„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1967/Formannavísur“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: <big><big><center>FORMANNAVÍSUR</center></big></big><br> <big><center>EFTIR ÁSA í BÆ</center></big><br> Frá tilorðningu formannavísna þeirra, sem hér birtast...)
 
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 6: Lína 6:
„Frammi fyrir þessum 300 kílóa þunga þorði ég ekki annað en hlýða,“ skrifar Ási, „... svo settist ég upp á skellinöðruna með koníakið inná mér berum og saxaði út í Hraun, lagðist þar í laut, dreypti á vökvanum og hnoðaði... Tveim tímum síðar afhenti ég leikaranum vísur um nokkra Eyjaformenn.“
„Frammi fyrir þessum 300 kílóa þunga þorði ég ekki annað en hlýða,“ skrifar Ási, „... svo settist ég upp á skellinöðruna með koníakið inná mér berum og saxaði út í Hraun, lagðist þar í laut, dreypti á vökvanum og hnoðaði... Tveim tímum síðar afhenti ég leikaranum vísur um nokkra Eyjaformenn.“
Vísurnar voru sungnar undir vinsælu dægurlagi (Davy Crockett) og urðu strax fleygar. Þetta mun hafa verið á því herrans ári 1957.<br>
Vísurnar voru sungnar undir vinsælu dægurlagi (Davy Crockett) og urðu strax fleygar. Þetta mun hafa verið á því herrans ári 1957.<br>
 
[[Mynd:Logo.png|300px|thumb]]
''Áttatíu bátar úr Eyjavör''<br>
''Áttatíu bátar úr Eyjavör''<br>
''áttahundruð kempur í hverri för,''<br>
''áttahundruð kempur í hverri för,''<br>
Lína 32: Lína 32:


SKÝRINGAR:<br>
SKÝRINGAR:<br>
 
[[Mynd:Screen Shot 2016-06-29 at 11.22.43.png|400px|thumb]]
Sigurgeir Ólafsson (Siggi Vidó) var skipstjóri á [[Emma II VE|Emmu II]. hjá tengdaföður sínum, [[Eiríkur Ásbjörnsson|Eiríki Ásbjörnssyni]]. Mikill vaskleikamaður, frækinn sjómaður og fiskimaður með létta lund. Hann er nú skipstjóri og eigandi m/b [[Lundi VE-110|Lunda VE 110]].<br>
Sigurgeir Ólafsson (Siggi Vidó) var skipstjóri á [[Emma II VE|Emmu II]. hjá tengdaföður sínum, [[Eiríkur Ásbjörnsson|Eiríki Ásbjörnssyni]]. Mikill vaskleikamaður, frækinn sjómaður og fiskimaður með létta lund. Hann er nú skipstjóri og eigandi m/b [[Lundi VE-110|Lunda VE 110]].<br>



Núverandi breyting frá og með 29. júní 2016 kl. 11:50

FORMANNAVÍSUR


EFTIR ÁSA í BÆ


Frá tilorðningu formannavísna þeirra, sem hér birtast, segir höfundurinn, Ási í Bæ, í bók sinni „Sá hlær bezt...“
Er þar skemmst frá að segja, að Siggi Vídó fór á sjómannadag til Ása, sem þá var skakkóngur og útgerðarmaður, og heimtaði af skáldinu vísur fyrir skemmtun kvöldsins.
„Frammi fyrir þessum 300 kílóa þunga þorði ég ekki annað en hlýða,“ skrifar Ási, „... svo settist ég upp á skellinöðruna með koníakið inná mér berum og saxaði út í Hraun, lagðist þar í laut, dreypti á vökvanum og hnoðaði... Tveim tímum síðar afhenti ég leikaranum vísur um nokkra Eyjaformenn.“ Vísurnar voru sungnar undir vinsælu dægurlagi (Davy Crockett) og urðu strax fleygar. Þetta mun hafa verið á því herrans ári 1957.

Áttatíu bátar úr Eyjavör
áttahundruð kempur í hverri för,
stundum í roki og stórum sjó,
stundum í logni og sléttum sjó.
Sjómenn, sjómenn glaðir, súpum okkar heilla skál.

