„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1990/ Ræs“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: <big><big>Einar J. Gíslason frá Arnarhóli:</big></big> '''Ræs!'''<br> Eitt kunnasta orð í íslensku sjómannamáli er orðið "Ræs." Samkvæmt orðabók Sigfúsar Blönd...) |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 1: | Lína 1: | ||
[[Mynd:Einar J. Gíslason Sdbl. 1990.jpg|thumb|375x375dp]] | |||
<big><big>[[Einar J. Gíslason]] frá Arnarhóli:</big></big> | <big><big>[[Einar J. Gíslason]] frá Arnarhóli:</big></big> | ||
Lína 8: | Lína 9: | ||
Löngu eftir að ég var hættur til sjós lagðist ég til svefns að kvöldi dags með þeim fasta sið að biðja fyrir mér og mínum til Drottins Jesú, fyrir landi mínu og þjóð, sjómönnum og sæfarendum. Það var vetrarvertíð og rysjótt tíð. Seinnipart nætur er ég vakinn með orðunum: „Vaknaðu og bið þú fyrir honum Sigurgeir." Jafnframt leið frá mér svipur mágs hans, [[Ingólfur Eiríksson|Ingólfs Eiríkssonar]]. Ég gerði umsvifalaust eins og draumurinn sagði. Bað fyrir honum Sigurgeir, skipi hans og áhöfn. Út frá bæninni róaðist ég og sofnaði. Eldsnemma þennan morgun hringdi [[Friðrik Ásmundsson]] skólastjóri til mín og sagði mér farir ekki sléttar af vb. Lunda, [[Sigurgeir Ólafsson|Sigurgeiri Ólafssyni]] og áhöfn hans.<br> | Löngu eftir að ég var hættur til sjós lagðist ég til svefns að kvöldi dags með þeim fasta sið að biðja fyrir mér og mínum til Drottins Jesú, fyrir landi mínu og þjóð, sjómönnum og sæfarendum. Það var vetrarvertíð og rysjótt tíð. Seinnipart nætur er ég vakinn með orðunum: „Vaknaðu og bið þú fyrir honum Sigurgeir." Jafnframt leið frá mér svipur mágs hans, [[Ingólfur Eiríksson|Ingólfs Eiríkssonar]]. Ég gerði umsvifalaust eins og draumurinn sagði. Bað fyrir honum Sigurgeir, skipi hans og áhöfn. Út frá bæninni róaðist ég og sofnaði. Eldsnemma þennan morgun hringdi [[Friðrik Ásmundsson]] skólastjóri til mín og sagði mér farir ekki sléttar af vb. Lunda, [[Sigurgeir Ólafsson|Sigurgeiri Ólafssyni]] og áhöfn hans.<br> | ||
[[Mynd:Áhöfnin á Lóðsinum Sdbl. 1990.jpg|miðja|thumb|Áhöfnin á Lóðsinum. Ævinlega reiðubúnir kalli. Þarna nýkomnir frá því að bjarga áhöfn Sjöstjörnunnar. Ágúst Bergsson skipstjóri. Sigurður Elíasson, Gísli Einarsson]] | |||
Í skjóli náttmyrkurs, brims og brælu var haldið til sjós. Lundi var um 100 tonn að stærð, afar sterkbyggt eikarskip með nýlegri Wichmannvél, nokkur hundruð hestöfl. Á reki var net úr trolli. Skipti það engum togum að netið, rekaldið, fór í skrúfuna og skipið varð aflvana. Sjór, hafrót og rok tóku nú völd yfir skipinu sem rak bjargarvana upp í syðri hafnargarðinn að austan, svonefndan Hringskersgarð.<br> | Í skjóli náttmyrkurs, brims og brælu var haldið til sjós. Lundi var um 100 tonn að stærð, afar sterkbyggt eikarskip með nýlegri Wichmannvél, nokkur hundruð hestöfl. Á reki var net úr trolli. Skipti það engum togum að netið, rekaldið, fór í skrúfuna og skipið varð aflvana. Sjór, hafrót og rok tóku nú völd yfir skipinu sem rak bjargarvana upp í syðri hafnargarðinn að austan, svonefndan Hringskersgarð.<br> | ||
Skrönglaði báturinn þarna í grjótinu. Neyðarkall heyrðist. [[Einar Sveinn Jóhannesson]] og [[Sigurður Sigurjónsson]] á Lóðsinum voru fljótir til og héldu út í sortann. Náðu þeir Lunda, björguðu áhöfninni og drógu skipið til hafnar. Ég hafði verið starfsmaður við höfnina í sex ár. Þekkti því bæði nokkuð skip og áhöfn. Man ég vel þegar [[Guðlaugur Gíslason]] og [[Jón Ísak Sigurðsson]] stóðu í broddi Eyjabúa vegna kaupa á Lóðsinum. Styrr stóð um þetta. En betri hluturinn varð ofan á.<br> | Skrönglaði báturinn þarna í grjótinu. Neyðarkall heyrðist. [[Einar Sveinn Jóhannesson]] og [[Sigurður Sigurjónsson]] á Lóðsinum voru fljótir til og héldu út í sortann. Náðu þeir Lunda, björguðu áhöfninni og drógu skipið til hafnar. Ég hafði verið starfsmaður við höfnina í sex ár. Þekkti því bæði nokkuð skip og áhöfn. Man ég vel þegar [[Guðlaugur Gíslason]] og [[Jón Ísak Sigurðsson]] stóðu í broddi Eyjabúa vegna kaupa á Lóðsinum. Styrr stóð um þetta. En betri hluturinn varð ofan á.<br> |
Núverandi breyting frá og með 14. mars 2019 kl. 14:51
Einar J. Gíslason frá Arnarhóli:
Ræs!
