„Kristinn Ástgeirsson“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
(15 millibreytingar ekki sýndar frá 5 notendum)
Lína 1: Lína 1:
Kristinn Ástgeirsson frá Miðhúsum fæddist árið 1894.
[[Mynd:Kristinn Ástgeirsson.jpg|thumb|200px|Kristinn Ástgeirsson.]]


Á yngri árum vann Kristinn við sjómennsku og almenn verkamannastörf og það var ekki fyrr en eftir miðjan aldur að hann hóf að mála. Hann hafði mikla unun af myndlistinni og sótti gjarnan myndefni í umhverfinu og í daglegu lífi í Vestmannaeyjum.  
'''Kristinn Ástgeirsson''' frá [[Miðhús]]um fæddist 6. ágúst 1894 og lést 31. júlí 1981. Kristinn var einn af mörgum sonum [[Ástgeir Guðmundsson|Ástgeirs Guðmundssonar]] bátasmiðs og [[Kristín Magnúsdóttir (Litlabæ)|Kristínar Magnúsdóttur]].


Myndirnar eftir Kristinn Ástgeirsson frá Miðhúsum í eigu [[Listasafn Vestmannaeyja|Listasafns Vestmannaeyja]] teljast til mikilvægra heimilda um atvinnuhætti og verklag fólks í Vestmannaeyja á upphafi 20. aldar.  
Eftir þriggja ára nám í Barnaskóla Vestmannaeyja hóf Kristinn sjómennsku og var það hans aðalstarf fram eftir aldri. Í upphafi reri hann á árabátum en síðan á eigin bát fram til ársins 1920. Hann og bróðir hans, Ólafur, voru síðustu formenn sem reru á áraskipum frá Vestmannaeyja. Síðar eignaðist Kristinn trillubátinn [[Gæfan|Gæfuna]], sem Ólafur bróðir hans smíðaði. Kristinn var formaður á honum margar vertíðir. Árið 1939 hættir Kristinn að stunda sjóinn vegna heilsubrests. Gerðist hann þá vigtar- og móttökumaður hjá [[Lifrarsamlag Vestmannaeyja|Lifrarsamlagi Vestmannaeyja]] þar sem hann var starfsmaður þar til að hann lét af störfum  árið 1968.


Kristinn hélt einungis eina einkasýningu á æfinni en hann sýndi á Hallveigarstöðum í Reykjavík sumarið 1973 þá að verða 79 ára gamall.  
Þrátt fyrir að hafa verið góður teiknari og málari á yngri árum hóf Kristinn ekki að mála fyrr en eftir miðjan aldur. Kristinn sagði svo frá: ''Ég man að maður var að læðast með teikniblokkina þarna austur á eyju. Ég hafði hana undir úlpunni, svo enginn sæi, það var rétt eins og maður væri að stela. Síðan dró maður upp rissmynd af viðkomandi og málaði síðan myndina heima. Ég var alltaf með þetta í felum.''


Kristinn lést árið 1981.
Hann hafði mikla unun af myndlistinni og myndir hans eru af tvennum toga. Annars vegar eru myndir af atvinnulífi Eyjanna þar sem margar myndir hans eru frá höfninni og sýna verklag þess tíma og hins vegar eru myndir af landslagi og húsum í Vestmannaeyjum. Margar myndir hans sýna [[Heimaklettur|Heimaklett]] og innsiglinguna, [[Elliðaey]] og [[Bjarnarey]] og þann hluta Vestmannaeyja sem fór undir hraun.
[[Mynd:311g.jpg|thumb|250 px| Lækurinn, málverk eftir Kristinn Ástgeirsson]]
[[Mynd:62b.jpg|thumb|250 px| Fiskgarðar, líkan eftir Kristinn Ástgeirsson]]
 
Myndirnar eftir Kristinn Ástgeirsson frá Miðhúsum í eigu [[Listasafn Vestmannaeyja|Listasafns Vestmannaeyja]] teljast til mikilvægra heimilda um atvinnuhætti og verklag fólks í Vestmannaeyja í upphafi 20. aldar.
 
Kristinn hélt einungis eina einkasýningu á ævinni en hann sýndi á Hallveigarstöðum í Reykjavík sumarið 1973, þá að verða 79 ára gamall.
 