Á Eyjaflotanum finnast þeir,
sem feitari eru en Sigurgeir.
Hjá Eiríki fékk hann Emmu og frú
með ágœtum stýrir hann báðum nú.
Siggi, Siggi Vídó, Emmu stýrir út á mið.

Hann Bjarnhéðinn hefur þann burða skrokk,
sem bilar sko ekki við fyrsta sjokk.
Svo á hann til með að tvinna svo fast,
að talstöðin þrisvar í sundur brast.
Bjarni, Bjarni Happó, Rúnu stýrir heilli i höfn.

Hann Eyvi á Bessa er eins og fyrr
alltaf á sömu miðum kyrr.
Og ef að hann segir ekki orð,
allt er í lagi þar um borð.
Eyvi, Eyvi á Bessa, alltaf er karlinn eins.

SKÝRINGAR:

Sigurgeir Ólafsson (Siggi Vidó) var skipstjóri á [[Emma II VE|Emmu II]. hjá tengdaföður sínum, Eiríki Ásbjörnssyni. Mikill vaskleikamaður, frækinn sjómaður og fiskimaður með létta lund. Hann er nú skipstjóri og eigandi m/b Lunda VE 110.

Bjarnhéðinn Elíasson skipstjóri m/b Hugrúnu. Kappsmaður mikill og einn af beztu fiskimönnum Eyjanna. Hann er nú eigandi og skipstjóri á m/b Elíasi Steinssyni VE 167.

Eyjólfur Gíslason skipstjóri Bessastöðum. Hann var þessa vertíð með m/b Blátind og mun hafa verið einn af elztu skipstjórum Eyjaflotans þessa vetrarvertíð. Hann stundaði sjóinn í um hálfa öld, þar af skipstjóri yfir 40 vertíðir. Mikill sjómaður og alla tíð í fremstu röð fiskimanna.

Sigurður Þórðarson skipstjóri og útgerðarmaður Sæfara. Dugnaðar sjómaður og skipstjóri, sem nú er fiskverkandi og eigandi að nýjasta fiskiðjuverinu í Eyjum, Eyjaberg hf.

Sigurður Sigurjónsson skipstjóri m/b Freyju VE 260. Hann hefur verið hér aflasæll formaður í yfir 30 ár. En sérgrein hans hafa alltaf þótt miðin „suður við Sker“, þ. e. miðin í nánd við Súlnasker og Geirfuglasker, Bankahryggirnir Bankapollurinn og Stórahraunið.

Jóhann Pálsson eigandi og skipstjóri á m/b Hannesi lóðs, sem þá var nýjasti bátur flotans, smíðaður í Svíþjóð. Jóhann var mikill aflamaður og oft á tíðum aflakóngur á vetrarvertíð.

Benóný Friðriksson (Binni í Gröf): Frægasti aflakóngur landsins. Það gekk flensa þessa vertíð og mun hafa komið við hjá Binna eins og víðar, en ekkert beit á hann fremur en fyrri daginn.

Öslar Sæfari út á sjó,
einn stendur Siggi með commandó.
Nú skal du gamle gá at tí,
að gott er að hafa túngan frí.
Siggi Siggi Þórðar, segðu nú nokkur orð.

Siggi á Freyjunni sigldi hratt
suður að Skeri með Gústa Matt.
Hér er nú gullið þitt, Gústi minn,
er girnist svo ákaft hugur þinn.
Siggi, Siggi á Freyju, hann er ekkert lamb í leik.

Pálsson kom heim með prýðis far,
sem puntaði upp á Eyjarnar.
Men ude i Sverige var aldrig född
önnur eins hafsins þrumurödd.
Jói, jafnan kátur, ég skal ekki þræða þig.

Þó að hann fái eitt flensuhret
fleyinu stýrir og setur met.
Öslar hann hreifur, þótt ygglist höf,
aflakóngurinn Binni í Gröf.
Skálum, skálum Binni, og skellum okkur austur á Vík.

Fleiri má telja hér frækna menn,
er fengsælir reyndust á miðum enn,
en ungfrúin bíður nú eftir mér,
og ástin á líka rétt á sér.
Sjómenn, sjómenn glaðir, súpum okkar heilla skál.