Eitt kunnasta orð í íslensku sjómannamáli er orðið "Ræs." Samkvæmt orðabók Sigfúsar Blöndal, bls. 664, er nafnið "Ræs" á sjókonungi. Ég var barn að aldri þegar ég kynntist þessu. Sjómenn á útgerð föður míns, Gísla frá Arnarhóli, voru í heimili hans. Svo þétt var setið að ég, ungur drengur, og afi minn Einar Þorsteinsson, fyrrum formaður og bóndi að Arnarhóli í Landeyjum, sváfum í herbergi þeirra. Á vetrarvertíðum sváfu þeir á lofti í herbergi er náði þvert yfir húsið, með glugga móti austri og dyrum á vesturhlið.
Gísli reri sem formaður í 29 vetrarvertíðir og undirmaður með öðrum 11 vertíðir. Hverja nótt kom hann inn í sjómannaherbergið, opnaði gluggann á gátt mót austri, hlustaði á sjávarhljóð og leit til lofts. Líkaði honum útlitið klappaði hann á höfuð Óskars bróður og mælti: "Eigum við ekki að líta á þetta?" Árbítur var í eldhúsi og tilbúnir bitakassar. Haldið var með þetta til sjós. Hart var oft sótt. En alla tíð skilaði hann sér og sínum að landi. Sjálfur var ég ræstur af formönnum mínum, árum saman, og vissi vel hvað hlutirnir þýddu.
Löngu eftir að ég var hættur til sjós lagðist ég til svefns að kvöldi dags með þeim fasta sið að biðja fyrir mér og mínum til Drottins Jesú, fyrir landi mínu og þjóð, sjómönnum og sæfarendum. Það var vetrarvertíð og rysjótt tíð. Seinnipart nætur er ég vakinn með orðunum: „Vaknaðu og bið þú fyrir honum Sigurgeir." Jafnframt leið frá mér svipur mágs hans, Ingólfs Eiríkssonar. Ég gerði umsvifalaust eins og draumurinn sagði. Bað fyrir honum Sigurgeir, skipi hans og áhöfn. Út frá bæninni róaðist ég og sofnaði. Eldsnemma þennan morgun hringdi Friðrik Ásmundsson skólastjóri til mín og sagði mér farir ekki sléttar af vb. Lunda, Sigurgeiri Ólafssyni og áhöfn hans.
Í skjóli náttmyrkurs, brims og brælu var haldið til sjós. Lundi var um 100 tonn að stærð, afar sterkbyggt eikarskip með nýlegri Wichmannvél, nokkur hundruð hestöfl. Á reki var net úr trolli. Skipti það engum togum að netið, rekaldið, fór í skrúfuna og skipið varð aflvana. Sjór, hafrót og rok tóku nú völd yfir skipinu sem rak bjargarvana upp í syðri hafnargarðinn að austan, svonefndan Hringskersgarð.
Skrönglaði báturinn þarna í grjótinu. Neyðarkall heyrðist. Einar Sveinn Jóhannesson og Sigurður Sigurjónsson á Lóðsinum voru fljótir til og héldu út í sortann. Náðu þeir Lunda, björguðu áhöfninni og drógu skipið til hafnar. Ég hafði verið starfsmaður við höfnina í sex ár. Þekkti því bæði nokkuð skip og áhöfn. Man ég vel þegar Guðlaugur Gíslason og Jón Ísak Sigurðsson stóðu í broddi Eyjabúa vegna kaupa á Lóðsinum. Styrr stóð um þetta. En betri hluturinn varð ofan á.
20. mars 1990 á vetrarvertíð er Lóðsinn enn á dagskrá. Nú undir stjórn Ágústs Ellabergssonar. Um morguninn þennan dag hélt Sjöstjarnan VE til veiða. Furðulegir hlutir fóru nú að gerast. Flugvél í háloftunum heyrði neyðarkall. Stöðvar í Noregi og Frakklandi heyrðu það sama.
Reiknað var með að kallið kæmi frá gúmmíbát með sjómenn í neyð. Aftur var ræs. Út í sortann öslaði Lóðsinn, neyðarmerki heyrðust. Haldið var á hljóðmerkin og eftir að þau hurfu, hélt Ágúst skipstjóri áfram þar til komið var inn af Dröngum. Þá í kófinu, særokinu og stórsjónum sást gúmmíbátur. Ágúst gerði nú það sem sýnir afburða hæfni og tillitssemi. Hann flautaði í loftflautu skipsins. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Út um hliðarop gúmmíbátsins komu höfuð hinna sjóhröktu manna sem nú var bjargað úr vosbúð og miklum hrakningum. Fimm menn af áhöfn Sjöstjörnunnar voru þar. Einn félaganna hvarf með skipinu og gistir nú hina votu gröf. Flautan í Lóðsinum er eitt dásamlegasta ræs sem hugsast getur. Það minnir mig á Orð Ritningarinnar þegar Drottinn bjargar sköpun sinni og tekur hana til sín. Þá gerir hann það með höfuðengils raust og básúnu Guðs og þeir sem dánir eru í trú á Jesúm Krist munu fyrst upp rísa. Síðan munum vér vera með Drottni alla tíma. Það er ósk mín og bæn að allir þeir, er þessar línur lesa, megi vera viðbúnir þeirri köllun og hinu æðsta "ræsi".
Guð blessi sjómannastétt Vestmannaeyja.