ahlgade í Præstö. Hún kom til Eyja 1842 og bjó síðan í Nöjsomhed.
Hjónin eignuðust 3 börn, þar af tvö í Eyjum, en misstu annað þeirra úr barnaveiki, líklega ginklofa á 5. degi lífsins.
Auk þess fóstruðu þau Jóhönnu Sigríði Margréti Bjarnasen um skeið eftir að foreldrar hennar létust.
Þau fóru alfarin til Kaupmannahafnar 1851.

Maður hennar, (1817), var Johan Nicolai Abel kammerráð, sýslumaður, f. 31. mars 1794 í Sorö, d. 31. október 1862 í Kaupmannahöfn.
Börn þeirra hér:
1. Jensine Marie Andrea Abel húsfreyja, f. um 1820 líklega í Danmörku.
2. Jens Christian Thorvald Abel kaupmaður, f. 24. maí 1823 á Vesturhúsum.
3. Hans Schack Abel, f. 19. mars 1825 á Vesturhúsum, d. 24. mars 1825 úr „Barnaveiki“.
4. Carolina Augusta Abel, f. 10. mars 1834 í Kornhól.
Fósturbarn þeirra var
5. Jóhanna Sigríður Margrét Bjarnasen, f. 22. júní 1839, d. 4. apríl 1910. Móðir hennar lést, er hún var á 3. árinu og faðir hennar 1845. Jóhanna var hjá sýslumannshjónunum í Eyjum í 1-2 ár, en fór þá til Reykjavíkur og þaðan til Kaupmannahafnar.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.