[[Óskar Kárason]] samdi formannavísu um Kristin:
:''Kristinn Gæfu um græðis lund
:''góða þráir æfa,
:''fiski kræfa meður mund
:''marlyng náir hæfa.
 
 
{{Heimildir|
* Aðalsteinn Ingólfsson. 1990. ''Einfarar í íslenskri myndlist''. Almenna bókafélagið og Iceland Review.
* Óskar Kárason. ''Formannavísur''. Vestmannaeyjum, 1950.}}


[[Flokkur:Stubbur]]
[[Flokkur:Listamenn]]
[[Flokkur:Listamenn]]
[[Flokkur:Fólk]]
[[Flokkur:Formenn]]
[[Flokkur:Útgerðarmenn]]
[[Flokkur:Fólk fætt á 19. öld]]
[[Flokkur:Fólk dáið á 20. öld]]
[[Flokkur:Íbúar í Miðhúsum-vestri]]

Núverandi breyting frá og með 21. maí 2014 kl. 17:11

Kristinn Ástgeirsson.

Kristinn Ástgeirsson frá Miðhúsum fæddist 6. ágúst 1894 og lést 31. júlí 1981. Kristinn var einn af mörgum sonum Ástgeirs Guðmundssonar bátasmiðs og Kristínar Magnúsdóttur.

Eftir þriggja ára nám í Barnaskóla Vestmannaeyja hóf Kristinn sjómennsku og var það hans aðalstarf fram eftir aldri. Í upphafi reri hann á árabátum en síðan á eigin bát fram til ársins 1920. Hann og bróðir hans, Ólafur, voru síðustu formenn sem reru á áraskipum frá Vestmannaeyja. Síðar eignaðist Kristinn trillubátinn Gæfuna, sem Ólafur bróðir hans smíðaði. Kristinn var formaður á honum margar vertíðir. Árið 1939 hættir Kristinn að stunda sjóinn vegna heilsubrests. Gerðist hann þá vigtar- og móttökumaður hjá Lifrarsamlagi Vestmannaeyja þar sem hann var starfsmaður þar til að hann lét af störfum árið 1968.

Þrátt fyrir að hafa verið góður teiknari og málari á yngri árum hóf Kristinn ekki að mála fyrr en eftir miðjan aldur. Kristinn sagði svo frá: Ég man að maður var að læðast með teikniblokkina þarna austur á eyju. Ég hafði hana undir úlpunni, svo enginn sæi, það var rétt eins og maður væri að stela. Síðan dró maður upp rissmynd af viðkomandi og málaði síðan myndina heima. Ég var alltaf með þetta í felum.

Hann hafði mikla unun af myndlistinni og myndir hans eru af tvennum toga. Annars vegar eru myndir af atvinnulífi Eyjanna þar sem margar myndir hans eru frá höfninni og sýna verklag þess tíma og hins vegar eru myndir af landslagi og húsum í Vestmannaeyjum. Margar myndir hans sýna Heimaklett og innsiglinguna, Elliðaey og Bjarnarey og þann hluta Vestmannaeyja sem fór undir hraun.

Lækurinn, málverk eftir Kristinn Ástgeirsson
Fiskgarðar, líkan eftir Kristinn Ástgeirsson

Myndirnar eftir Kristinn Ástgeirsson frá Miðhúsum í eigu Listasafns Vestmannaeyja teljast til mikilvægra heimilda um atvinnuhætti og verklag fólks í Vestmannaeyja í upphafi 20. aldar.

Kristinn hélt einungis eina einkasýningu á ævinni en hann sýndi á Hallveigarstöðum í Reykjavík sumarið 1973, þá að verða 79 ára gamall.

Óskar Kárason samdi formannavísu um Kristin:

Kristinn Gæfu um græðis lund
góða þráir æfa,
fiski kræfa meður mund
marlyng náir hæfa.



Heimildir

  • Aðalsteinn Ingólfsson. 1990. Einfarar í íslenskri myndlist. Almenna bókafélagið og Iceland Review.
  • Óskar Kárason. Formannavísur. Vestmannaeyjum, 1950.